Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 9

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 9
göngu sína í mars 1995 og verið hafði í undirbúningi frá því haustið 1994. Aðalfundir úti um land. Frá upphafi voru aðalfundir Stéttrsambandsins haldnir í lands- fjórðungunum til skiptis eftir því sem við var komið. Einungis fáir aðalfundir voru haldnir í Reykjavrk. Þetta var gert í þeim tilgangi að sú forystusveit sem fundina sótti ætti kost á að kynnast lífi og lands- háttum sem víðast um landið og voru jafnan skipulagðar stuttar kynnisferðir um viðkomandi hérað í tengslum við fundina. Einnig var það haft í huga að bændum á viðkomandi svæði gæfist kostur á að fylgjast með starfi aðalfundanna en þeir voru ávallt opnir. Fyrst framan af stóðu fundimir í tvo daga en eftir að framleiðsustjórnunin kom á dagskrá ( 1977) stóðu fund- irnir í þrjá daga. Skipulag og fram- kvæmd aðalfundanna var oft flókið og vandasamt verk, einkum framan af meðan samgöngur voru tor- veldari. Þurfti oft mikla útsjónar- semi og þrautseigju til þess að allt gengi upp og er frá mörgu skemmt- ilegu að segja í því sambandi. Arið 1975 var aðalfundurinn haldinn á Laugarvatni, en þá vom 30 ár liðin frá stofnun Stéttar- sambandsins. Ekki tókst að ljúka fundinum á öðrum degi eins og ráð var fyir gert, enda voru á dagskrá lagabreytingar og kosningar í stjórn og um kvöldið var haldið hóf til að minnast 30 ára afmælisins. Akveðið var að reyna að ljúka fundinum fyrir hádegi á þriðja degi en gert hafði verið ráð fyrir að menn færu af hótelinu strax að loknum morgun- verði þann dag. Þegar ljóst var að fundinum myndi ekki ljúka fyrir hádegi pantaði Sæmundur Frið- riksson framkvæmdastjóri grjóna- graut til þess að hafa í hádeginu. Þegar fundurinn dróst enn á langinn og ljóst var að honum lyki ekki fyrr en eftir venjulegan kaffitíma lét Sæmundur gera lummur úr afgangnum af grjónagrautnum til þess að hafa með miðdagskaffmu. Búgreinafélögin Eins og lýst er hér að framan voru hreppabúnaðarfélögin í upphafi Krístján Karlsson, erindreki SB 1961- 1968. Guðmundur Stefánsson, hagfrœðingur SB 1982-1986. (Ljósm. J.J.D.). grunneiningar Stéttarsambandsins. Eftir því sem sérhæfing jókst í landbúnaðinum fóru bændur í einstökum búgreinum að mynda með sér samtök til þess að vinna sérstökum hagsmunamálum sínum framgang. Eggjabændur munu hafa verið fyrstir, en samtök þeirra eiga rætur að rekja allt aftur til ársins 1933. í lok 8. áratugarins fór að bera á kröfum um að búgreinafélögin, sem svo voru kölluð, ættu fulltrúa á aðalfundi Stéttarsambandsins. Á aðalfundinum 1978 var felld tillaga þess efnis að millifundanefnd um endurskoðun á samþykktun Stéttar- sambandsins yrði falið að taka það til athugunar að veita þeim bú- Arni Jónasson, erindreki SB 1968-1986, eftir það staifsmaður Framleiðsluráðs til ársins 1991. Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfrœð- ingur SB 1988-1994. greinafélögum sem þá störfuðu að- ild að Stéttarsambandinu. I kjölfar þessa var samt farið að heimila búgreinamönnum að sitja fundina, fyrst sem áheymarfulltrúar en síðan með málfrelsi og tillögurétti. Árið 1985 var svo skrefið stigið til fulls og búgreinafélögin urðu formlegir aðilar að Stéttarsambandinu, enda hafði þá hlutverk þeirra verið skilgreint í búvömlögum. Verkefni Stéttarsambandsinns I þau tæp 50 ár sem Stéttar- samband bænda starfaði átti það þátt í að ná fram fjölmörgum hagsmunamálum bænda. Margir 12 '95 - FREYR 481

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.