Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 17

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 17
Bændur athugið! Hjá Þórshamri á Akureyri fáið þið varahluti í bíla og búvélar, rekstrarvörur og viðgerðar- þjónustu. Einnig í bíla og búvélar, bæði notað og nýtt. Betri þjónusta! Betra verð! Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. (BIFREIOAVERKSTÆÐIÐ PÓRSHAMAR HF. 600 AKUREYRI • SIMI 462 2700 BILASALA • BÚVÉLASALA - VARAHLUTIR VIÐGEROIR ■ SMURSTÖD - MÁLNING á innanlandsmarkað verði sér- snyrtar og merktar sem eldri fram- leiðsla. Hann kvaðst fullviss um að verðið myndi lækka of mikið ef treysta eigi sláturleyfishöfunum fyrir því að berjast á frjálsum markaði án nokkurrar stýringar. Sláturleyfishafar munu einfaldlega borga bændum fyrir afurðirnar eftir því sem þær seljast. Hann kvaðst telja að samningurinn væri mun betri fyrir þá aðila sem hefðu betri aðgang að markaðnum landfræði- lega. Þá kvað hann það vera staðreynd að samningurinn væri hér lagður fram til samþykktar eða synjunar og því væri eingöngu hægt að leggja til breytingar varðandi útfærsluatriði hans. Hvað varðar atkvæðagreiðslu um samninginn þá taldi hann það vera ósigur fyrir nýsameinuð Bændasamtök ef þau gætu ekki gefið sér nokkra daga til þess að láta hann fara í atkvæða- greiðslu hjá greiðslumarkshöfum í sauðfé. Að sama skapi taldi hann það eingöngu eiga að vera greiðslu- markshafar í mjólk sem greiða atkvæði um nýjan búvörusamning um mjólkurframleiðslu. Þessi samningur er að það miklu leyti frábrugðinn þeim gamla að til þess að hann geti öðlast gildi þarf að breyta búvörulögunum. Sú vinna tekur án efa drjúgan tíma fyrir Alþingi. Það er hins vegar algjört grundvallaratriði fyrir þessi nýju samtök að þau leyfi bændum að greiða atkvæði um hann. Ingi Tryggvason. Hann taldi flesta vera sammála um það að margt í samningnum hefði mátt betur fara. Hann benti hins vegar á að Bændasamtökin hafi ekki verið ein við samningaborðið. Hann taldi að útfæra þyrfti nánar ýmis atriði samningsins. Hann kvaðst telja samþykktir Bændasamtakanna kveða á um að ef Búnaðarþing ákvæði að vísa samningnum til almennrar atkvæðagreiðslu, yrði það samkvæmt samþykktunum að vera á meðal allra bænda. Hann taldi hins vegar vera meiri reisn yfir því að þetta þing tæki á sig rögg og afgreiddi samninginn sjálft. Til þess | að atkvæðagreiðsla á meðal bænda geri gagn verða að vera til hald- góðar reglur um hvemig slík atkvæðagreiðsla á að fara fram. Þessir samningar koma bænda- stéttinni allri sem heild mikið við, þó að auðvitað hafi þeir meira að segja fyrir sauðfjárbændur en þá bændur er stunda aðrar búgreinar. Því á þetta þing, saufjárbændur jafnt sem aðrir bændur, sem þar sitja að afgreiða samninginn sjálft. Þá spurðist hann fyrir um hvað „frjáls verðlagning" sauðfjárafurða þýddi? Hann taldi það vera mjög óljóst í dag hvað þetta frelsi þýddi. Hann lagði á það höfuðáherslu að bændur stjómuðu afurðastöðvunum, en ekki öfugt. Öðmvísi getur frjáls verð- lagning ekki gengið. Hann kvaðst að lokum munu gjalda samningnum samþykki sitt. Bergur Pálson. Hann lýsti í upphafi máls síns yfir því að hann myndi ljá samningnum samþykki sitt. Hann lýsti fyrst og fremst yfir ánægju sinni með þann fjár- hagsramma sem tekist hefði að fá fram í samningnum. Hann var ennfremur ánægður með aftengingu beingreiðslna og framleiðslunnar í samningnum. Sauðfjárræktin getur ekki lotið öðrum lögmálum en aðrar búgreinar. Hann minntist því næst á endurúthlutunarkaflann og taldi honum flest til foráttu. Betra væri að hjálpa þeim aðilum sem byggju með minnstu búin til þess að hætta alveg frekar en að vera að úthluta þeim einhverri agnarögn greiðslu- marks til viðbótar. Betra væri að ráðstafa þeim fjármunum sem hugsaðir væru til endurúthlutunar í markaðassetningu afurðanna, því að það kæmi öllum bændum jafnt til góða. Sláturkostnaður er langt ofan við það sem gerist í nágranna- löndunum. Nota þarf 50% af vaxta- og geymslugjaldinu í hagræðingu við slátrun með lækkun á slátur- kostnaði í huga. Einnig verði hluti af gjaldinu notaður í uppbætur á dilka utan venjulegs sláturtíma. Við sem erum í sauðfjárræktinni verðum að læra af því sem vel er gert í markaðsmálum hjá öðrum greinum. Við verðum að komast hjá því að setja þær birgðir sem við þurfum að losa okkur við á innanlandsmarkað. Slíkt mun hafa algjöra sprenginu á kjötmarkaðnum í för með sér. Þá var hann þeirrar skoðunar að taka þurfi greiðslur eins og jarðabótaframlög inn í U '95- FREYR 449

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.