Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 18

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 18
búvörusamninga í framtíðinni. Að lokum varaði hann við því að fulltrúar væru að tala á lands- hornagrundvelli þegar þeir fjölluðu um samninginn. Hrafnkell Karlsson. Hann var ánægður með það hversu mál- efnaleg umræðan hefði verið um samninginn fram til þessa. Hann taldi að menn yrðu að líta á samninginn í ljósi þess að fulltrúar bænda hefðu ekki verið einir við samningaborðið. Því væru hugsan- lega í honum einhver atriði sem samninganefndarmenn bænda væru ekki ánægðir með, en hefðu ekki talið sig geta fengið breytt. Varð- andi uppkaupaskilyrðin var hann ekki sammála þeim sem vildu skilyrða uppkaupin með því að viðkomandi megi ekki fara yfir í aðra kjötframleiðslu. Hann vildi eiga gott samráð við aðila vinnu- markaðarins, en hafnaði því algjör- lega að þeir væru látnir um að móta stefnuna í málefnum landbúnað- arins. Við stígum viss skref í frjálsræðisátt hvað varðar verð- lagningu afurðanna með þessum samningi og ef við nýtum þau ekki missum við af tækifærinu til þess að hafa áhrif á óumflýjanlegt ferli. Varðandi almenna atkvæðagreiðslu á meðal bænda þá taldi hann að sú tímapressa sem við erum nú í réttlæti ekki það að gefa bændum ekki kost á að segja álit sitt á samningnum og lagði því eindregið til að sá háttur yrði hafður á. Hann kvaðst vera sveigjanlegur í afstöðu sinni varðandi hverjir skuli vera á kjörskrá, en taldi engu að síður að hún hljóti í stærstum dráttum að takmarkast við greiðslumarkshafa í sauðfjárrækt. Georg Jón Jónsson. Hann kvaðst ekki vera ánægður með samn- inginn, en taldi það fara eftir framkvæmd hans hvort hægt væri að una við hann. Þar nefndi hann fyrst 3. grein samningsins um inn- legg í afurðastöð, uppgjör o.s.frv. og fannst vanta fjölmargar skýr- ingar varðandi þann lið. Hann gagnrýndi ennfremur seinaganginn við samningagerðina og fannst þar fyrst og fremst vera við ríkisvaldið að sakast. Hann taldi að það væri ekki nægileg afsökun að segja að ekki væru til reglur fyrir atkvæða- Þingfulltrúar, f.v., Sigurbjartur Pálsson og Einar Eiríksson. (Ljósm.: Bœnda- blaðið, Á.Þ.). greiðslu á meðal bænda til þess að komast hjá henni. Við erum með þetta í samþykkktum okkar og verðum að standa við það ákvæði. Reglumar verður einfaldlega að setja og þær eiga að miðast við greiðslumarkshafa í sauðfjárrækt. Samningurinn felur ekki lengur í sér eingöngu stuðning við sauð- fjárræktina beint sem búgrein, heldur er hér um að ræða einhvers konar byggðastuðning. Hann efað- ist um að uppkaupamarkmið samn- ingsins myndu nást og því yrði ekki úr miklu að moða við endur- úthlutun. Þá var hann þeirrar skoðunar að endurúthlutunarreglan yrði að taka visst tillit til umhverfis- vemdar sjónarmiða. Hann kvað þann texta samningsins er lyti að heimaslátrun og framhjásölu vera mjög veikt orðaðan. Varðandi uppkaup greiðslumarks var hann þeirrar skoðurtar að þau ættu að tengja við skilyrði um það að viðkomandi aðilar ykju ekki framleiðslu sína í öðrum kjöt- greinum. Þá taldi hann frjáls við- skipti ineð greiðslumark samkvæmt gamla samningnum hafa skaðað mjög uppkaupin. Þá lýsti hann sig þeirrar skoðunar að nýi samn- ingurinn gerði kröfu um að Alþingi breytti ekki einungis búvörulög- unum, heldur einnig fleiri lögum, eins og lögum um búfjárhald og e.t.v. fleiri. Hann kvaðst sjá ýmis tormerki á því jið samningurinn gengi upp og undirstrikaði nauðsyn þess að betri árangri yrði að ná í markaðsmálunum ef hann ætti að standast. Þá taldi hann brýnt að sauðfjárafurðimar yrðu unnar meira úti í byggðum landsins í stað þess að senda þær að mestu óunnar til höfuðborgarinnar. Guðmundur Lárusson (öðru sinni). Hann ítrekaði fyrri mál- flutning sinn og kvaðst ekki sáttur við svör Þórólfs Sveinssonar við honum. Hann setti fram dæmi um endurúthlutun greiðslumarks til tveggja bænda, annars vegar bónda sem eingöngu stundaði sauðfjár- rækt og hins vegar bónda sem væri með blandað bú. Hann taldi að þetta dæmi sýndi glöggt fram á verulega mismunun á milli bændanna tveggja. Orn Bergsson (öðru sinni). Hann ræddi um málefni afurðastöðvanna og benti á að í flestum tilfellum væru það bændur sjálfir sem væru í forsvari fyrir afurðastöðvamar. Hann taldi að bændur yrðu að taka málefni afurðastöðvanna meira í sína stjóm ef takast ætti að halda uppi verðinu, nú þegar við erum að feta okkur á braut frjálsrar verð- lagningar. Bændur voru samkvæmt gamla samningnum alltof mikið slitnir úr tengslum við markaðinn. Bændur verða sjálfir að koma beint að markaðsmálum afurða sinna. Þá taldi hann að sú hvatning sem í samningnum fælist þess efnis að bændur kæmu með meira kjöt í sláturhús virkaði á sama tíma letjandi á heimaslátrun. Haukur Halldórsson. Hann taldi að meðgöngutími samnings hefði verið of langur, en verkið hefði verið bæði vandasamt og erfitt. Hann fjallaði um afstöðu aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda til samningsdraga þeirra sem lögð voru fram á aðalfundi LS á Brúarási og ennfremur um afstöðu Búnaðar- þingsfulltrúa á fundinum á Staðar- flöt. Hann taldi að í samningnum væri ýmislegt sem væri af hinu 450 FREYR -11 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.