Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 20

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 20
veigamiklar og heildstæðar lausnir í þessu efni er sú trú manna eða vissa að til slíks skorti pólitíska sam- stöðu. Ekki það á hinn bóginn að menn telji slíkt óþarft eins og sumir kynnu að álykta. (Sjá Economist , 26.8.1995). Mikill byr fyrir „atvinnu- tryggingum". Þær hugmyndir sem kynntar eru hér hafa nú þegar, eftir rúmlega þriggja ára þrotlaust þróunar- og kynningarstarf undirritaðs, fengið slíkan byr hjá launþegasamtökum auk fjölda annarra að segja má að langt sé komið áleiðs með að skapa þá samstöðu sem til þarf. Þetta virðist vera einstæður árangur því að fjarskyldar hugmyndir sem settar hafa verið fram í Englandi, Danmörku og víðar hafa fengið litlar undirtektir innan verkalýðs- hreyfinga viðkomandi landa. Rétt- ara er reyndar að tala um mikinn mótbyr. Stéttarfélög sem gefið hafa yfirlýsingar. 1. Verkfræðingafélag Islands 2. Verslunarmannafélag Suður- nesja 3. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur 4. Vélstjórafélag Islands 5. Samband íslenskra banka- manna 6. Verkstjórafélag Akureyrar 7. Verkstjórafélag Reykjavíkur 8. Verslunarmannafélag Reykja- víkúr (3) 9. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja 10. Bændasamtök Islands 11. Félag íslenskra stórkaupmanna 12. Félag íslenskra náttúrufræðinga 13. Félag húsgagna- og innanhúss- arkitekta 14. Tæknifræðingafélag íslands 15 Stjórn IV deildar F.Í.L. 16. Félag bókagerðarmanna 17. Sjómannasamband íslands 18. Félag einkaritara. nitolað ó kaffistofunni Eyfirðingar f göngum MOlfM Matareitrunum fjölgar í Noregi I norska blaðinu „Folkehelse“ var fyrir nokkru viðtal við lækni að nafni Jörgen Lassen. Hann heldur því fram að allt að ein milljón Norðmanna sýkist árlega af matar- eitrun. Á hverju ári eru skráð 45-50 þúsund tilfelli matareitrunar í Nor- egi en talið er fullvíst að jafnframt sé nokkuð um óskráð tilfelli. Tegundum sýkla sem heilbrigðis- stofnanir þurfa að kljást við fjölgar stöðugt. Nútíma lifnaðarhættir auð- velda hraða dreifingu sýkla milli landa. Verksmiðjubúskapur, tækni- væddur matvælaiðnaður og inn- flutningur matvæla eykur áhættuna. Því meiri sem afköstin eru í matvælaframleiðslunni, því minna eftirlit verður með hollustu varanna, heldur Jörgen Lassen fram. Niður- gangur, hár hiti, höfuðverkur og beinverkir eru almennt til merkis um að viðkomandi hafi orðið fyrir matarsýkingu. I Noregi eru það oftast sýklategundirnar Salmonella, Camylobocter og Yersinia sem eru valdar að matareitrun. (Dagbladet/Norsk Landbruk nr. 19/'95). í 4. tbl. Freys 1995 voru birtar þrjár vísur eftir Rósberg S. Snædal ásamt skýringum, í tilefni af orða- skiptum Eyfirðings og Þingeyings um göngur. Seinna kom í ljós að þessi kveðskapur var lengri og birtist hann því hér á eftir í heilu lagi ásamt inngangi. „Eyfirðingur og Þingeyingur áttu Undir haustsins himni gráum hart ég sparn við fótunum. Með froðukúf í kjafti fláum kom ég heim úr göngunum. Lúinn ailan laugardaginn leitaði ég túnfótinn. En geldneyta- og gæsahaginn gerðu strik í reikninginn. Róma allir Eyfirðingar einum munni dugnað minn. Ef ég næ í nótt að ganga nátthagann og kálgarðinn. tal saman um göngur og smalanir. Sagði þá Þingeyingurinn að hann hefði aldrei heyrt það kallaðar göngur þótt menn röltu við í kringum túnið í tvo til fjóra tíma nema hér í Eyjafirði. Þarna var viðstaddur Rósberg G. Snædal og gerði hann eftirfarandi vísur af þessu tilefni.“ Ætli nokkur neiti því norður hér um sveitir að talsvert geta tutlað í tveggja stunda leitir. Allt mitt líf er tapað tafl, til þess flnn ég löngum. Þegar ég með þorrið afl þramma heim úr göngum. Höfðu skór og sokkar svikið sárnaði ég í lófunum. Tók á annan tíma mikið að tína féð úr móunum. Hljómar lágt minn lokasöngur lífið sífelld brekka er. Eftir tveggja tíma göngur tek ég ekki á heilum mér. 492 FREYR - 12 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.