Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 24

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 24
Áhrif snjóalaga á efnamagn i jarðvegi Jóhannes Sigvaldason, ráðunautur, Akureyri Einu sinni fyrir langa löngu mœldi undirritaður efnamagn í mold úr snjódœld \ órœktarholti á Árskógsströnd (Helgi Hallgrímsson og Jóhannes Sigvaldason, 1974). Þar kom í Ijós að kalsíum í snjódœldamold var mjög lítið - mun minna en í svipuðum jarðvegi þar á bersvœði. Fosfór- og kalímagn var einnig lágt en þar munaði ekki stóru á annarri mold. Alyktað var á þeim tíma um ástæður þessa í þá veru að í dældina kæmi snjór snemma vetr- ar og jörð næði sjaldnast að frjósa og útskolun af þeim sökun meiri heldur en þar sem mold frýs og vatnshreyfing er takmörkuð í heilan vetur. Að kalsíum hafi skolast út í svo miklum meiri mæli úr snjó- dældinni en kalíum, sem þar er í sviðuðu magni og í öðrum jarðvegi, verður ekki auðskýrt en fræði- setningar segja að tvígildar jónir eins og kalsíum eigi að bindast fast- ar á jarðögnum en kalí og einnig ætti þynning á jarðvökva að virka í sömu átt. Hér eru fræðin þó með ýmsum frávikum og hægt er að setja upp reglu sem gæti skýrt þessa niðurstöðu nægilega. í þessum texta 2 5,8 4,2 3 5,7 9,8 8 5,7 10,2 13 6,0 12,4 18 6,0 11,4 23 6,0 13,4 28 6,1 11,2 33 6,0 8,8 38 6,2 8,2 43 6,2 9,4 48 5,9 10,0 53 6,0 10,2 Jóhannes Sigvaldason. verður þó ekki gerð grein fyrir því - aðeins greint frá staðreyndum 1,4 16,5 5,0 1.4 16,5 4,8 1,2 18,5 4,7 1.2 22,3 5,8 1.3 24,0 6,3 1.5 24,0 6,7 1,1 22,5 7,0 1,1 22,0 6,8 1,0 23,0 6,9 1.1 23,0 7,0 1,1 21,0 6,0 1.2 22,0 6,8 málsins. Þeim sem þetta skrifar hefur um nokkurt skeið leikið for- vitni á því að vita hvort snjór sem safnast fyrir við skjólbelti (eða skjól yfirleitt) og leggst þar snemma vetrar og liggur vetrarlangt hefði sömu áhrif á mold við beltið undir snjónum eins og reyndin varð með mold í snjódæld á Arskógsströnd. Við bæinn Naust rétt innan Akur- eyrar er,myndarlegt skjólbelti ofan bæjar við norðurjaðar túnspildu þar á bæ. Belti þetta var gróðursett um 1965 og samanstendur af tveim röð- um af viðju og einni röð á milli af greni. Grenið hefur alla tíð átt erfitt uppdráttar í skugga viðjunnar og er kræklótt og smávaxið. Viðjan hins vegar varð fljótt þroskamikil og myndar nú belti sem er um 5-7 metra hátt og hefur svo verið um nokkurt árabil. Að sögn ábúanda á | Naustum, Antons Jónssonar, hefur flesta vetur sett snemma allnokkurn skafl sunnan skjólbeltis og hann verið vetrarlangt. Engar mælingar eru þó til af snjóalögum og heldur ekki á klaka í jörðu við beltið. I októbermánuði 1994 voru tekin jarðvegssýni úr túninu sunnan skjólbeltins á Naustum. Var hvert sýni tekið á línu sem var u.þ.b. 100 metra löng og samsíða beltinu. Var fyrsta sýni tekið mjög nærri belti (ca tvo metra frá því) og næsta einum metra þar frá og síðan með fimm metra millibili þar til komið var röska 50 m frá beltinu. Samtals urðu þetta 12 sýni. Þessi sýni voru þurrkuð á rannsóknarstofu eins og önnur jarðvegssýni við stofuhita og síðan efnagreind með þeirri aðferð Tafla 1. Efnamagn í sýnum teknum í mismunandi fjarlœgð frá skjólbelti við bœinn Naust innan Akureyrar. Fiarlœgð Sýru- Fosfór Kalí Kalsíum Magnesíum frá belti stig mg P/ meq K/ meq Ca/ meq Mg/ (m) (pH) 100 g 100 g 100 g 100 g jörð jörð jörð jörð 41 <S frfvp- in.’9/>

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.