Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 8

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 8
Gísli Krístjánsson, framkvœmdastjórí SB 1945-1946 Ef segja má um formenn Stéttar- sambandsins að þeir hafi setið lengi þá gildir það þó enn frekar um framkvæmdastjórana. Einungis þrír menn gegndu því starfi í 50 ára sögu Stéttarsambandsins; Gísli Krist- jánsson 1945 til 1946, Sæmundur Friðriksson 1947 og þar til hann lést 30. september 1977. Sérstakur fram- kvæmdastjóri starfaði síðan ekki hjá Stéttarsambandinu þar til Hákon Sigurgrímsson var ráðinn í það starf í maí 1980 og gegndi hann starfinu til ársloka 1994. Tengsl við grasrótina. Eitt af því sem einkenndi starf Stéttarsambandsins var hin mikla áhersla sem lögð var á sterk tengsl við félagsmennina, grasrótina. Frá upphafi var sá háttur á hafður að formaður eða framkvæmdastjóri sambandsins kæmu á kjörmanna- fundi sem haldnir voru í hverri sýslu. í fyrstu voru kjörmanna- fundirnir haldnir annað hvert ár en síðan árlega til undirbúnings aðalfundi. Kjörmannafundimir voru í fyrstu lokaðir fundir þar sem einungis sátu kjörnir fulltrúar en upp úr 1980 var farið að hafa þá opna öllum bændum. Á fundum þessum var gerð grein fyrir stöð- unni í verðlags-, framleiðslu- og sölumálum og öðrum hagsmuna- málum sem efst voru á baugi. Einnig gafst kjörnum fulltrúum og öðrum bændum þar kostur á að ræða milliliðalaust við forystuna. Scemundur Fríðríksson, framkvœmda- stjórí SB 1947-1977. Upp úr 1970 gerðist æ algengara að boðað væri til almennra bænda- funda, ýmist að frumkvæði Stéttar- sambandsins eða búnaðarsambanda og einstakra hópa bænda til þess að fjalla um mál sem efst voru á baugi. Þessir fundir voru óvenju margir árin 1977 til 1980 þegar unnið var að því að kynna búmarksútreikninga og markmið framleiðslustjórnunar og 1987 og síðar þegar kynntir voru búvörusamningar og tilboð um fækkunarsamninga og uppkaup á fullvirðisrétti. Að mati undirritaðs Hákon Sigurgrímsson, framkvœmda- stjóri SB 1980-1994. skiptu þessi tengsl bænda og forystunnar sköpum varðandi þá tiltrú sem Stéttarsambandið naut meðal bænda og til að tryggja það jarðsamband sem jafnan var meðal forystunnar og starfsmanna þess. Frá árinu 1947 átti Stéttar- sambandið aðild að útgáfu Freys. Árið 1985 hóf Stéttarsambandið svo útgáfu fréttabréfs í því skyni að koma upplýsingum til bænda með skjótari hætti en hægt var í Frey. Líta má á fréttabréfið sem undanfara Bændablaðsins sem hóf Halldóra Ólafsdóttir, ritari SB 1980-1994 og Gylfi Orrason, bókari og gjaldkeri hjá SB 1985-1994. Þau starfa nú hjá Bœndasamtökum íslands. (Ljósm. J.J.D.). 480 FREYR - 12 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.