Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 26

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 26
atkvæðagreiðslu. Því tel ég að fyrir- liggjandi Búvörusamningur eigi að fara í almenna atkvæðagreiðslu greiðslumarkshafa í sauðfé og tek ekki þátt í afgreiðslu hans. Hrafnkell Karlsson sagði já Hörður Harðarson sagðijá Ingi Tryggvason sagði já Jóhannes Ríkharðsson sagði já Jón Benediktsson sagði já Jón Gíslason sagði já Jónas Helgason vísaði til bókunar Hilmars og greiddi ekki atkvæði Karl S. Björnsson sagði já Kjartan Olafsson sagði já Kristján Agústsson sagði já Lárus Sigurðsson sagði já Pétur Helgason sagði já Rögnvaldur Ólafsson vísaði til bókunar Hilmars og greiddi ekki atkvæði Sigurbjartur Pálsson sagði já Sigurður Þráinsson sagði já Sigurgeir Hreinsson sagði já Sólrún Olafsdóttir sagði já Tómas Gunnar Sæmundsson vísaði til bókunar Hilmars og greiddi ekki atkvæði Þórólfur Sveinsson sagðijá Örn Bergsson sagðijá Aðalsteinn Jónsson sagði já Agúst Gíslason sagði já Álfhildur Ólafsdóttir sagði já Ari Teitsson sagði já Bergur Pálsson sagði já Birkir Friðbertsson sagði nei Bjarni Ásgeirsson vísaði til bókunar Hilmars og greiddi ekki atkvæði Bjarni Guðráðsson sagði já Eggert Pálsson sagði já Guðbrandur Hannesson sagði já (varamaður Einars E. Gíslasonar) Einar Eiríksson sagði já Georg Jón Jónsson vísaði til bókunar Hilmars og greiddi ekki atkvæði Guðbjartur Gunnarsson sagði já Guðmundur Baldursson sagði já Tillaga á þingskjali nr. 1 var því samþykkt með 30 atkvæðum gegn 1. 6 greiddu ekki atkvæði og tveir voru fjarverandi. 2. Fyrir var tekið mál nr. 1 á þingskjali nr. 8. Framsögumaður Framleiðslu- og kjaranefndar, Aðalsteinn Jónsson, mælti fyrir áliti nefndarinnar. Engar umræður urðu um málið og var því gengið til atkvæða. Atkvæðagreiðsla fór þannig að tillagan var samþykkt með 31 samhljóða atkvæði. 3. Fyrir var tekið mál nr. 2 á þingskjali nr. 4. Framsögumaður Fjárhagsnefnd- ar, Eggert Pálsson, mælti fyrir áliti nefndarinnar. Engar umræður urðu um málið og var því gengið til atkvæða. Atkvæðagreiðsla fór þannig að tillagan var samþykkt með 24 atkvæðum gegn 1. 4. Fyrir var tekið mál nr. 1 á þingskjali nr. 9. Framsögumaður Framleiðslu- og kjaranefndar, Aðalsteinn Jónsson, mælti fyrir áliti nefndarinnar. Forseti gaf síðan orðið frjálst um málið. Rögnvaldur Ólafsson tók til máls um tillöguna. Frekari umræður urðu ekki um tillöguna og var því gengið til atkvæða. Atkvæðagreiðsla fór þannig að tillagan var samþykkt með 32 samhljóða atkvæðum. Forseti leitaði síðan eftir heilmild þingsins til þess að ganga síðar frá fundargerð fundarins í samráði við ritara gerðarbókar. Veitti fundurinn þá heimild. Forseti gaf að síðustu Ara Teitssyni, formanni Bændasamtaka íslands, orðið. Hann þakkaði full- trúum fyrir vel unnin störf á þinginu. Hann kvað það ljóst að menn væru misánægðir með þær ákvarðanir sem teknar hefðu verið á þinginu, en lét í ljósi ósk um að menn slíðruðu nú sverðin og sneru bökum saman í þeirri vinnu sem framundan væri við að tryggja það að nýsamþykktur samningur um sauðfjárframleiðslu verði bændum til heilla í framtíðinni. Hann þakkaði forsetum, skrifurum og starfsmönnum fundarins fyrir vel unnin störf og óskaði fulltrúum góðrar heimferðar. Að svo mæltu sleit hann Auka-Búnaðarþingi 1995 og var klukkan þá 15:00. Gylfi Þór Orrason ritaði fundargerð. Af lífrœnni framleiðslu í Noregi Frá því segir í norska Bænda- blaðinu að nú fyrst eigi þeir bændur í Noregi sem stunda kjötframleiðslu eftir lífrænum aðferðum von á því að eiga möguleika á því að koma afurðum sínum á framfæri við neytendur með skipulegum hætti. Hingað til hefur framleiðsla bænda, sem stunda lífrænan búskap að mestu lent í „stóra sekknum“ þar sem engin greinarmunur er gerður á uppruna vörunnar. Breytingin verður með því að „Norsk kjött“ sem eru heildar- samtök norskra kjötframleiðenda og þjóna nær öllum kjötmarkaði í Noregi hafa í samvinnu við Samtök lífrænna framleiðenda (Norsk ökologisk landbruk) ákveðið að opna leiðir fyrir þessa framleiðslu frá bónda til neytenda með því að ákveðin sláturhús taki þessa fram- leiðslu „alvarlega" og geri það sem gera þarf til að hún komist sem slík til neytenda. í blaðinu er viðtal við kúabónda, Leif Holgersen sem býr rétt hjá Haugasundi. Hann rekur félagsbú með syni sínum á jörð sem hefur aðeins 23 ha lands til umráða og af þeim eru 9 ha ræktað beiti- land. Af því landi framleiða þeir um 98 þús. 1 af mjólk og ala alla kálfa til kjötframleiðslu. Nú eru fjögur ár síðan þeir byrjuðu að breyta búskaparháttum sínum, hættu að nota tilbúinn áburð og illgresiseyðingarlyf, og hafa þeir nú fengið yfir 90% af öllu landi sínu og búskap viðurkennt samkvæmt reglum um lífrænan búskap. Næsta stigið hjá þeim bændum er að fá mjólkina selda með sama hætti og eru þeir að vonast til að mjólkurbúið þeirra í Haugasundi fáist til þess bráðlega. Þetta stendur eða fellur alveg með því hvort sláturhúsin taka á því að halda kjötinu og mjólkinni og mjólkur- afurðunum aðskildu frá öðru og bjóða það sem slfkt í búðimar. En á þetta hefur mikið skort. J.J. 458 FREYR - 11 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.