Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 25

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 25
Mynd 1. Kalsíum- og magnesíuminnihald íjarðvegi í mismunandi fjarlœgð frá skjólbelti við bœinn Naust rétt innan Akureyrar. sem notuð er hjá Ræktunarfélagi Norðurlands til efnagreiningar á mold fyrir bændur (Egner et al, 1960). Það sem mælt var í þessum sýnum var sýrustig, fosfór, kalí, kalsíum og magnesíum. í töflu 1 og á mynd 1 eru niður- stöður þessara mælinga sýndar. A mynd 1 er sýnt leysanlegt kalsíum- og magnesíummagn jarðvegs í mismunandi fjarlægð frá belti. Eins sést á myndinni er magnið nokkru lægst næst beltinu. Hvað kalsíum áhrærir virðist magn af þessu efni vera um 22-24 meq yfirleitt í túninu þegar fjær dregur frá beltinu en á 10-15 metrum næst því í kringum 18 meq eða um 25 % minna. Svip- aða sögu er að segja af magnesíum, það er um 7 meq þegar fjær dregur frá belti en í kringum 5 við beltið eða allt að 30 % minna. Skafl sá er verður sunnan skjólbeltis er mestur og liggur lengst einmitt á því svæði þar sem magn þessara tvígildu jóna hefur minnkað. Nú eru aðeins 30 ár síðan þessu skjólbelti var plantað og ekki að vænta eins afgerandi áhrifa af snjóalögum og í snjódældinni sem nefnd var í upphafi þessa pistils og sem hefur um aldir búið við þær aðstæður en áhrifin virðast samt vera nokkuð glögg og ástæða til að gefa gaum að þessum breytingum sem geta orðið á efnamagni jarðvegs sem legið hefur undir snjó. Þá sést það einnig af tölum í töfl- unni að kalímagn er, ef nokkuð er, hærra við skjólbelti en þegar fjær dregur og hagar sér þannig á annan máta en kalsíum og magnesíum. Er þessi niðurstaða mjög í takt við það sem fannst í snjódæld á Árskógs- strönd. Fósfór er lágur í sýni næst skjólbelti og er líklegasta skýring á því að minni áburður hafí lent þar heldur en borið var almennt á túnið en yfirleitt er borið á meira af fosfór en fjarlægt er með uppskerunni og hækkar því innihald hans í jarðveginum í túnum, en gerist að sjálfsögðu hægar ef lítið er borið á. Þessu er öfugt farið með kalíum, af því efni er oftast borið minna á en fjarlægt og því er magn þess í jarð- vegi meira háð uppruna jarðvegsins og ýmsum öðrum ástæðum en hve mikið er fjarlægt í uppskeru. Athugun var gerð í kartöflugarði á Svalbarðsströnd fyrir nokkrum árum þar sem sýrustig, kalsíum og magnesíum reyndist mjög lágt og uppskera var orðin mjög lítil. Upp- skeruauki fékkst í þessum garði þegar borið var í hann kalk. Þá hefur síðar komið í ljós við mælingar á efnamagni í kartöflugörðum að í görðum sem lengi hafa verið notaðir, er oft orðið mjög lítið af kalsíum og magnesíum í moldinni og sýrustig lágt. Að athuguðu máli kemur í Ijós að yfirleitt hafa þessir garðar legið þannig að snjó hefur sett á þá snemma vetrar og þeir ekki frosið áður en þeir fóru undir fönn. Nauðsynlegt hefur reynst að bera í þessa garða dólómitkalk, sem inniheldur bæði kalsíum og magne- síum, með ekki alltof löngu millibili. Varast þarf þó að kalka of mikið í einu þar sem of hátt sýrustig getur valdið kláða á kartöflunum. I þessum görðum hefur kalímagn yfirleitt reynst mjög hátt þrátt fyrir augljósa og mikla útskolun á tvígildum jónum og ber allt að sama brunni með aðstæður og efnamagn í snjódældinni, túninu við skjólbeltið og í þeim kartöflugörðum er síðast voru nefndir. Þó að engar mælingar hafí verið gerðar á tvígildum snefilefnum svo sem kopar og sínki er rétt að hafa í huga hugsanlegan skort á þessum efnum við þessar aðstæður. Nú leggur snjó víðar á tún snemma að vetri heldur en við Framhald á bls. 419. 10.'95- FREYR417

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.