Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 7

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 7
Að lokum varð það að ráði að menn sameinuðust um fundinn og var hann settur kl. 21.30 um kvöldið. Aðalmál fundarins varð það hvemig standa ætti að því að stofna stéttarsamtök bænda. Nauð- synlegt var talið að bændur ættu slík samtök. Aðrar stéttir væru komnar lengra, sögðu menn, sem satt var, og tími væri kominn til að bændur fengju sitt stéttarfélag. Skiptar skoðanir voru hins vegar um það hvemig ætti að byggja samtökin upp. Sumir töldu að búnaðarfélögin gætu fengið þarna aukið hlutverk, að sinna kjaramálunum, en aðrir töldu að Búnaðarfélag Islands væri of háð ríkisvaldinu vegna fjár- veitinga úr ríkissjóði o.fl. til þess að það gæti sinnt þessu hlutverki á trúverðugan hátt. Svo mikil áhersla var lögð á þetta að sumir fundar- menn töldu að nauðsynlegt væri að um yrði að ræða einstaklingsbundna aðild, stofna yrði sérstök félög sem bændur gengju í líkt og væri innan verkalýsðhreyfingarinnar. Búnaðar- félagsmenn voru í meirihluta á fundinum og vildu að málum þessum yrði áfram skipað innan búnaðarfélagsskaparins þannig að hið nýja Stéttarsamband yrði deild innan Búnaðarfélags Islands. Féll- ust þeir þó á að höfð yrði allsherjar atkvæðagreiðsla meðal bænda um það hvaða fyrirkomulag menn vildu og lægi niðurstaðan fyrir á næsta fundi sem haldinn yrði ári síðar. Hinn 9. september var svo formlega gengið frá stofnun Stéttarsam- bandsins á gmndvelli heimildar í lögum Búnaðarfélags Islands, því sett lög og kosin stjóm Samið um millileið Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var skýr. Þeir sem vildu fara Búnaðarfélagsleiðina voru 2.519 en þeir sem á móti vom og vildu mynda sjálfstæðan félagsskap vom 2.029. Hins vegar var samið um millileið, þ.e. að þeir bændur sem væm í búnaðarfélögunum yrðu sjálfkrafa aðilar að hinum nýju samtökum og að búnaðarfélögin í hverri sýslu kysu fulltrúa á aðalfund Stéttarsambandsins sem yrði sjálf- stæð félagasamtök án beinna tengsla við Búnaðarfélag Islands. Um þetta varð samkomulag á Sverrir Gíslason, formaður SB 1945- 1963. Ingi Tryggvason, formaður SB 1981- 1987. fundinum sem haldinn var á Hvanneyri árið 1946. Farsœl forusta í fyrstu stjóm Stéttarsambands bænda voru kosnir: Sverrir Gíslason í Hvammi, formaður, Jón Sigurðs- son, Reynistað, Pétur Jónsson, Egilsstöðum, Einar Olafsson, Lækjarhvammi, og Sigurjón Sig- urðsson, Raftholti. Ohætt er að segja að mikil festa hafi verið í forustu Stéttarssambandsins þau tæp 50 ár sem það starfaði. Sverrir Gíslason var formaður óslitið í 18 ár, eða til ársins 1963. Þá tók við Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfelli og var hann formaður í önnur 18 ár eða til ársins 1981. Síðan var Ingi Gunnar Guðbjartsson, formaður SB 1963-1981. Haukur Halldórsson, formaður SB 1987-1994 Tryggvason á Kárhóli formaður í 6 ár eða til ársins 1987 en þá tók við Haukur Halldórsson í Sveinbjamar- gerði sem gegndi formennskunni til ársloka 1994 þegar Stéttarsam- bandið og Búnaðarfélag fslands voru sameinuð. Enda þótt fory- stumennimir hafi setið lengi er fjarri því að stöðnun og kyrrstaða hafi ríkt innan samtakanna. Sú regla gilti frá uppphafi að kosið skyldi á tveggja ára fresti um allar trúnaðarstöður innan Stéttarsam- bandsins. Þetta tryggði mikla og öra endurnýjun í fulltrúahópnum og var algengt hin síðari ár að allt að fjórðungur þeirra fulltrúa sem komu til aðalfundar á kosningaári væru nýir menn. 12 '95 - FREYR 479

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.