Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 17

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 17
fundir kl. 8 í þeim deildum þar sem dagskráin hafði ekki verið tæmd daginn áður en kl. 9.30 hófst aðalfundur Búfjárræktarsambands- ins og að honum loknum var ráðstefnunni formlega slitið. Eftir hádegið var ráðstefnugestum m.a. boðið upp á ferðir til að kynna sér tékkneskan landbúnað. A föstudag og laugardag var boðið upp á ýmsar skoðunarferðir. Sú hefð hefur skapast að bjóða upp á sérstaka skoðunarferð þar sem þátttakendum gefst kostur á að kynna sér ýmislegt er lýtur að hestum og hestahaldi í landinu þar sem ráðstefnan fer fram. í þetta sinn var farið í slíka dagsferð föstu- daginn 8. september. Frœðileg umfjöllunarefni Eins og áður er getið er ársfundi B ú I j árræktarsambands Evrópu skipt í sjö deildir. Þær eru: Erfða- fræðideild, fóðurfræðideild, deild sem fjallar um meðferð og heil- brigði búfjár, nautgripadeild, sauð- fjár- og geitfjárdeild, svínadeild og hrossadeild. Til stendur að setja fljótlega á laggirnar deild sem fjalla á um lífeðlisfræði búfjár. Töluvert starf er unnið í deildum Búfjárræktarsambandsins á milli funda en deildirnar hver um sig hafa þriggja manna stjómir; formann og tvo ritara. Dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri, sem frá upphafi var mjög virkur í starfi Búfjár- ræktarsambandsins og hvatti til þátttöku íslendinga á þeim vett- vangi, var um tíma formaður sauð- fjár- og geitfjáideildar samtakanna. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson var síðar um skeið annar af riturum sömu deildar. Ekki hafa fleiri Islendingar gegnt stjórnarstörfum þama enn sem komið er þó að ýmsir fleiri hafi verið mjög virkir í starfi samtakanna. Má þar nefna dr. Stefán Aðalsteinsson sem nú gegnir stöðu yfirmanns Norræna gen- bankans fyrir búfé á Asi í Noregi. Óhætt er að segjaað Búfjár- ræktarsamband Evrópu gegni mikilvægu hlutverki í símenntun sérfræðinga álfunnar í búfjárrækt. Þama hittast á einum stað pró- fessorar og aðrir háskólakennarar og sérfræðingar við háskóla, sér- fræðingar sem starfa úti í atvinnu- Stefán Aðalsteinsson búfjáifrceðingur skoðar sérkennilega marglitt tékkneskt geitfé með auðsœrri athygli. (Ljósm. K.H.). Krizík-gosbrunnarnir; vatnið var látið K.H.). lífinu við rannsóknir eða leið- beiningar á vegum einkafyrirtækja eða félagasamtaka og sérfræðingar í búfjárrækt sem sarfa á vegum hins opinbera í þjóðlöndum sínum eða hjá alþjóðlegum stofnunum. Mikil- vægt er fyrir búfjárræktarmenn í svo mismunandi störfum frá hinum ýmsu þjóðlöndum álfunnar að hittast, nema hver af öðrum og skiptast á skoðunum. Einnig er reynsla manna og þekking mis- munandi því að sumir fást við búfjárkynbætur, aðrir við fóður- fræði, enn aðrir við heilsfar eða meðferð búfjár o.s.frv. Einnig er „dansa“ við hljómfall tónlistar. (Ljósm: eðlilega um síaukna þátttöku að ræða frá löndum utan Evrópu, bæði hvað varðar almenna þátttöku og gestafyrirlesara og stefna samtökin að því að efla þennan þátt. Greinarhöfundur sat fyrst og fremst fundi í hrossadeildinni en Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur, sern einnig sótti ráðstefnuna héðan frá íslandi, sat mest fundi sauðfjár- og geitfjárdeildarinnar. Báðir sótt- um við þó einstaka fundi í öðrum deildum. Fundir í hrossadeild Fyrsti fundur hrossadeildarinnar 10.’95- FREYR 409

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.