Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 8

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 8
Auka-Búnaðarþing 1995 Auka-Búnaðarþing 1995 kom saman til fundar í Bœndahöllinni í Reykjavík, þriðjudaginn 10. október 1995 kl. 10:30. Gerðir fundarins voru: 1. Þingsetning. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka Islands, setti þingið og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Hann rifjaði upp að í lok Bún- aðarþings í mars sl. hefði blasað við að erfiðir tímar væru framundan í íslenskum landbúnaði. Áhyggjur hefðu verið um út- færslu GATT-samningsins, sem tók gildi 1. júlí á þessu ári, en úr því hefði ræst fram að þessu. Síðastliðinn vetur var erfiður og veðrið í sumar reyndist mörgum bónda þungt í skauti. Endurskipu- lagning Bændasamtakanna hefur orðið að víkja fyrir tímafrekum samningum um endurskoðun sauð- fjárhluta búvörusamnings. Sá samn- ingur lægi nú fyrir og verður aðalmál þessa auka-Búnaðarþings. Ari hvaðst treysta Búnaðarþingi til að leiða það mál farsællega til lykta. 2. Kosning kjörbréfa- nefndar. Eftirtaldir voru samhljóða kosnir í kjörbréfanefnd: Bjarni Guðráðsson, Jón Gíslason og Orn Bergsson. 3. Ávarp landbúnaðarróð- herra, Guðmundar Bjarnasonar. Ráðherra gat þess í upphafi að nauðsynlegar aðgerðir til lausnar á vanda sauðfjárbænda hefði verið eitt af málefnum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá sl. vori. Búvörusamningur frá 1991 um sauðfjárrækt hefði verið kominn í þrot þar sem að í stað 8.150 tonna greiðslumarks samkvæmt áætlun búvörusamnings stefndi í 5.700 tonna greiðslumark fyrir verðlags- árið 1997/1998. Ari Teitsson, formaður Bœndasamtaka íslands, setur Auka-Búnarðarþing. (Ljósm.: Bœndablaðið, Á.Þ.). Hagþjónusta landbúnaðarins hefði fundið út að launatekjur af 300 - 400 ærgilda sauðfjárbúi hefðu verið kr. 770 þús. árið 1993 en stefndu að óbreyttu í 270 þús. kr. árið 1996. Til að afstýra þessu hefði hann skipað menn í samninganefnd fyrir hönd ríkisins til viðræðna við Bændasamtökin hinn 16. maí sl. Nefndin hefði strax hafist handa ásamt fulltrúum Bændasamtakanna og hefði nýr samningur verið undir- ritaður 1. október sl. Meðal megin- atriða hans væri að tekjugrund- völlur sauðfjárbænda væri treystur, tekið væri tillit til hagsmuna neyt- enda, aukinn sveigjanleiki í fram- leiðslustjórn og verðlagningu. Þá væru bændum auðveldaðar breyt- ingar á búháttum og auðvelduð búskaparlok og lagt væri fé til vöruþróunar og markaðsrannsókna. Ráðherra lét að lokum í ljós að hann teldi fjárhagsramma nýja samningsins vel viðunandi fyrir bændur, ekki síst m.t.t. glímu ríkissjóðs við hallarekstur. 4. Gerð grein fyrir þingfull- trúum. Örn Bergsson gerði grein fyrir störfum kjörbréfanefndar. Eftirfar- andi fulltrúar sitja þingið: Bsb. Kjalarnesþings Guðmundur Jónsson, bóndi, Reykjum Bsb. Borgarfjarðar Bjarni Guðráðsson, bóndi, Nesi Þórólfur Sveinsson, bóndi, Ferjubakka II Bsb. Snæfellinga Guðbjartur Gunnarsson, bóndi, Hjarðarfelli Bsb. Dalamanna Bjami Ásgeirsson, bóndi, Ásgarði Bsb. Vestfjarða Ágúst Gíslason, bóndi, ísafirði Birkir Friðbertsson, bóndi, Birkihlíð Hilmar Össurarson, bóndi, Kollsvík Bsb. Strandamanna Georg Jón Jónsson, bóndi, Kjörseyri 440 FREYR -11 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.