Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 20

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 20
Búskaparvenjur og viðhorf á búum með miklar afurðir Jón Viðar Jónmundsson Fyrir nokkru birtist grein íþekktasta tímariti um nautgriparœkt íheiminum, Journal of Dairy Science, þar sem gerð er grein fyrir búskaparvenjum og búskapar- viðhorfum á afurðahœstu búum í mjólkurframleiðslu í Bandaríkjunum. Hér á landi eru engar slíkar athuganir til enda er umfang fram- leiðslu ekki meira en svo að unnt sé að gera slíkar athuganir. Frá nágrannalöndunum er mér ekki heldur kunnugt um slíkar rann- sóknir. Þó að margt séu ákaflega ólíkt með aðstæðum í íslenskri mjólkurframleiðslu og því sem þar þekkist þá er líklegt að sumt af því sem þar kemur fram geti verið forvitnilegt að kynna sér og hug- leiða í samanburði við aðstæður okkar og því mun hér á eftir verða gerð grein fyrir nokkrum af niður- stöðum greinarinnar. Könnunin var unnin með því að senda spumingalista til um 120 afurðahæstu búa í Bandaríkjunum. Um helmingur þeirra svaraði og sá hópur vék ekki í meðalafurðum né bústærð mikið frá meðaltali heildar- hópsins. Meðalafurðir á þeim búum sem könnunin náði til voru að jafnaði um 11000 kg eftir hverja kú. Hér var hins vegar hvað stærð varðar ekki um neitt að ræða sem líkist íslenskum aðstæðum því að að meðaltali voru 244 kýr á búi. Með einfaldri margföldum sést því að framleiðsla hvers bús er nálægt því sem gerist í stærri mjólkurfram- leiðslusveitum hér á landi. Um 44% kúnna voru kýr á fyrsta mjólkur- skeiði. Kvígurnar báru að jafnaði 26 mánaða gamlar og meðalaldur kúnna var 45 mánuðir. Bændur á þessum búum höfðu að meðaltali stundað framleiðslu í 26 ár, aðeins 3% þeirra voru innan við þrítugt og 36% fimmtugir eða eldri. Fóðuröflun og fóðrun er ákaflega ólík því sem við þekkjum. Um 10% búanna ræktuðu ekkert gróffóður og 15% til viðbótar framleiddu innan við helming þess gróffóðurs sem Jón Viðar Jónmundsson. notað var á búinu. Algengasta gróffóður var komvothey, það var notað á um 2/3 hluta búanna. Þurrhey eða heymeti úr belgjurtun var einnig mikið notað en þurrhey af grasi var fyrst og fremst notað fyrir kýr í geldstöðu. Efnagrein- ingar á gróffóðri voru almennt nýttar. Heilfóður algengast. Framkvæmd fóðrunar er mjög breytileg en almennt afar frábrugðin því sem íslenskir bændur þekkja. Langsamlega algengast var samt á þessum búum að kýmar væru hópfóðraðar og þá að fóðrað væri með heilfóðri, þ.e. fóður þar sem kjarnfóðri og gróffóðri er blandað saman í heildarfóður. Slík fóðrun var viðhöfð á um 2/3 hluta býlanna. Kúnum var að meðaltali, þar sem slík fóðrun var stunduð, skipt í 2,9 hópa og fóðrað að meðaltali 2,7 sinnum á sólarhring. Tölvustýrð fóðrun var viðhöfð á tæplega 10% þessara búa. Mikið er um notkun á margs konar viðbótar fóðurefnum og hjálparefnum og var upplýsinga leitað um slíkt. Mesti urmull var þar tilgreindur. Að vonum eru þar ýmsar steinefnablöndur fyrirferðar- miklar, en fita er notuð á 40-50% búanna. Fiskimjöl er notað í fóðri á 20% búanna. Höfundar telja sig merkja í slíkum könnunum veru- legra áhrifa af verði slíks fóðurs á hverjum tíma á notkun þess. Yfirlit um fóðrunarsjúkdóma sýnir að doði er algengastur, um 7% kúnna fá hann, súrdoða fá hins vegar aðeins tæp 4%. Höfundar segja doðatilfelli mun algengari en fundið hafi verið í fyrri könnunum. Holdastigun kúnna er mikið notuð vestanhafs til að fylgjast með ástandi kúnna og kom í ljós að á 61% búanna var hún viðhöfð. Innra eftirlit er sjáanlega á margan hátt mjög öflugt á þessum búum því að á rúmlega 80% þeirra var um að ræða reglulbundnar heimsóknir dýralækna til samningsbundinna eftirlitsstarfa. Regluleg fangskoðun var þannig t.d. framkvæmd á 75% búanna. Þá er mun meira um smitsjúkdóma en þekkist hér á landi og á yfir 90% búanna var beitt reglulegum bólusetningum gegn ýmsum sjúkdómum. Kýmar báru í yfir 60% tilfella í sérstökum burðarstíum. Áhersla á frjósemi Mikil áhersla er lögð á að halda uppi frjósemi. A langsamlega flestum búanna er reglulegt eftirlit með beiðsli kúnna. Að meðaltali fer beiðsliseftirlit fram rúmlega þrisvar sinnum á sólarhring og tekur það rúmlega stundarfjórðung í hvert sinn. Samstilling gangmála hefur 412 FREYR- 10. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.