Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 30

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 30
Utgáfa markaskráa 1996 Dr. Ólafur R. Dýrmundsson ráöunautur Bœndasamtökum íslands Nú er hafinn undirbúningur að útgáfu markaskráa undir umsjón Bœndasamtaka íslands, samkvœmt reglugerð um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár nr. 579/1989 með síðari breytingum. Markaskrár skulu gefnar út samtímis um land allt og eigi sjaldnar en áttunda hvert ár. Það var síðast gert árið 1988 og í kjölfarið kom fyrsta landsmarkaskráin árið 1989. Því er árið 1996 næsta útgáfuár markaskráa og hófst undirbúningur í sumar. Bænda- samtök íslands tölvuskrá öll mörk í landinu og er það til mikils hagræðis og sparnaðar við útgáf- una. Árið 1988 voru gefnar út samtals 18 markaskrár og er reiknað með að fjöldi þeirra verði sá sami eða svipaður að ári. Markaverðir um land allt fengu send ýmis gögn í lok september sl. vegna undirbúnings að söfnun og skráningu marka og er það starf hafið. Aformað er að söfnun marka verði lokið í öllum markaum- dæmum fyrir áramót þannig að unnt verði að undirbúa handritin sem fyrst fyrir prentun. Þess er vænst að fyrstu markaskrámar sjái dagsins MOUM Bann við að hafa hœnur í búrum Hollenska þingið hefur gert grundvallarsamþykkt sem í raun kemur í veg fyrir að unnt verði að hafa varphænur í búrum. Hænurnar eiga að hafa aðgang að hálmi og geta rótað í honum. Þar sem hollensk hænsnabú framleiða egg í stórum stfl til útflutnings getur sam- þykktin ekki tekið gildi fyrr en ES hefur ákveðið að sömu reglur gildi fyrir öll lönd innan sambandsins. Það hefur hins vegar mætt mótstöðu í öðrum löndum. Ólafur R. Dýrmundsson. ljós með vorinu og dreifingu verði lokið nokkru fyrir göngur og réttir í september 1996. Markaeigendur eru beðnir að hafa samband við markaverði sem fyrst, Holland hefur lagt til að ES haldi ráðstefnu þar sem kynntar verða rannsóknir í alifuglarækt innan sambandsins. Þannig á að vera unnt að kasta ljósi á hagfræðilega stöðu þessarar búgreinar annars vegar og dýraverndunarsjónarmið hins veg- ar. (Landsbygdens Folk nr. 33/V5). Illa duga stundum heilbrigðisvottorðin Um miðjan aprílmánuð síðast- liðinn var fluttur hundur frá Tyrk- landi til Dússeldorf í Þýskalandi. Að sjálfsögðu fylgdu honum til- skilin vottorð. Þremur mánuðum síðar, um miðjan júlí, fór hundurinn að sýna árásarhneigð og undarlega hegðan. eflaust hafa margir fengið til- kynningu frá þeim nú þegar, og brýnt er að öll mörk sem eiga að birtast verði tilkynnt án tafar til þess að undirbúningur útgáfunnar gangi greiðlega. Nú verður öllum óleyfi- legum sammerkingum útrýmt endanlega. Á liðnum árum hafa fjallskila- samþykktir verið birtar í sumum markaskránna. Þar eru þær bændum aðgengilegastar og er þess vænst að tjallskilasamþykktir viðkomandi umdæma verði birtar í öllum markaskrám 1996. Þar sem endurskoðunar er sums staðar þörf er brýnt að héraðsnefndir vinni að úrbótum, sendi landbúnaðarráðu- neytinu nýjar samþykktir til staðfestingar og afhendi marka- vörðum þær til birtingar í skránum í tæka tíð fyrir prentun þeirra. Allt tekur þetta sinn tíma og því ráðlegt að taka málið á dagskrá nú í vetrarbyrjun. Var honum þá fargað og við krufningu reyndist hann hafa haft hundaæði, sennilega verið smitaður þegar hann kom til Þýskalands. Þessa þrjá mánuði hafði hund- urinn haft samgang við fjölda fólks og dýr af ýmsu tagi. í öryggisskyni þurfti að sprauta á fjórðahundrað manns í varnarskyni, fella eitthvað af dýrum en hneppa önnur í nokkurra mánaða ein- angrun. Ottast er að ekki hafi tekist að hafa upp á öllum dýrum sem kynnu að hafa smitast af hundinum. Jafnvel hið margþætta vottorða- kerfi Efnahagsbandalagsins virðist ekki megna að girða fyrir að lífs- hættulegir sjúkdómar berist til landa þess. (Heimild: Deutsches Tierarzteblatt. sept. 1995) 462 FREYR - 11 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.