Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 16

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 16
Niðurstöður úr skýrslum fjár- rœktafélaganna árið 1994 Jón Vlðar Jónmundsson Sú hefð hefur skapast að gera í örstuttu máli grein fyrir nokkrum helstu niðurstöðum úr skýrsluhaldi fjárrœktarfélaganna í grein hér í Frey. Því miður birtast þessar niðurstöður seint vegna þess að hjá örfáum skýrsluhöldurum hefur í áranna rás skapast sú venja að skila skýrslum úr hófi seint. Þannig er staðan nú að enn tel ég góðar vonir um að fá til uppgjörs skýrslur fyrir á annað þúsund ær frá haustinu 1994. A sama tíma verður hins vegar lokið uppgjöri á 60-70% af öllum skýrslum frá haustinu 1995. Brýnt er að þessir fáu aðilar sem draga skýrsluskil geri bragar- bót á vinnubrögðum sínum. í grein fyrir ári voru kynntar niðurstöður ársins 1993 sem var algert metár að öllu leyti á fjögurra áratuga starfsferli fjárræktarfélag- anna. Þar var hins vegar gefið í skyn að þau met yrðu tæpast langlíf þar sem tölur sem þá lágu fyrir frá haustinu 1994 bentu til að eldri met mundu þá strax falla. Það gekk að öllu leyti eftir. Þegar þetta er skrifað hafa verið gerðar upp skýrslur fyrir 966 (924) bú frá haustinu 1994 þar sem voru fullorðnar ær á skýrslum en auk þess eru allmörg bú þar sem aðeins var veturgamalt fé að afstöðnum fjárskiptum á viðkomandi búum. Allar svigatölur eru tilsvarandi tölur fyrir árið 1993. Fullorðnar ær sem skýrslur bárust um voru 144.063 (138.269). Af þessu sést að þátttaka í skýrsluhaldinu eykst umtalsvert á sama tíma og fé og fjárbúum í landinu fækkar. Slíkt er bæði jákæð og gleðileg þróun og nauðsynlegt að sú þróun haldi áfram. Haustið 1993 var fé um allt land mjög vænt. Meðalþungi ánna sem upplýsingar eru um í félögunum var 66,4 (64,1) kg sem er óvanalega mikið. Hins vegar hefur í of mörgum félögum á síðari árum gætt þeirrar öfugþróunar að vogin er notuð of lítið til að fylgjast með fóðrun ánna og þetta gerist á sama tíma og öll aðstaða manna til slíkrar vinnu hefur stórbatnað frá því sem var fyrr á árum. Þetta góða ástand ánna skilaði sér í meiri frjósemi en nokkru sinni áður og voru að meðal- tali fædd 1,81 (1,79) lömb eftir hverja á og að hausti komu 1,67 (1,66) til nytja. Þegar við bættist metár í vænleika sauðfjár haustið 1994 urðu afurðir þær mestu sem nokkur dæmi eru um. Hver tví- lemba í félögunum skilaði að meðaltali 32,2 (31,8) kg af reiknuðu dilkakjöti, einlemban 18,3 (18,1) kg, eftir hverja á sem skilaði lambi að hausti fengust 29,0 (28,4) kg og eftir hverja skýrslufærða á sem lifandi var á sauðburði fengust að jafnaði 27,3 (26,7) kg. Þessar afurðir eru með fádæmum og eru tveimur til þremur kg meiri eftir hverja á en dæmi voru um áður til ársins 1993. Skýrslur bárust einnig fyrir 27.354 (27.693) veturgamlar ær og skiluðu þær að jafnaði 0,62 lömbum til nytja að hausti eða 9,7 kg af reiknuðu dilkakjöti. Þetta eru nánast sömu afurðir og veturgömlu æmar gáfu haustið 1993. Þó að munur á milli búa í afurðum hjá ánum sé gífurlega mikill er hann hlutfalls- lega miklu meiri hjá veturgömlu ánum. Fjöldi bænda hefur gemlinga lamblausa en þeim dæmum fjölgar umtalsvert með hverju ári þar sem á stórum búum er verið að framleiða yfir 20 kg af dilkakjöti að meðaltali eftir hverja veturgamla á. I töflu 1 er gefið yfirlit um Tafla 1. Fjárrœktarfélög þar sem reiknað kjöt eftir skýrslu- fœrða á var 30 kg af dilkakjöti eða meira haustið 1994. Félag Fjöldi áa Lömb eftir 100 œr fœdd til nytja Dilkakjöt eftir hverja á Vallahrepps 278 184 175 35,2 Mjóafjarðar 110 180 173 34,7 Breiðdæla 222 200 188 34,4 Norðfjarðar 97 186 166 34,4 Hólahrepps 166 186 180 33,9 Kirkjuhvammshrepps .. 2416 194 184 33,1 Borgarfjarðar ... 1113 188 180 32,9 Kirkjubólshrepps ... 1985 190 180 32,0 Hrafnagilshrepps 258 198 182 32,0 Norðri, Broddaneshreppi .. 1904 189 178 31,8 Blævur 796 178 167 31,6 Hólmavíkurhrepps 541 185 170 31,6 Árskógshrepps 455 193 183 31,2 Vestri, Svarfaðardal 216 177 159 31,0 Freyr, Eyjafjarðarsveit 862 188 176 30,8 Neisti, Öxnadal 386 188 177 30,6 Sléttunga ... 1154 187 176 30,5 Svalbarðsstrandarhrepps 287 185 176 30,4 Hólasókn, Eyjafjarðarsveit 419 180 166 30,3 Önfirðinga 370 178 162 30,3 Eiðahrepps 626 182 167 30,1 488 FREYR - 12 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.