Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 29

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 29
11. Spurt er: Hvað þarf bóndi, sem orðinn er 70 ára en á yngri konu sem vill halda áfram framleiðslu, að gera til þess að tryggja henni áfram réttindi skv. samningnum? Svar: Hann þarf að breyta skráningu á greiðslumarki og tilkynna það til Framleiðsluráðs landbúnaðarins. 12. Spurt er: Hver er réttur bænda sem orðnir eru 70 ára til ellilífeyris og tekjutryggingar. Svar: Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins (1) eiga þeir sem orðnir eru 67 ára rétt á lífeyrisgreiðslum frá Tiygginga- stofnuninni sem hér segir: 1) Miðað við 13. 10. 1995 Miðað við heilt ár geta þessar greiðslur numið kr. 604.008 (440.328) til einstaklings en kr. 849.648 fyrir hjón. Einstaklingur má hafa kr. 217.319 á ári í aðrar tekjur, þar með talið frá lífeyrissjóði, án þess að tekjutrygging skerðist. Fari tekjur upp fyrir þessi mörk skerðist tekjutryggingin strax um 45% og fellur síðan alveg niður ef aðrar tekjur fara yfir kr. 851.267 á ári. Hliðstæð upphæð fyrir hjón er kr. 304.246 og fellur tekjutryggingin alveg niður þegar aðrar tekjur eru orðnarkr. 1.572.138. Heimilisuppbót er eingöngu greidd þeim sem búa einir og sérstök heimilisuppbót greiðist eingöngu þeim sem búa einir og hafa litlar sem engar aðrar tekjur. 13. Spurt er: Getur bóndi sem orðinn er 70 ára og yfirfærir greiðslumarkið á maka sinn, sem er yngri, fengið tekjutryggingu ef hann hefur engar atvinnutekjur? Svar: Ef samanlagðar tekjur þeirra hjóna fara ekki yfir kr. 1.644.000, því að við það mark fellur tekjutrygging niður hjá hjónum þar sem annar aðili er undir 67 ára aldri. Ef bæði hjónin eru yfir 67 ára aldri fellur tekjutrygginging niðurviðkr. 1.572.138. 14. Spurt er: Fá bændur sem orðnir eru 70 ára og hætta allri framleiðslu sjálfkrafa fullar trygg- ingabætur eða þurfa þeir sjálfxr að ganga eftir slíku og þá hvar? Svar: Bændur verða að snúa sér til umboðsmanna Tryggingastofn- unar ríkisins, hver á sínu svæði, og sýna fram á að þeir séu hættir búskap. 15. Spurt er: Er þeim sem selt hafa greiðslumark á undanfömum áram heimilt að eiga ótakmarkaðan fjölda fjár og framleiða án þess að gera grein fyrir hvemig fram- leiðslan er afsett? Svar: Já, að öðru leyti en því sem skattalög krefjast. 16. Spurt er: Er þeim sem selt hafa greiðslumark heimilt að hafa sauðfé á eyðijörðum eða jarðar- hlutum sem þeir kunna að eiga en eru án greiðslumarks? Svar: Sá sem gerir nú samning sem bindur hann kvöðum um fjárleysi eða takmarkaðan ásetning er bundinn þeim kvöðum hvort sem hann býr á einni jörð eða fleiri. Ekki verður hægt að koma sér undan þeim kvöðum með því að færa framleiðsluna á milli staða. 17. Spurt er: Geta þessir aðilar fengið greiddar kr. 2.000 fyrir ána vegna fækkunar eða förgunar á öllum stofninum? Svar: Nei, kaupin eru háð því að viðkomandi eigi greiðslumark, a.m.k. heimtökurétt. 18. Spurt er: Er hugsanlegt að framkvæma 0,7 ásetningshlutfallið þannig, að til viðbótar megi koma 1 hrútur á móti 50 ám og eðlilegur fjöldi áa til framleiðslu á 80 kg heimtökurétti pr. heimilismann? Svar: Nei. 19. Spurt er: Bóndi ætlar að selja öðrum bónda og ríkinu allt greiðslumark sitt til framleiðslu sauðfjárafurða. Er það gerlegt og ef svo er hvemig fer með umframær vegna sölunnar til annars bónda? Svar: Þótt bóndi selji öðrum hluta af greiðslumarki sínu getur hann samt selt ríkinu það sem eftir stendur. Þá greiðast 5.500 kr./á allt að einni pr. ærgildi sem ríkið kaupir og 2.000 kr./á þar umfram allt að ærfjölda skv. ásetningsskýrslu. 20. Spurt er: Bóndi leggur inn dilka eftir að magnuppgjöri verðlagsársins 1995/1996 er lokið. Hvemig á að fara með slíkt í magnuppgjöri verðlagsársins 1996/ 1997? Sætir innleggið almennu útflutninghlutfalli þá? Svar: Menn verða að reikna með að innlegg í vetur, allt fram til apríl- júní, reiknist með innleggi verð- lagsársins 1995/1996 gagnvart nýt- ingu á greiðslumarki. IWOLfiR Vatnið og lífið Að minnsta kosti 28 lönd hafa ekki nóg ferskt vatn til að fullnægja þörfum íbúanna, og viðbúið er að fleiri lönd bætist í þann hóp á næstunni. Samt eru ár um allan heim notaðar til að losna við úrgang frá mönnum og landbúnaði, iðnaði og borgum; fyrir súrt regn og saltefni frá óhóflegri skolun jarð- vegs. I Kalifomíu fækkaði vetrar- gengnum löxum í Sakramentófljóti úr 120.000 árið 1960 í 400 1990. í Póllandi em 3/4 árvatns of mengað jafnvel til iðnaðarnota. í þróunar- löndum stafa 80% allra sjúkdóma af örvemm sem berast með vatni. I bók sinni „The last Oasis“ (Síðasta vinin), skrifar rithöfundurinn Sandra Postel: „Mikið af vatns- skorti stafar af þeirri útbreiddu yfirsjón að vanmeta gildi vatns, en það viðhorf viðheldur þeirri tál- mynd að alltaf séu til gnóttir vatns.“ Elli- lífeyrir Tckju- trygging Heimilis- uppbót Sérstök heimilis- uppbót Greiðslur samtals á á mánuði Einstaklingur, kr. 12.921 23.773 8.081 5.559 50.334 (36.694) Hjón, kr. 23.258 47.546 70.804 11 '95- FREYR 461

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.