Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 13

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 13
Sigurður Greipsson í Haukadal t.v., Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu, t.h. Auda á Jaðrinum. Þar voru alls um 20 íslendingar í verklegu búnaðarnámi snemma á öldinni. Sigurður var afreksmaður í glímu og vann Grettisbeltið mörg ár í röð. Hann fór í íþróttaskólann í Ollerup í Danmörku og kom þaðan með mikinn eldmóð til eflingar ungmenna- félagsskapnum og íþróttahreyfingunni í sveitum landsins og réðst í það stórvirki að reisa íþróttaskólann. Hann va_nn hér gott verk meö stofnun íþróttaskólans í Haukadal sem við hann er kenndur. Já, það fyrsta sem margir piltar hér í sveit og víðar fóru að heiman var í skólann til Sigurðar Greipssonar og efldust þar mikið af kjarki og þrótti. Haukadalur er úti á jaðri byggðarinnar hér í sveit og á þeim tíma voru samgöngur verri en nú þannig að það var langt að sækja fyrir Sigurð að taka þátt í félagsmálum. Hann var mjög önnum kafinn maður, bóndi allt árið, hótelstjóri á sumrin og skólastjóri á veturna. Hann tók þátt í félagsmála- starfsemi Ungmennafélagshreyfingar- innar og var lengi í hreppsnefnd. Hann skilaði miklu og góðu ævistarfi. Þorsteinn á Vatnsleysu átti ættir að rekja í nálægar sveitir. Móðir hans, Sigríður Þorsteinsdóttir var frá Reykjum á Skeiðum, af hinni kunnu Reykjaætt, en faðir hans, Sigurður Erlendsson, var frá Hamarsheiði í Gnúpverjahreppi. Þau fluttu nýgift í Vatnsleysu og svo tók Þorsteinn við af þeim árið 1922. Þorsteini fylgdi alla tíð feikna mikill kraftur og gleði og höfðingsskapur. Það var svo sterkt í yfirbragði hans. Hann var einn af ferðafélögum mínum í Norður- landaferðinni og setti alveg sérstakan svip á þá ferð. Það var ekki ónýtt að hafa hann með sér. Eg man m.a. eftir að hann hélt ræðu í boði norska landbúnaðarráðu- neytisins í veislu sem haldin var í hótel- skipi í höfninni í Ósló. Norðmennirnir voru alveg tárvotir af hrifningu eftir þá ræðu. Hann hafði prýðilegt vald á norskunni frá fyrri dvöl sinni í landinu og þekkti vel inn á norsku þjóðarsálina. Um það leyti voru stríðshremmingarnar nýlega afstaðnar og hann kom inn á það. Það var eftirminnileg stund. Þorsteinn tók mikinn þátt í félagsmálum allt frá æsku og var langa tíð í forystusveit bæði hér heima og í Amessýslu. Faðir minn og hann áttu gott samstarf að hinum ýmsu framfaramálum sveitarinnar um langa tíð, voru saman í hreppsnefnd og stjóm búnaðarfélagsins um áratuga skeið, það var sterk vinátta milli þeirra og áhugi til framfara í byggðinni. Þorsteinn var glæsilegur forystumaður. Að lokum? Landbúnaðurinn er í vissri kreppu nú um skeið, en nú ráða menn yfir svo mikilli þekkingu í landbúnaði að ef úr rætist í markaðsmálum er leiðin greið til sóknar. Það þarf pólitískt áræði til að viðhalda byggð í hinum dreifðu byggðum og ég vona að það takist M.E. Sigurður Greips- son skilaði miklu og góðu œvi- starfi. í bœndaförinni 7 953 flutti Þorsteinn á Vatnsleysu rœðu og Norðmenn- irnir voru alveg tárvotir af hrifningu á eftir. 10.'95 - FREYR 405

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.