Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 14

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 14
samþykktan samningnum að mörgu leyti. Hann kvað framleiðslu- spennuna vera að fjara út og að frjáls verðlagning væri á næsta leiti. Hann lýsti því yfir að hann myndi samþykkja samninginn, en taldi að meiri peninga þyrfti til þess að takast á við birgðavandamálið. Við verðum að nýta a.m.k. 400 milljónir kr. til viðbótar innan ramma samn- ingsins til þess að takast á við þetta vandamál. Ef það dugir ekki til verðum við að vera reiðubúnir til þess að taka á okkur verðskerðingu. Varðandi almenna atkvæðagreiðslu á meðal bænda kvaðst hann í grundvallaratriðum vera sammála þeim sem vildu að mál sem þetta ætti að fara í slíka atkvæðagreiðslu, en skilgreiningu skorti á því hverjir væru sauðfjárbændur. Hann lagði síðan fram eftirfarandi bókun frá stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda, dags. 10. október 1995 varðandi þetta mál: „Stjórn L.S. mœlir eindregið með því að Búnaðarþing samþykki nýgerðan búvörusamning í sauð- fjárrœkt og að sem fyrst verði unnt aðfara að vinna eftir honum. M.a. vegna þessa og einnig að ekki munu liggja fyrir reglur um almenna atkvœðagreiðslu bœnda telur stjórnin ekki aðstœður til að efna til hennar að þessu sinni. Stjórnin lítur svo á að samningur þessi sé íflestum atriðum ísamrœmi við samþykkt aðalfundar L.S. 1995. Stjórnin telur sérstaklega brýnt að uppkaupa- og fœkkunartilboð verði frágengin hið fyrsta og farið verði að vinna að því að losna við umframbirgðir og þœr fiuttar úr landi að svo miklu leyti sem unnt er. “ Jón Gíslason. Hann taldi að þingið hefði talsvert verk að vinna við að útfæra ýmis atriði samn- ingsins. Við verðum að vera tilbúin til þess að viðurkenna það að okkur hefur mistekist að halda markaðs- stöðu kindakjötsins og að sauð- fjárræktin mun í framtíðinni standa og falla með því að betur takist til í þeim efnum. Hann taldi marga bændur ekki gera sér grein fyrir kröfum markaðarins um hvers konar kjöt hann vill. Við þurfum að hætta stöðugt að kenna öðrum um. Við þurfurn að móta breytingar á stefnunni í markaðs- og sölu- málunum, s.s. eins og reglugerð um innvigtun kjöts. Við eigum ekki að bjóða til sölu vöru sem neytandinn vill ekki sjá. Hann benti á nauðsyn þess að samningurinn gæfi mögu- leika á því að sumarslátrun væri verðbætt. Hann lagði mikla áherslu á að þessu ákvæði yrði komið í kring strax næsta haust. Þá taldi hann vanta frekari hvata í samn- inginn til þess að fá menn til að draga úr framleiðslu. Hann lýsti áhyggjum sínum yfir því að setja ætti hluta af birgðavandanum inn á innanlandsmarkaðinn. Meðan við erum að velta á undan okkur miklu birgðavandamáli er mjög erfitt um vik við að lengja sláturtímann. Þá vildi hann að ákvæðið um heim- tökurétt á heimilismann yrði óbreytt og væri ekki látið naska rétti bænda til undanþágu frá útflutningi. Að lokum lýsti hann sem skoðun sinni að rétt væri að samningurinn færi í atkvæðagreiðslu á meðal bænda, að því tilskildu að þingið gæti komið sér saman um skynsamlegar reglur um hvernig að atkvæðagreiðslunni skuli staðið. Halldór Gunnarsson. Hann benti mönnum á það að samn- ingurinn sem fyrir lægi hefði verið lagður fyrir fundinn til samþykktar eða synjunar og það væri miður. Hann taldi samþykkt síðasta búvörusamnings eiga sinn þátt í þeim vanda sem bændur stæðu frammi fyrir nú. Birgðavanda innan greiðslumarks upp á rúmlega 2.200 tonn, umsýslukjöt upp á 400 tonn til yiðbótar og síðan bætast við önnur 8.900 tonn af kjöti nú í haust. Við verðum hins vegar að samþykkja þennan samning því að samninga- nefndin komst eins langt og hægt var að komast á þessari stundu. Samninginn verður hins vegar að samþykkja eða synja. Hann taldi að það yrði aldrei sátt um það á meðal bænda að birgðavandanum yrði skellt inn á innanlandsmarkaðinn. Því þarf að flytja út svo fljótt sem auðið er a.m.k. 4000 tonn. Hann gerði það ennfremur að tillögu sinni að ef Búnaðarþing samþykkti samninginn með meira en tveimur- þriðju hlutum atkvæða þá teldist hann samþykktur sem endanlegur, en ef ekki þá yrði hann lagður fyrir bændur í almennri atkvæðagreiðslu á meðal greiðslumarkshafa. Þá lagði hann fram eftirfarandi tillögu til afgreiðslu: „Samþykkt verði að taka lán í samrœmi við samninginn allt að kr. 250 milljónir til viðbótar þeim 250 milljónum sem samningurinn áœtlar til birgðaráðstafanna. Krón- um 500 milljónum sé þannig varið til ráðstöfunar birgða erlendis á þessu ári. Einsfljótt og við verði komið séu gerðar lagfœringar á samningnum sem nánar verði skilgreindar. “ Þá gat hann þess að lokum að Eggert Pálsson, t.v., og Guðmundur Lárusson. (Ljósm.: Bœndablaðið, A.Þ.). 446 FREYR -11 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.