Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 31

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 31
Nýjar aðferðir við fóðurmat fyrir jórturdýr I. Mat á orku í fóðri. Gunnar Guðmundsson, nautgriparœktarráðunautur hjá Bœndasamtökum íslands Um nœstu áramót er stefnt að því að taka í notkun nýjar aðferðir við að meta orku og prótein í fóðri jórturdýra hér á landi. Viðmiðunarmörk fyrir orku- og próteinþarfir jórturdýra til mismunandi framleiðslu breytast einnig til samrœmis við nýju matsaðferðirnar. Um næstu áramót er stefnt að því að taka í notkun nýjar aðferðir við að meta orku og prótein í fóðri jórturdýra hér á landi. Viðmiðunarmörk fyrir orku- og próteinþarfir jórturdýra til mismunandi framleiðslu breytast einnig til samræmis við nýju mats- aðferðimar. Unnið hefur verið að undirbúningi breytinganna um nokk- urra ára skeið á vegum rannsókna- starfseminnar, leiðbeiningaþjónust- unnar og bændaskólanna. Tilgangurinn með þessum breyt- ingum er að skapa aukna möguleika til þess að fóðmn gripanna verði í betra samræmi við þarfimar, - að nýting fóðurins verði betri og að hagkvæmni í fóðrun aukist. A undanfömum áratug höfum við verið aðilar að samnorrænu rann- sóknarverkefni við að þróa nýja norræna aðferð til að meta prótein fyrir jórturdýr. Aðferðin, sem hlotið hefur nafnið „AAT-PBV“ próteinmatskerfið, hefur þegar verið tekin í notkun á hinum Norðurlöndunum og nú er röðin komin að okkur. Fjallað verður sérstaklega um hið nýja próteinmatskerfi í Frey innan tíðar. Hér verður hins vegar fjallað um í hverju hin nýja orkumatsaðferð er fólgin. Reynt verður að draga fram helstu þætti sem breytast frá eldri matsaðferð. Einnig verður lítilsháttar fjallað almennt um bakgrunn orkumats hjá jórturdýrum. Síðar er svo ráðgert að fara nánar út í samanburð á nýju og gömlu aðferðinni og skoða afleiðingar breyt- inganna í hagnýtri fóðrun. Hvernig hefur fóðurorkan verið metin ? Frá árinu 1969 hefur orka í fóðri búfjár hér á landi verið metin í fóðureiningum, - fitufóðureiningum (F.f.e.). Bæði orkuinnihald í fóðri sem og orkuþarfir búfjárins hafa verið gefnar upp í fóðureiningum. Það er í samræmi við lög nr. 32 frá 20 apríl 1968 um „eftirlit með framleiðslu og verslun með fóðurvörur" og ákvæði í reglugerð með þeim, - fóðurreglugerð. Ein fitufóðureining samsvarar því magni af virkri fóðurorku sem er að finna í einu kg af 85% þurru byggkorni, eða 1650 virkum kaloríum til fitunar (NKF). Ein fitufóðureining í fóðri er sú fóðurorka sem skilar nálægt 1650 kcal orkusöfnun við fitun hjá jórturdýrum. Eins og nafnið bendir til er sú matseining byggð á fitun eða öllu heldur nýtingu á fóðurorkunni til fitunar á fullvöxnum nautgripum. Grundvöllur mælieiningarinnar eru fóðrunartilraunir sem þýski efnafræðingurinn Oskar Kellner (1851-1911) gerði á seinni hluta 19. aldar með nautgripi í vexti. Þær tilraunir Kellners urðu grundvöllur orkumatsaðferða sem notaðar hafa verið fyrir búfé víða í Norður-Evrópu og á Norðurlöndum um alllangt skeið. Oskar Kellner var fyrstur manna til þess að nota öndunarskáp til að framkvæma efnaskiptatilraunir á búfé. Hann mældi hversu mikilli orku í formi fitu fullvaxnir nautgripir söfnuðu á skrokkinn þegar þeir voru fóðraðir á tilteknu magni af meltanlegum, hreinum næringarefnum (próteini, fitu og kolvetnum) umfram viðhaldsþarftr. Matseiningin sem Kellner notaði er virk orka eða nettóorka. Það er sú orka sem skilar sér eða er að finna í endanlegum afurðum, í þessu tilviki í líkamsfitu (nettókaloríur til fitunar - NKp). í alllangan tíma eftir að niðurstöður rannsókna Kellners lágu fyrir voru fóðurfræðingar á Norðurlöndum og í Norður- Evrópu almennt sammála um að viðmiðun orkugildis Gunnar Guðmundsson. 11 '95- FREYR 463

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.