Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 11

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 11
BÆNDASKÓLINN Á HVANNEYRI Búfræðinám er nauðsyn Við stöndum frammi fyrir harðnandi samkeppni sem krefst þekkingar. Við stöndum einnig frammi fyrir því að byggja upp atvinnulíf í sveitum. Þess vegna er búfræðinám nauðsyn. Búfræðinámið er tveggja ára nám. Það er fjölbreytt nám sem kemur inn á flestar búgreinar. Möguleikar eru á nokkurri sérhæfingu eftir valgreinum og sviðum. Stúdentar geta lokið námi á einu ári. Umsóknarfrestur er til 1. desember nk. fyrir þá sem vilja hefja nám í janúar 1996. Einnig fyrir þá sem vilja koma til náms á 5. eða 6. önn vorið 1996. Við veitum nánari upplýsingar í síma 437 0000 Bændaskólinn á Hvanneyri 311 Borgarnes 7. Skýrsla formanns, Bœndasamtaka íslands um endurskoðun á búvörusamningi. Formaður Bændasamtaka ís- lands, Ari Teitsson, fjallaði ítarlega í máli og myndum um nýgerðan Búvörusamning í sauðfjárrækt. 8. Almennar umrœður. Forseti bað þingfulltrúa í upphafi almennra umræðna að hnitamiða mál sitt og stilla ræðutíma sínum í hóf þannig að ekki þyrfti að skerða ræðutíma fulltrúa. Þessir tóku til máls: Birkir Friðbertsson. Hann var þeirrar skoðunar að samningamenn bænda hafi ekki farið til fundar við ríkisvaldið til þess að vinna að framgangi ályktunar Búnaðarþings um málefni sauðfjárræktarinnar frá því í vor. Hann lýsti óánægju sinni með það að sláturleyfishafar fengju samkvæmt samningnum allt kjöt í umboðssölu með tilheyrandi baráttu á markaðnum. Hann taldi samn- ingana vera framleiðsluhvetjandi og rugla menn ennþá meira í ríminu en áður. Hann taldi litlar líkur til þess að „framhjásalarnir" muni láta af sínum leik, við þær aðgerðir sem samningurinn markar. Aðalmark- mið samningsins er að ná sem flestu fé í sláturhús, en það virðist vera mest þeim í hag sem framleiddu meira en gamli samningurinn leyfði. Þetta taldi hann vera besta dæmið um siðfræði nýja samn- ingsins. Hann var þeirrar skoðunar að framleiðsluna þyrfti að færa til þeirra sem mestar afurðir hefðu eftir kind og besta framleiðni í greininni, en ekki öfugt eins og honum sýndist samningurinn hvetja til. Breytingar á búvörusamningi stækka ekki markaðinn fyrir íslenskt kindakjöt. Hringl og stefnuleysi útilokar möguleikana á skynsamlegum rekstri hjá þeim sem best eru til þess fallnir að stunda sauðfjárrækt. Þá spurðist hann fyrir um það hvort örlög mjólkurframleiðslunnar yrðu hin sömu að tveimur árum liðnum þegar kæmi að samningagerð um nýjan búvömsamning í mjólk. Hann lýsti því að lokum yfir að þennan samning gæti hann aldrei samþykkt. Lárus Sigurðsson. Hann þakkaði í upphafi ræðu sinnar samninga- nefndarmönnunum fyrir að hafa náð þó þeim árangri sem þeir náðu. Miðað við aðstæður og þrátt fyrir að sumir Búnaðarþingsfulltrúar hefðu reynt að spilla fyrir samninga- umleitununum á viðkvæmu stigi taldi hann samninginn hafa margt gott í för með sér. Hann var þeirrar skoðunar að sem allra minnst af kindakjötsbirgðunum ætti að ráð- stafa á innanlandsmarkaði. Hann var ekki þeirrar skoðunar að veru- legrar fækkunar sláturhúsa væri þörf. Hann taldi að slíkar aðgerðir hefðu það í för með sér að margir bændur misstu af lífsnauðsynlegum aukatekjum. Hann spurðist fyrir um hvemig fyrirhugað væri að ná fram framleiðslusamdrætti ef uppkaup gengju ekki eftir. Hann taldi að Búnaðarþing ætti í ljósi aðstæðna sjálft að samþykkja samninginn, en 11 '95- FREYR 443

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.