Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 33

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 33
Mytid 2. Nýting breytiorku (BO) til mismunandi lífsstarfsemi hjá jórturdýrum við breytilegan orkustyrk ífóðri (fóðursamsetningu). 1. Þó að menn hafi almennt verið sammála um að viðmiðun Kellners við fitusöfnun á fullvöxnum nautgripum geti með viðunandi nákvæmni einnig gilt um aðra framleiðslu hjá jórturdýrum og jafnvel einnig hjá einmaga dýrum, kemur glögglega fram á mynd 2 að nýting fóðurorkunnar í efnaskiptum skepnanna (breytiorkan) er bæði háð þeirri framleiðslu sem orkan er notuð til og einnig samsetningu fóðursins sem gripurinn fær. Þegar fóðurorkan er notuð til mjólkurmyndunar nýtist hún betur heldur en ef hún er notuð til fitusöfnunar. Með öðrum orðum að fyrir tiltekið orkumagn úr meltanlegum næringarefnum í fóðri skila sér fleiri kaloríur í mjólkinni en í fitu sem safnast á skrokkinn. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að útreikningur á fóðurgildi gróffóðurs í fitufóðureiningum van- metur gildi þess til mjólkurmyndunar í hlutfalli við kjarnfóður og vanmatið er því meira sem gróffóðrið er trénisríkara eða síðslegnara. 2. Þessu til viðbótar gera útreikningar á fitu- fóðureiningum ráð fyrir því að orkugildi fóðursins sé óháð því hvort gripurinn sé fóðraður til viðhalds eða á tvö- til þreföldu viðhaldsfóðri eins og gerist með hámjólka kýr fyrst eftir burðinn. Sú aðferð sem ákveðið hefur verið að taka í notkun hér á landi tekur tillit til þessara tveggja þátta, þ. e. gildis gróffóðurs í mjólkurframleiðslu og áhrifa fóðurum- setningar á nýtingu fóðurorkunnar. Með breytingunum erum við að feta í fótspor Norðmanna sem breyttu um orkumatsaðferð fyrir tæpum þremur árum. Þar sem mjólkurframleiðsla er langmikilvægasta grein búvöruframleiðslunnar hér á landi er heldur ekki óeðlilegt að sú fóðurmatsaðferð sem notuð er taki nokkurt mið af sérþörfum þeirrar greinar. Mjólkurfóðureiningar (FEm) koma í stað fitufóðureininga (F.f.e.). Fóðurmatsaðferðin sú sem tekin verður í notkun hér á landi er upprunalega þróuð í Hollandi af þarlendum fóðurfræðingi, - A.J.H. van Es að nafni. Fyrstu drög að þessari aðferð voru kynnt í byrjun sjöunda áratugarins. Aðferðin byggir á því að meta orkuþarfir jórturdýra og orkuinnihald fóðursins í breytiorku (BO) í stað nettóorku eins og gert hefur verið í fitufóðurein- ingakerfinu. Síðan er nýting breytiorkunnar leiðrétt eftir breytilegum orkustyrk fóðurins hverju sinni og fyrir breytingum í fóðurumsetningu eða daglegu fóðurmagni. í hinu nýja kerfi er á sama hátt og í fitufóður- einingakerfinu lokaniðurstaðan umreiknuð yfir í fóðureiningar, - mjólkurfóðureiningar sem hafa sama viðmiðunargildi og áður. Hver mjólkurfóðureining samsvarar því magni af nýtanlegri orku sem er að fínna í einu kg af byggkomi með 85% þurrefni í, - eða 1650 virkar kaloríur (6900 kJ). Útreikningur ó orku í fóðri (FEm). Fóðurmat byggir á því að meta annars vegar þarfir gripanna og hins vegar næringarefnainnihald fóðursins sem nota skal. Mikilvægt er að hvort tveggja sé mælt og gefið upp í sömu einingu. Orkan í fóðrinu. Mælieining fyrir fóðurorku er kalona (cal) eða kílókaloría (kcal). Einnig færist í vöxt að notuð sé einingin joul (J) eða kílójoul (kJ). Eitt joul jafngildir 0,239 kaloríum (ein kaloría er því jafnt og 1/0,239 eða 4,184 J). í umfjöllun um orku og orkuútreikninga hér á eftir verða líkingar fyrir bæði kcal og joul sýndar. Þó verður að telja æskilegt að samræmis sé gætt í notkun eininga fyrir fóðurorku og þar sem þróunin virðist ótvírætt í átt til þess að nota joul ber okkur að horfa frekar til hennar. Heildarorka (HO). Utreikningur á orku í fóðri samkvæmt hinni nýju aðferð byggir í öllum aðalatriðum á svipuðum gmnni og áður hefur verið við mat á fitufóðureiningum. Þó þarf að nota heildarorku í fóðri við útreikning á orkustyrk, en að því verður vikið nánar síðar. Jafnan má ganga út frá því að heildarorka í gróffóðri sé um 4400 kcal í kg þurrefnis eða 18,4 kJul. Hærri gildi eru sjaldgæf en lægri gildi má þó finna, ekki síst ef fóðrið er t. a. m. jarðvegsmengað. Raunar er einnig hægt að reikna magn heildarorku út frá nákvæmri efnagreiningu fóðursins á próteini, fitu, kolvetnum og köfnunarefnislausum afgangi. 11 ’95- FREYR 465

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.