Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 17

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 17
Tafla 2. Félagsmenn í fjárrœktarfélögum sem framleiddu 40 kg af dilkakjöti eða meira eftir hverja á haustið 1994. Fjöldi Lömb Kjöt eftir áa til nytja hverja á Félagsbúið Vöglum, Hrafnagilshreppi ... 15 231 52,5 Jónas Helgason, Æðey. Blævur ... 12 225 47,9 Páll Jóhannsson, Bæjum II, Blævur ... 13 200 47,2 Einar Helgason, Ytra-Gili, Hrafnagilshreppi ... 14 214 44,9 Brynleifur Siglaugsson, Dalsmynni, Viðvfkurhr. 5 200 42,3 Pétur Þórarinsson, Laufási, Grýtubakkahreppi ... 43 202 41,5 Tafla 3. Bú í fjárrœktarfélögnum sem höfðu 100 œr eða fleiri skýrslufœrðar þar sem meðalafurðir haustið 1994 voru 35 kg af dilkakjöti eða meira. Fjöldi Lömb Kjöt eftir áa til nytja hverja á Hjálmar og Guðlaug, Bergsstöðum. Kirkjuhvammshr.... ... 283 210 38,8 Félagsbúið, Hríshóli. Freyr ... 106 200 38,4 Tryggvi Eggertsson, Gröf, Kirkjuhvammshr ... 225 192 37,2 Indriði Aðalsteinsson. Skaldfönn, Blævur ... 235 182 36,7 Þorsteinn Kristjánsson, Jökulsá, Borgarfjarðar ... 233 186 36,3 Félagsbúið Sauðá, Kirkjuhvammshrepps ... 292 209 36,1 Heimir Ágústsson, Sauðadalsá, Kirkjuhvammshr. ... 287 195 35,9 Jón Gústi Jónsson, Steinadal, Norðri ... 188 186 35,8 Halldóra Guðjónsdóttir, Heydalsá, Kirkjubólshr. ... 154 189 35,3 Félagsbúið, Lundi, Vallahrepps ... 278 175 35,2 samtals 21 fjárræktarfélag þar sem meðalafurðir eftir hverja á voru yfir 30 kg af dilkakjöti aðjafnaði. Þetta er að sjálfsögðu miklu fleiri félög en áður eru dæmi um. A það má til gamans benda að það er nú fleiri fjárræktafélög sem ná þessu marki en félagsmenn alls í félögunum á fyrstu áratugum fjárræktarfélag- anna en á þeim tíma var samt yfir- leitt aðeins um að ræða örlítinn valinn hóp ánna á hverju búi. Slíkur samanburður sýnir vel hvflík bylt- ing hefur orðið í afurðasemi sauð- fjár hér á landi á síðari árum. Jafnframt er lfldega öllum ljóst að framleiðslutakmarkanir síðustu ára hafa ekki hvatt til mikillar fram- leiðslu þannig að þær hafa fremur dregið úr aukningu. Hins vegar er öllum nauðsynlegt að gera sér fulla grein fyrri að þrátt fyrir slíkar takmarkanir breytir það engu um að ein fyrsta forsenda fyrir arðsömum fjárbúskap er að hafa bústofn sem gefur möguleika á sem mestri framleiðni. Þegar þessi listi er skoðaður sést að þessi afurðaháu félög eru fyrst og fremst á þrem svæðum, í Stranda- sýslu, á svæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar og á Austurlandi. Margt af þessu eru félög þar sem fjárfjöldi er takmarkaður en þarna er einnig að finna nokkur stærstu félög á landinu svo sem félögin í Kirkju- hvamms- og Kirkjubólshreppum sem hafa verið að fínna á meðal afurðahæstu félaganna um árabil enda fjárbúskapur þar löngu lands- þekktur fyrir fádæma afurðasemi. Einnig er ástæða til að benda á að í mörgum þeim félögum sem eru á þessum lista á Austurlandi eru afurðir eftir hverja kind 50-80% meiri en þær voru fyrir áratug á síðustu árum áður en til niður- skurðar kom. Nú er listi yfir afurðahæstu búin miðaður við 40 kg framleiðslu en sex aðilar ná þeim mörkum. Aðeins örfá ár eru síðan slík framleiðsla var með öllu óþekkt hér á landi. Búið á Vöglum í Hrafnagilshreppi er þama efst á skrá með 52,5 kg eftir hverja skýrslufærða á. Þetta eru afurðir sem engin dæmi eru um áður hér á landi. Þá er birt skrá um 10 fjárbú með yfir 100 ær skýrslufærðar þar sem afurðir voru yfir 35 kg af dilkakjöti eftir ána. Þama er að finna flest af þeim sömu búum og þar hafa verið á síðustu árum. Hjá Hjálmari og Guðlaugu á Bergsstöðum fást að jafnaði 38,8 kg af reiknuðu dilka- kjöti eftir ána, en fjögur bú úr Kirkjuhvammshreppi er að finna á þessum lista. Þær tölur sem hér eru sýndar varpa skýru ljósi á það að árið 1994 var einstakt ár hvað afurðasemi hjá íslensku sauðfé varðar. Eins og fram hefur komið hefur þátttaka bænda í skýrsluhaldi aukist umtalsvert á síðustu ámm. Bráðlega gefst vonandi tækifæri til að kynna niðurstöður sem sýna mjög sláandi mun á gæðum framleiðslu hjá þeim sem sinna ræktunarstarfi af alúð og þeim framleiðendum þar sem í þeim efnum er látið vaða á súðum. I þeirri erfiðu framleiðslustöðu sem greinin býr nú við er samt verulega ástæða til að framleið- endur greini þær breyttu kröfur sem markaðurinn gerir. Einn þáttur breytinga á öllum matvælamarkaði á síðustu árum em auknar kröfur um gæðastýringu í framleiðslu. Þetta eru breytingar sem eiga vafalítið eftir að hafa en aukin áhrif á næstu árum. Faglegur styrkur framleiðsl- unnar er orðinn beinn þáttur í að skapa jákvæð viðhorf á markaði gagnvart framleiðslunni. Starfsemi fjárræktarfélaganna er augljós hlekkur í slíkri gæðakeðju. Þess vegna er það mikil nauðsyn fyrir íslenska sauðfjárrækt að styrkja stöðu sína með almennari þátttöku framleiðenda í skýrsluhaldi en verið hefur til þessa. MOLRR Bretar hrœddir við kúariöuveiki í sjónvarpsþætti sem sýndur var í Bretlandi nýlega var því haldið fram að kjöt af um 600 kúm sem smitaðar væru af kúariðuveiki (BSE) færu til neyslu innanlands í hverri viku. Það sem veldur áhyggj- um í því sambandi er að hugsanlega geti verið tengsl á milli veikinnar og Creutzfeldt-Jakobs veiki í fólki. í skoðunarkönnun í Bretlandi kom í ljós að fjórðungur aðspurðra kvaðst hættur að neyta nautakjöts eða hygðist hætta því. 12 '95 - FREYR 489

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.