Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 28

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 28
Strútar f stórsókn ó Danmörku Agnar Guðnason, róðunautur Fáar greinar sem ég hefi skrifað um dagana hafið vakið eins mikið umtal og grein sem birtist í Frey í fyrra um rœktun strúta. Jafnvel var ég ásakaður fyrir að vita ekki nákvœmlega um fóðrun strúta, œskilegan húsakost og ýmislegt fleira. Agnar Guðnason. Einn bóndi leitaði til land- búnaðarráðuneytisins og vildi fá að vita hvert hann ætti að sækja um innflutningsleyfi fyrir strútum. Hann var spurður til hvers hann ætlaði að nota strútana og þar sem hann taldi spyrjandann vita lítið um þessa merkilegu búgrein, svaraði bóndinn: „Eg ætla að nota strútana til útreiðar". Hann fékk ekki leyfið. Aukin þekking. Nú veit ég aðeins meira um strúta en fyrir ári. Danir eru nefnilega komnir á fullt skrið í uppeldi strúta og þegar Danir fara af stað þá ganga hlutimir fyrir sig. Stærsti strútabúgarðurinn í Dan- mörku er rekinn af tveimur ungum mönnum, sem hafa kynnt sér ræktun strúta í Englandi, Banda- ríkjunum, Kanada, Hollandi, Þýska- landi og Frakklandi. í þessum löndum er kjöt af strútum komið á markaðinn og þegar orðin töluverð framleiðsla. Býli þeirra félaga heitir Sögaard og er í Tuse Næs. Þeir stefna að því að vera með 100 strútahænur. Eins og er em þeir með 25 hænur og 10 hana. Hver hæna verpir að jafnaði 60 eggjum á ári, en þar af eru aðeins 30 egg frjó. Hvert egg vegur um 1,5 kg. Ef einhver hefði löngun í harðsoðið strútsegg, þá þarf hann að hafa þolinmæði í 45 mínútur meðan verið er að sjóða það. Allir ungar em enn seldir til undaneldis. Það er algengast að hefja framleiðsluna með tveimur hænum og einum hana. Fyrir þessa þrjá fugla fá þeir félaga, sem svarar til tveggja milljóna íslenskra kr. (180 þús. dkr.). Hagkvœmari framleiðsla en af holdagripum. Það væri skynsamlegast að sleppa því að lesa þessa grein fyrir suma, sérstaklega svína- og kjúklinga- bændur. Þeir gætu orðið fyrir áfalli því að strútarnir afkasta miklu meira en þessar tvær búfjártegundir. Hver hæna getur gefið af sér 2,3 Christian Castenskiold og Hans H. Obel. Eggin vega 1,4-1,5 kg. tonn af kjöti á ári með beinum, en beinlaust kjöt er um 575 kg. Þá er miðað við að upp komist 25 ungar í sláturstærð á ári, þeim er slátrað 13 vikna gömlum og vega þá um 100 kg, en beinlaust kjöt af hverjum fugli er um 25 kg. Þetta eru meiri afköst en hjá bestu holda- gripum. Góð nýting er á strútum. Það er kjötið, fjaðrimar og húðin. Kjötið er fitusnautt og bragðast eins og villibráð. I dag er þetta dýrasta kjöt á markaðnum því að eftirspurn í Evrópu er mun meiri en framboðið. Þegar fram líða stundir er gert ráð fyrir að kjöt af strútum verði í svipuðum verðflokki og besta nautakjöt. Fóðrun og aðbúnaður. Strútar þurfa nokkuð mikið land- rými ef þeim er beitt á gras eða grænfóður. Þeir éta hliðstætt fóður og gæsir. Gras og grænfóður, en einnig vel verkað rúllubaggahey gæti hentað á veturna. Þá eru á markaðnum í Danmörku sérstakar fóðurblöndur sem ætlaðar eru strútum, það er ungafóður, eldis- fóður og varpfóður. Strútar eru aldir í Skotlandi og þar þola þeir allt að 30°C frost. Á Sögaard eru litlir kofar með stráþaki, þar sem þeir fara í skjól ef mikið rignir. Ef það gerir hörkufrost að vetri til er þar hægt að hýsa þá í traustum húsum. Trúlega eiga miklir umhleypingar ekki vel við strútana. Þeir þola illa mikinn hita, í Danmörku eiga þeir það til að svitna ef hitinn fer yfir 20°C. Framtíðin og strútarnir. Ég vil taka það fram að ég ætla mér ekki að verða ráðunautur í Framhald á bls. 426. 420 FREYR - 10.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.