Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 33

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 33
látið þá vita. Skráningu þátttakenda annast ritarar Bændaskólans, Svava Kristjánsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir. Þær veita jafnframt helstu upplýsingar um námskeið, ásamt endurmenntunarstjóra og umsjónar- mönnum námskeiða. Á Hvanneyri er boðið upp á fæði og húsnæði á sanngjörnu verði meðan á námskeiðsdvöl stendur. Þátttakendur búa á heimavist skólans ásamt nemendum. Við heimavistina er sundlaug og heitur pottur sem íbúar heimavistar hafa aðgang að. Umsjón með móttöku gesta á heimavist hefur Trausti Eyjólfsson. Námskeiðin hefjast kl. 10:00, undantekning er námskeið í loðdýrarækt sem hefst kl. 13:00. Þátt- takendur mæti á námskeiðsstað 10 mín. áður en nám- skeið hefst, námskeiðin eru ýmist haldin í Rann- sóknahúsi, Ullarseli eða Bútæknihúsi (húsi Bútækni- deildar) (sjá námskeiðslýsingu). Almenningssamgöngur við Borgarnes eru greiðar, þátttakendum er útveguð ferð frá Borgarnesi að Hvanneyri, sé þess óskað með fyrirvara. Hér á undan hafa verið kynnt námskeið sem fyrir- huguð eru á haustönn 1995. Vonandi finna sem flestir eitthvað við sitt hæfí, en allar ábendingar varðandi námskeið eru vel þegnar. Þeir sem áhuga hafa fyrir því að fá bækling með upplýsingum um námskeið á Hvanneyri sendan heim, eru hvattir til þess að hafa samband við skrifstofu skólans. Hringdu að Hvanneyrí og fáðu upplýsingar um námskeiðin sími 437 0000. Mikilvœgt er að hafa samband með fyrirvara. Takmarka þarf fjölda þátttakenda á mörgum námskeiðum. Námskeið á Austurlandi Bœndaskólarnir á Hólum og Hvanneyri og Búnaðarsamband Austurlands hafa samvinnu um námskeiðhald á Austurlandi. Eftirtalin námskeið verða íboði þar á haustönn. Búnaðarsamband Austurlands annast nánari kynningu og skráningu á námskeiðin. Rafgirðingar ...31. okt. - 1. nóv. Nautgriparækt - klaufskurður 7,- 8. nóv. Rekstur á sauðfjárbúi 14,- 15. nóv. Bókhaldsnámskeið - Búbót 3.5. ... 20,- 21. nóv. Rekstur og viðhald búvéla 21,- 22. nóv. Ullarlitun 27,- 28. nóv. Flókagerð 29,- 30. nóv. þess er rætt um fótagerð nautgripa, áhrif umhverfis á klaufir og áhrif ástands klaufa á heilsufar nautgripa. Námskeiðið er verklegt og bóklegt. REKSTUR Á SAUÐFJÁRBÚI Tími: 14. - 15. nóvember, (1. fundur af 5) Umsjón: Jóhannes Sveinbjömsson RAFGIRÐINGAR Tími: 31. október. - 1. nóvember Umsjónarmaður: Grétar Einarsson Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. í bóklega þættinum er fjallað um spennugjafa, efni til rafgirðinga, uppsetningu, vinnuþörf og öryggisatriði. I verklega þættinum er leiðbeint um uppsetningu, farið yfir hand- brögð og almennan frágang á girðingum. Námskeiðið er skipulagt af Bútæknideild Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og Bændaskólanum á Hvanneyri NAUTGRIPARÆKT - KLAUFSKURÐUR Tími: 7. - 8. nóvember Umsjón: Sigurður Oddur Ragnarsson Námskeiðið er ætlað kúabændum. Fjallað en um klaufskurð og þátttakendur fá þjálfun í klaufskurði. Auk Námskeiðið er ætlað sauðfjárbændum, einum eða fleirum frá hverju búi. Á námskeiðinu er markvisst leitað leiða til þess að lækka framleiðslukostnað og auka gæði framleiðslunnar. Meðal annars er lögð áhersla á að skoða áburðar- og vélakostnað, möguleika við stjórnun heygæða, fóðrun og gerð fóðuráætlana, afurðasemi og kynbætur. Þátttakendur vinna með tölur frá eigin búum. Þátttakendur hittast á 5 fundum á 16 mánaða tímabili og vinna verkefni heima á milli. Námskeiðið er skipulagt af af Bændaskólanum á Hvanneyri og Hagþjónustu land- búnaðarins. BÓKHALD - BÚBÓT 3.5 Tími: 20. - 21. nóvember Umsjónarmenn: Þórarinn Sólmundarson Námskeiðið er ætlað núverandi eða væntanlegum notendum bókhaldsforritsins Búbót 3.5. Æskilegt er að þátttakendur mæti með eigin tölvu og vinni verkefni á 10.'95 - FREYR 425

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.