Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 19

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 19
skapað hefur sér varanlegt óorð. Hún er yfirleitt skammvinn nær til mjög fárra. Hún er metnaðarlítil eða metnaðarlaus því að hún miðast yfirleitt við það eitt að halda fólki að verki nokkra hríð. Ekki að byggja upp varanleg og sjálfbær störf. Af þessu leiðir mjög léleg nýting fjármagns sem er af skornum skammti og leggja ætti kapp á að nýttist til hins ítrasta. Vert er að undirstrika að það kerfi sem hér er stungið upp á miðast við varanlega langtímalausn sem gera má ráð fyrir því að taki 5-10 ár að koma í gagnið. Unnt er samt að fara að vinna fljótlega í anda þessara hugmynda og virkja nánast alla atvinnulausa með einhverjum hætti. Pétur Blöndal, alþm., hefur komið fram með ágæta hugmynd af þessu tagi. Margháttuð sértæk úrlausnarefni eru tengd þeirri megintillögu sem hér er sett fram. Vert er að undirstrika að séu engir megingallar á þeim hugmyndinni um „atvinnutryggingar" þá felur hún í sér gríðarlegt tækifæri til að ná betri árangri en nú er raun á. Þetta á við bæði hvað viðvíkur sköpun nýrra verðmæta og lækkun kostn- aðar. Einnig hvað viðvíkur því að efla og viðhalda sívirkri og um- fangsmikilli nýsköpun. Vel skipu- lagt kerfí af þessu tagi getur viðhaldið og tryggt tímanlega sköpun nýrra verðmæta. Það er því ekki einungis góður björgunarbátur á erfiðleikatímum heldur einnig öflugur og sívirkur nýsköpunar- hvati sem mun geta fyrirbyggt atvinnuleysi að nokkru eða veru- legu leyti. Erlendar hliðstœður. Víða um heim eru menn famir að gera sér grein fyrir því að ekki verður unað við óbreytt ástand í vinnumarkaðsmálum. Einkum hið mikla og langvinna atvinnuleysi sem víða er komið upp. Fyrir- komulag atvinnuleysistrygginga er eitt af því sem ofarlega hefur verið á baugi. Almennt talið að gera verði gerbreytingar á velferðarkerfum margra vestrænna ríkja. Astæðan fyrir því að ekki eru komnar fram Atvinnutryggingakerfiö — Megindrœttir Með „atvinnutryggingum“ er átt við kerfi sem ætlað er að taka við af núverandi atvinnuleysistryggingakerfi. Megineinkenni þess eru: 1. Einkum eða einvörðungu er greitt fyrir verk en ekki verkleysi. Sá sem missti vinnu gengi því að skipulögðum verkum um leið og fyrri störfum lyki. Vikulegt vinnumagn færi eftir upphæð atvinnuleysisbóta. Greiðslur fyrir þessi verk kæmu úr „atvinnutryggingasjóði“ sem yrði arftaki núverandi sjóðs. 2. Verkin sem unnin yrðu innan kerfisins skulu upppfylla eftirtalin skilyrði: a) Þau eiga einkum að stuðla að nauðsynlegum umbreytingum þjóðfélagsins, til dæmis nýsköpun og hagræðingu. b) Þau mega ekki keppa við þau störf sem fyrir eru á innlendum markaði. Slíku verður að halda í algeru lágmarki og helst að komast algerlega hjá því. c) Þau eiga að vera eins arðbær eða árangursrík eins og unnt er. d) Þau eiga að vera mjög fjölbreytt og nægileg að fjölda til að geta virkjað alla sem missa vinnu á samdráttartímum. 3. Til að undirbúa fólk undir að takast á við ný verkefni og eins til að halda sér við í störfum sínum verði komið á almennri skyldu til atvinnutengdrar símenntunar sem nemi 100 klukkustundum ári fyrir hvem mann á vinnumarkaði. Menntunin verði miðuð við einstaklingsbundnar forsendur fólks. Byggt verði upp símenntakerfi er geri kleift að leysa þetta verkefni með lágmarkstilkostnaði. 4. Til að tryggja tilvist fjölbreyttra verkefna verði komið á skipulagi sem stuðlar að því að vinna sé lögð tímanlega í skilgreingu og undirbúning þeirra. Einnig að mikill fjöldi fólks með marg- breytilegar forsendur og reynslu komi að því verki og njóti til þess viðeigandi stuðnings. Alyktun Stjóm Bændasamtaka íslands hefur kynnt sér hugmyndir Jóns Erlendssonar forstöðumanns Upplýsingadeildar Háskóla Islands (um atvinnutryggingar í stað atvinnuleysistrygginga), og lýsir sig sammála þeirri hugsun sem í þeim felst. Stjórnin telur að við ríkjandi aðstæður í atvinnumálum beri að leggja þunga áherslu á endurmenntun og hvers konar starfsþjálfun, er geri fólk hæfara til að takast á við ný störf og auki frumkvæði til atvinnusköpunar. Reykjavík, 7. júní 1995 Virðingarfyllstv f.h. Bændasamtaka Islands Ari Teitsson formaður 12 '95- FRBYR 491

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.