Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 31

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 31
á búum og við fóðurgerð, og hráefni í fóðri. Forritin „Danfox“ og „Danmink" verða kynnt. Leiðbeinendur eru Magnús B. Jónsson, Jón Baldur Lorange og Sigurjón Bláfeld, auk þess mun Stig Andersen frá Danska uppboðshúsinu fjalla um flokkun, verkun og markaðs- mál. Kennslan er bæði bókleg og verkleg, m.a. fá þátt- takendur þjálfun í að meta lifandi dýr. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri, Bænda- samtökum Islands og SIL. LOÐDÝRARÆKT - REFUR lífdýraflokkur, kynbœtur, og fl. Staður: Hvanneyri, Rannsóknahús Tími: 8. - 9. nóvember Umsjón: Ævarr Hjartarson Námskeiðið er ætlað refabændum. Fjallað er um lífdýraflokkun, kynbætur dýra, hreinlæti á búum og við fóðurgerð, og hráefni í fóðri. Forritin „Danfox“ og „Danmink" verða kynnt. Leiðbeinendur eru Magnús B. Jónsson, Jón Baldur Lorange og Sigurjón Bláfeld, auk þess mun Stig Andersen frá Danska uppboðshúsinu fjalla um flokkun, verkun og markaðsmál. Kennslan er bæði bókleg og verkleg m.a. fá þátttakendur þjálfun í að meta lifandi dýr. Námkeiðið er skipulagt af Bænda- skólanum á Hvanneyri, Bændasamtökum Islands og SÍL. ÚTSKURÐUR Staður: Hvanneyri, Bútæknihús Tími: 7. - 9. nóvember Umsjón: Ólafur Eggertsson Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Leiðbeint er um meðferð verkfæra og handbragð við einfaldan útskurð í tré, mynstur og stafagerð. Kennslan er að mestu verkleg. AUÐLINDIR í DREIFBÝLI - ATVINNUTÆKIFÆRI KVENNA Staður: Hvanneyri, Rannsóknahús Tími: 10. - 12. nóvember Umsjón: Hansína B. Einarsdóttir og María G. Líndal Auðlindir í dreifbýli er skemmtilegt og fræðandi námskeið ætlað konum. Meginmarkmið námskeiðsins er að efla áræðni og víðsýni þátttakenda og hvetja þá þannig til að nýta möguleg atvinnutækifæri í nánasta umhverfi. Á námskeiðinu velta allir þátttakendur fyrir sér eigin stöðu, þekkingu, reynslu og möguleikum og læra ákveðna aðferð til að vinna úr reynslu og hug- myndum. Byggt er á vinnu þátttakenda sjálfra og hópvinnu. Á námskeiðinu er lögð rfk áhersla á miðlun upplýsinga, m.a. um breytingar á vinnumarkaði, almenna sjóðakerfið, nýja atvinnumöguleika og félagskerfi landbúnaðarins. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri og Fyrirtækinu Skref fyrir Skref sf. í samvinnu við Kvenfélagasamband íslands. TÓVINNA I Staður: Hvanneyri, Ullarsel Tími: 13. - 15. nóvember Umsjón: Jóhanna Pálmadóttir Námskeiðið er ætlað byrjendum í tóvinnu. Kennt er að taka ofan af, kemba, spinna á rokk og halasnældu og loks að tvinna band. Námskeiðið er skipulagt af Bænda- skólanum á Hvanneyri og Búnaðarsamtökum Vestur- lands. SAUÐFJÁRRÆKT - RÚNINGUR OG MEÐFERÐ ULLAR Staður: Hvanneyri, Rannsóknahús Tími: 15. - 17. nóvember Umsjón: Guðmundur Hallgrímsson Námskeiðið er ætlað fólki með litla reynslu af vél- rúningi. Auk verklegrar kennslu í rúningi er fjallað um frágang, meðferð- og flokkun ullar og áhrif húsvistar á ull. Þátttakendur hafi meðferðis góðan vinnugalla (sem ekki er háll). NAUTGRIPARÆKT - KLAUFSKURÐUR Staður: Hvanneyri, Bútæknihús Tími: 16. - 17. nóvember Umsjón: Sigurður Oddur Ragnarsson Námskeiðið er ætlað kúabændum. Fjallað en um klaufskurð og þátttakendur fá þjálfun í klaufskurði. Auk þess er rætt um fótagerð nautgripa, áhrif umhverfis á klaufir og áhrif ástands klaufa á heilsufar nautgripa. Námskeiðið er verklegt og bóklegt. NAUTGRIPARÆKT - FÓÐRUN MJÓLKURKÚA Staður: Hvanneyri, Rannsóknahús Tími: 20.-21. nóvember Umsjón: Edda Þorvaldsdóttir Námskeiðið er ætlað mjólkurframleiðendum og starfsmönnum þeirra. Fjallað er um meltingu jórturdýra, fóður, fóðrun og helstu fóðrunarsjúkdóma. Rætt er um nýjungar í orku- og próteinmati. NAUTGRIPARÆKT - MJÓLKURGÆÐI OG JÚGURHEILBRIGÐI Staður: Hvanneyri, Rannsóknahús Tími: 22. - 23. nóvember Umsjón: Líneik Anna Sævarsdóttir Námskeiðið er ætlað mjólkurframleiðendum og starfsmönnum þeirra. Fjallað er um júgurbyggingu, bakteríur í mjólk, flokkun mjólkur, og orsakir og afleiðingar júgurbólgu. Farið er yfir áhrif aðbúnaðar og mjaltatækni á júgurheilbrigði og gæði mjólkur. Kennsla er verkleg og bókleg. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri, Búnaðarsambandi Suður- lands og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. 10.'95 - FREYR 423

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.