Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 34

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 34
Sú reikniaðferð gefur álíka niðurstöðu (4400 kcal í kg þ.e.), en er tiltölulega kostnaðarsöm í framkvæmd. Breytiorka (BO) Við mat á breytiorku í fóðri þarf eins og að framan greinir að taka tillit til þeirrar orku fóðursins sem ekki meltist og tapast út með saur, svo og þeirrar orku sem einnig tapast með þvagi og þarmagasi. Unnt er að beita mismunandi aðferðum við slíka útreikninga allt eftir því hvaða kröfur við gerum um nákvæmni niðurstöðunnar. Eftirfarandi líkingar er allar unnt að nota þó þær séu mismunandi og að nákvæmni í niðurstöðunni geti verið ólík. Þær eru fundnar með aðhvarfsgreiningu út frá efnagreiningum á miklum fjölda mismunandi fóður- tegundum og umfangsmiklum efnaskiptatilraunum með nautgripi sem fóðraðir eru til viðhalds á samskonar eða svipuðu fóðri. Hér er fyrst og fremst um hollenskar niðurstöður að ræða: (1) Kcal BO = 3,8 x g m. prót.+9,01 x g m. fita+3,29 x g m. tréni+3,48 x g m. N-laus afg. (2) Kcal BO = 4,8 x g melt. prótein + 3,39 x g melt. (fita + tréni + N-laus afgangur) (3) Kcal BO = 35,8 x meltanleiki lífræns efnis, % m. prót. = meltanlegt prótein m. fita = meltanleg fita m. tréni = meltanlegt tréni m. N-laus afg. = meltanlegur köfnunarefnislaus afgangur Líking (1) er notuð jöfnum höndum fyrir allt fóður en líking (2) hentar fyrst og fremst fyrir gras og verkað gróffóður. Hinar tvær, líking (3) og (4), eru einfaldari, ekki eins nákvæmar og krefjast ekki jafn kostnaðar- samra efnagreininga á fóðrinu. Þær eru fyrst og fremst hugsaðar til notkunar við mat á orkugildi í sk. þjónustusýnum sem grundvöllur við gerð fóðuráætlana. Búið er að samræma framsetningu á niðurstöðum heyefnagreininga hjá þeim efnarannsóknastofum sem þá þjónustu veita. Fyrst um sinn verður fóðurgildið (orku- gildi heysins) gefið upp á niðurstöðuseðlunum bæði í fitufóðureiningum (F.f.e) og mjólkurfóðureiningum (FEm). Þetta er gert til þess að bændur og aðrir þeir sem að úrvinnslu úr þessum niðurstöðum koma geti fyrst um sinn notað hvorttveggja einingarnar. Þetta munu vera fyrstu merki um breytingar í fóðurmati sem bændur sjá en bráðlega munu fylgiseðlar kjarnfóðurblanda einnig sýna báðar einingarnar. Við orkuútreikninga á heyfóðri er notuð líking (3) hér fyrir framan en grundvöllur þess að nota hana er að meltanleiki lífræns efnis í heysýnunum sé mældur. Útreikningur á orkustyrk í fóðri. Eins og glögglega kemur fram á mynd 2 hefur orkustyrkur eða orkuþéttni fóðursins (m. ö. o. hlutfallið á milli gróffóðurs og kjamfóðurs í heildarfóðrinu) mikil áhrif á það hvernig breytiorka fóðursins nýtist til mismunandi framleiðslu hjá nautgripum. Þess vegna þarf að taka tillit til þessa þáttar við mat á nýtanlegri orku í fóðrinu. Sem mælikvarða á orkustyrk er notað hlutfallið á milli heildarorku og breytiorku í fóðrinu. Orkustyrkurinn er táknaður með bókstafnum q og er reiknaður út á eftirfarandi hátt: Breytiorka (BO) q = 100 x------------------ Heildarorka (HO) Eins og líkingin ber með sér hefur meltanleiki fóðurs- ins og orkutapið sem verður með þvagi og metangasi mest áhrif á útreiknað „q - gildi“ hverrar fóðurtegundar. Útreikningur á nettóorku í fóðri til mjólkurmyndunar (NOm) Til þess að reikna innihald fóðurs af virkri orku til mjólkurmyndunar (nettóorku, NOm) og/eða fóður- einingum til mjólkurmyndunar (FEm) er notuð eftirfarandi líking: NOm / kg þurrefnis = BO í kg þ.e. x 0,60 x (1 + 0,004 x (q - 57)) x 0,9752 nettóorka til mjólkurframleiðslu breytiorka í fóðri (meðal) nýting breytiorku til mjólkurfram leiðslu þegar orkustyrkur fóðursins er q=57 orkustyrkur í fóðri leiðrétting á nýtingu breytiokunnar þegar orkustyrkur fóðursins (q) víkur frá 57 lækkun í nýtingu á breytiorku vegna aukins fóðuráts umfram viðhaldsþarfir, 1,8 (1 - (2,38 - 1) x 0,018) = 0,9752. Viðhaldsfóðrun x 2,38 samsvarar eldi við 15 kg dagsnyt. Hvaða merkingu hafa gildin í líkingunni? Eins og nefnt er hér að framan eru langflestar mats- stærðir í þessari fóðurmatsaðferð fundnar í tilraunum með nautgripi sem fóðraðir eru til viðhalds. Enda má segja að það sé nokkuð viðamikið og snúið að gera flóknar efnaskiptatilraunir í öndunarskáp með gripi í fullri framleiðslu. Til hagræðis og einföldunar er miðað við að hver einstök fóðurtegund hafi aðeins eitt nettó- orkugildi til mjólkurframleiðslu (breytiorka x reiknuð orkunýting) og að það gildi samsvari því sem fóðrið myndi skila ef gripurinn væri á meðalfóðrun eða á meðaleldi. Við göngum út frá því að meðalnýting breytiorku í fóðri til viðhalds og mjólkurframleiðslu sé 60% (k(m) = 0,60) þegar orkustyrkurinn (q) í heildarfóðinu er 57. Þetta getum við lesið út úr línuritinu á mynd 2. Meðal orkustyrkur í fóðri svarar nokkurnveginn til þess að fóðrið innihaldi um 65 af hundraði af heyi og um 35 af hundraði kjarnfóðrurs miðað við þurrefni. Fyrir hvert % sem orkustyrkur fóðursins víkur frá meðaltalinu, q = 57, breytist orkunýtingin til eða frá um 0,4%. Þetta er einnig í góðu samræmi við niðurstöður á mynd 2. Fyrir þeim breytileika sem almennt er á orkustyrk í fóðri þurfum við að leiðrétta. Nýting breytiorku fóðursins breytist einnig samfara NOm = BO 0,60 q 1 + 0,004 * (q-57); = 0,9752 466 FREYR - U'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.