Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 6

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 6
Fimmtíu ár frá stofnun > Stéttarsambands bœnda Hákon Sigurgrímsson, fyrrv. framkvœmdastjóri Stéttarsambands bœnda Á þessu ári eru fimmtíu ár liðin frá stofnun Stéttarsambands bœnda. Stofn- fundurinn var haldinn í húsakynnum Héraðsskóla Suðurlands á Laugarvatni hinn 9. september 1945. Fáni Stéttarsambands bœnda millifána íslands á síðasta aðalfundi SB á Flúðum í ágúst 1994. Stofnun Stéttarsambandsins átti sér all sögulegan aðdraganda sem fróðlegt er að rifja upp. Er hér stuðst við frásögn Guðmundar Inga Kristjánssonar á Kirkjubóli sem var meðal fulltrúa á stofnfundinum. Breytt þjóðfélag Aðdragandann að stofnun Stéttar- sambandsins má rekja til hræringa sem verið höfðu í efnahagsmálum þjóðarinnar vegna þeirrar þenslu sem hér skapaðist í kjölfar her- setunnar meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð. Dýrtíð var mikil og vísitalan fór úr böndunum. A Búnaðarþingi hafði komið fram tillaga um að bændur gæfu eftir af hluta sínum 9,4% af þeirri verð- hækkun sem orðin var gegn því að aðrar séttir gerðu hið sama og átti þannig að reyna að halda verð- bólgudraugnum niðri. Var þetta samþykkt á Búnaðarþingi þótt um það væru skiptar skoðanir. Til dæmis voru sumir fulltrúar Sunn- lendinga þessu mjög andsnúnir og töldu að þetta myndi ekki bera árangur. Sú varð og raunin þar sem aðrar stéttir gáfu ekki eftir að sama skapi og verðhækkanir urðu miklar. Þessi ákvörðun Búnaðarþings varð svo mikið hitamál innan bænda- stéttarinnar að Búnaðarsamband Suðurlands boðaði fundi um allt land þar sem kosnir voru tveir fulltrúar úr hverri sýslu til að mæta á stofnfundi nýrra samtaka bænda. Áttu búnaðarfélögin að kjósa þá á sameiginlegum fundum. Búnaðar- félag íslands var andvígt þessari hreyfingu og vildi halda sig við eftirgjöfina en lét þó það boð út ganga að það féllist á þessa fund- arboðun og að boðað yrði til lands- fundar fyrir bændur þar sem sæti ættu tveir fulltrúar úr hverri sýslu. Var ákveðið að fundurinn yrði á Laugarvatni snemma í september 1945 Það sýnir áhugann úti um land á þessum fundi að allir fulltrúamir úr þessum 24 sýslum eða 48 manns sóttu fundinn á Laugarvatni. Erfiðar samgöngur Guðmundur Ingi rifjar það upp að með ýmsu móti gekk fyrir menn að komast á fundinn. Fulltrúar Vestfirðinga fóm til Bolungavíkur og tóku sér far með báti sem átti að fara til Reykjavíkur. Þetta ferðalag gekk ekki betur en svo að þegar kom að Snæfellsnesi þótti ekki veður til að halda áfram ferðinni til Reykjavíkur og var því farið til Olafsvíkur og legið þar nokkurn tíma. Var þeim félögum þá skotið þar í land og fengu þeir bílfar til Reykjavíkur. Þegar kom á stað nokkurn á sunnanverðu Snæfells- nesi lá vegurinn á kafla í flæðar- málinu og varð bíllinn að bíða um tíma þar til fjaraði út því að stór- steymt var og sjór féll yfir veginn. Tvœr fylkingar Þegar kom á fundinn á Laugarvatni hinn 7. september skiptust menn í tvær fylkingar. Byrjað var að ræða málin án þess að fundur væri settur eða fundarstjóri kosinn og fór fyrsti dagurinn að mestu í það að ræða hvemig fyrirkomulag ætti að hafa á fundinum. 478 FREYR - 12 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.