Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 2

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 2
m til mwuNmi HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR. ELFA-LVI Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30- 300 lítra, útvegum aðrarstærðir frá 400-10.000 lítra. ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndurvið íslenskaraðstæður. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 - ® 5622901 og 5622900 ///• - Básamottur Islensku 'PV -Básamotturnar eru riflaðar eða með bollum. - Gæðavara á góðu verði. Vorum að fá innfluttar mottur á lager. GÆTIR HAGSMUNA BÆNDA GUMMIVINNSLAN HF. Réttarhvammi 1 - 603 Akureyri Sími 461 2600 Fax: 461 2196 MOMR Sjálfsvíg méðal breskra bœnda Opinberir aðilar á Stóra-Bretlandi hafa að undanfömu beint athygli sinni í vaxandi mæli að sjálfsvígunr meðal breskra bænda og aðgerðum til varnar gegn þeinr. A land- búnaðarsýningu í Wales nýlega var kynnt upplýsingaefni um þá hjálp sem stendur til boða fyrir bændur sem þjáist af streitu og/eða þung- lyndi. Upplýsingaefnið fjallar m.a. unr ástæður fyrir streitu og þunglyndi, hvernig þekkja megi einkennin og hvar hjálpar sé að leita. Efnið er ekki eingöngu ætlað þeim sem við þessi vandamál eiga að glíma heldur einnig þeim sem eru í sambandi við þá, svo sem ná- grannar, ráðunautar, dýralæknar og jat'nvel bréfberar, og eru í aðstöðu til að koma til hjálpar áður en það er um seinan. Upplýsingaefnið er brúin yfir gjána milli bóndans sem þarf á hjálp að halda og þeirrar aðstoðar sem honum stendur til boða. (Landsbladet nr. 34/'95). Smjörfjallið er horfið Það er ekki einungis kornbirgðir í heiminum sem eru í lágmarki. Birgðir mjólkurafurða eru einnig að heita má horfnar. Hið fræga „smjörfjaH" ES er horfið samhliða hækkandi heimsmarkaðsverði á mjólkurafurðum. Smjörverð hefur tvöfaldast og verð á mjólkurdufti hækkað um 40% á einu ári. Búist er við að eftirspurn eftir mjólkur- vörum aukist enn þar sem vitað er að kornuppskera í Rússlandi varð léleg í ár. A hinn bóginn geta Rússar ekki vænst þess að fá smjör á sama verði og í fyrra. (Bondabladet nr. 37/1995).

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.