Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 30

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 30
TAMNING FJÁRHUNDA Staður: Hvanneyri, Rannsóknahús Tími: 23. - 25. október og 26. - 28. október Umsjón: Gunnar Einarsson Þátttakendur mæta með eigin hunda og vinna með þá á námskeiðinu. Kennsla er að mestu verkleg en að auki eru haldnir fyrirlestrar og sýnd myndbönd um notkun fjárhunda o.fl. Námskeiðið nýtist eigendum Landa- mæra-Collie (Border-Collie) hunda best, en eigendur annarra hunda hafa einnig gagn af námskeiðinu. Hundar sem komið er með á námskeið þurfa að vera a.m.k. 6 mánaða gamlir. Athugið: Hundar sem komið er með á námskeiðið verða að hafa gilt vottorð um bólusetningu við smá- veirusótt (parvoveirusmiti). Bólusetja þarf hundana nokkru fyrir námskeiðið. NÁMSKEIÐ í NÓVEMBER REKSTUR Á SAUÐFJÁRBÚI Staður: Hvanneyri, Rannsóknahús Tími: 31. okt. - 1. nóv. (1. fundur af 5) Umsjón: Jóhannes Sveinbjörnsson Námskeiðið er ætlað sauðfjárbændum, einum eða fleirum frá hverju búi. Á námskeiðinu er markvisst leitað leiða til þess að lækka framleiðslukostnað og auka gæði framleiðslunriar. Meðal annars er lögð áhersla á að skoða áburðar- og vélakostnað, möguleika við stjórnun heygæða, fóðrun og gerð fóðuráætlana, afurðasemi og kynbætur. Þátttakendur vinna með tölur frá eigin búum. Þátttakendur hittast á 5 fundum á 16 mánaða tímabili og vinna verkefni heima á milli. Námskeiðið er skipulagt af af Bændaskólanum á Hvanneyri og Hagþjónustu land- búnaðarins. Námsskeiðið er skipulagt með það fyrir augum að það nýtist vítt og breitt um landið. Þeir sem áhuga hafa á námskeiðinu eru hvattir til að hafa samband við búnaðarsamband sitt eða Bændaskólann. MÁLMSUÐA I Staður: Hvanneyri, Rannsóknahús Tími: 1.-3. nóvember Umsjón: Hilmar Hálfdánsson Námskeiðið er ætlað fólki sem hefur litla reynslu af málmsuðu. Fjallað er um notagildi raf- og logsuðutækja og þátttakendur fá þjálfun í notkun þeirra. Kennsla er að mestu verkleg. Jafnframt er leiðbeint um ýmsa þætti er varða notkun og meðferð efna til málmsmíða. REKSTUR OG VIÐHALD BÚVÉLA Staður: Hvanneyri, Bútæknihús Tími: 2. - 3. nóvember Umsjón: Sigurður Bjarnason Námskeiðið er ætlað öllum notendum búvéla. Farið er yfir viðhald búvéla og verkfæraþörf við lágmarks- viðhald. Fjallað er um kostnað við rekstur búvéla og aðferðir við að halda honum í lágmarki. Kennsla fer fram með fyrirlestrum, samræðum, úrlausnum verkefna, ásamt stuttum verklegum æfingum í að meta þörf á viðgerðum. Þátttakendur vinna með tölur úr eigin rekstri og með nokkrar gerðir búvéla sem eru til staðar á námskeiðsstað. Námskeiðið er skipulagt af Bænda- skólanum á Hvanneyri og Rannsóknastofnun land- búnaðarins - Bútæknideild. BÓKHALD - BÚBÓT 3.5 Byrjendanámskeið Staður: Hvanneyri, Bútæknihús Tími: 6. - 7. nóvember Umsjónarmenn: Þórarinn Sólmundarson Námskeiðið er ætlað byrjendum í notkun bókhalds- forritsins Búbót 3.5. Æskilegt er að þátttakendur mæti með eigin tölvu og vinni verkefni á hana. Forritið verður sett upp á tölvur þeirra sem hafa það ekki. Námskeiðið byggist á verkefnavinnu og fyrirlestrum. Fjallað er um helstu þætti bókhaldsreglna, meðferð fylgiskjala, lög og reglur varðandi VSK, skattalög og bókhaldslög. Farið verður í grunnatriði við skráningu bókhalds, m.a. skrán- ingu færslna, notkun flýtilykla, vinnslulista, afstemm- ingardagbók og uppfærslu bókhalds. Einnig verður farið yfir fyrirspumir og útskriftir á skjá og prentara og VSK- skýrslur. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hólum, Bændasamtökum Islands, Bændaskólanum á Hvanneyri og Búnaðarsambandi Borgarfjarðar. BÓKHALD - BÚBÓT 3.5 Almennt námskeið Staður: Hvanneyri, Bútæknihús Tími: 8. - 9. nóvember Umsjónarmenn: Þórarinn Sólmundarson Námskeiðið er ætlað notendum bókhaldsforritsins Búbót 3.5. Æskilegt er að þátttakendur mæti með eigin tölvu og vinni'verkefni á hana. Námskeiðið byggist á verkefnavinnu og fyrirlestrum. Fjallað er um helstu þætti bókhaldsreglna, meðferð fylgiskjala, lög og reglur varðandi VSK, skattalög og bókhald. Grunnatriði bók- halds verða rifjuð upp en lögð verður áhersla á uppgjör ársins og framtalsgerð. Af einstökum efnisþáttum má nefna fymingarskýrslur, fyrningar fluttar á fjárhag, landbúnaðarframtal, flutning uppgjörs á fjárhag og áramótavinnslur. Námskeiðið er skipulagt af Bænda- skólanum á Hólum, Bændasamtökum Islands, Bænda- skólanum á Hvanneyri og Búnaðarsambandi Borgar- tjarðar. LOÐDÝRARÆKT - MINKUR lífdýraflokkun, kynbœtur, og fl. Staður: Hvanneyri, Rannsóknahús Tími: 6. - 7. nóvember Umsjón: Ævarr Hjartarson Námskeiðið er ætlað minkabændum. Fjallað er um lífdýraflokkun, skinnaflokkun, kynbætur dýra, hreinlæti 422 FREYR - 10’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.