Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 22

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 22
Þann dag taka B.I. og við innheimtu á öllum útistandandi kröfum vegna útgefinna upprunavottorða eða vangoldinna sjóðagjalda. Frá því samkomulag þetta tekur gildi þann 15. janúar og þar til að ný lög um útflutning hrossa taka gildi þann 15. apríl mun Félag hrossabœnda fá í sinn hlut 75% skerf af gjaldi því sem greitt er fyrir uppruna- vottorðin, sömu reglur um skiptingu gilda á því sem innheimtist af gjöldum fyrir upprunavottorð sem gefin eru út fyrir 15. janúar 1995. Jafnframt hefur orðið samkomulag á milli Sameinaðra bœndasamtaka og Félags hrossabœnda að Hallveig Fróðadóttir staifsmaður Félags hrossabœnda verði starfsmaður Sameinaðra bœndasamtaka frá og með 15. janúar 1995. “ 2.2. Lokaskýrsla Stoð-endur- skoðunar hf. Skýrslan barst stjóm B.í. 18. september og 20. september álykt- aði stjórn B.I. samhljóða eftirfar- andi á stjómarfundi: „Stoð-Endurskoðun hf, hefur skilað Bcendasamtökum Islands lokaskýrslu um endurskoðun á Stofnverndarsjóði íslenska hesta- kynsins, sjóðagjöldum og útgáfu upprunavottorða, sem Félag hrossabœnda hafði á liendi frá 3. mars 1988 til 15. janúar 1995. 1 áfangaskýrslu frá 10. mars 1995 kom m.a.fram, að innheimta Félags hrossabœnda á sjóðagjöldum hefði brugðist, að þeirsem höfðuframselt innheimtuna til Félags hrossa- bœnda hefðu ekki rœkt eftir- litsskyldu sína, að óvissa vœri um innheimtumöguleika útistandandi sjóðagjalda og að skýringar lœgju ekkifyrir á ósamrœmi í gögnum um útflutning og fleiri atriði. í skýrslunni kom einnig fram að útreikningar sjóðagjalda 1994, hvort sem þau voru greidd eða ógreidd, hefðu verið sannreyndir og reyndust þeir réttir. Við frekari skoðun gagna frá Félagi hrossabœnda komu fram fullnœgjandi skýringar á meintu misrœmi í bókhaldi varðandi skil félagsins á innheimtum sjóða- gjöldum. Jafnframt kemur fram, að Félag hrossabœnda greiddi skuld sína við eigendur sjóðagjalda, kr. Tafla 1. Útfluttir hestar árin 1993 og 1994. 1993 1994 Þýskaland 1321 1273 Svíþjóð 507 441 Danmörk 282 219 Noregur 237 222 Holland 79 42 Austurríki 66 59 England 48 27 USA 88 17 Sviss 55 22 Finnland 25 26 Skotland 10 0 Kanada 5 0 Frakkland 18 14 Ítalía 3 10 Belgía 7 37 Slóvenía 1 0 Færeyjar 0 9 írland 0 2 Lúxemburg 0 2 Litháen 0 63 Alls 2752 2485 1.586.255, þann 15. janúar 1995 eða um leið og það skilaði af sér innheimtunni. Þá voru útistandandi kröfur á útflytjendur hrossa samtals kr. 10.117.736. Síðan hafa innheimst kr. 4.058.000 og ógreiddar eflir- stöðvar þann 12. september sl. voru kr. 6.059.736. Fyrir liggur tillaga um afskrift krafiia að upphœð kr. 450.000, vegna gjaldþrota einstaklinga og vegna beiðni um niðurfellingu. Þá standa eftir u.þ.b. kr. 5.610.000, þar af eru kr. 4.371.000 eða 78% hjá þremur stœrstu skuldurunum, og gildar tryggingar taldar vera fyrir stœrstum hluta (87%) þeirra skulda. Stjórn Bœndasamtaka Islands telur, að með skýrslu þessari sé lokið athugun þeirri sem óskað var á málefnum Stofnverndarsjóðs íslenska hestakynsins og innheimtu sjóðagjalda Irjá Félagi hrossa- bænda. Samtökin hafa tekið að sér og munu lialda áfram innheimtu útistandandi krafna. “ 2.3. Lokauppgjör F.hrb. við B.I. vegna sjóðagjaldainnheimtu. 26. október var síðan gengið frá endanlegu lokauppgjöri við B.I. vegna yfirtöku samtakanna á inn- heimtu útistandani krafna vegna vottorða- og sjóðagjalda. Þar með er lokið umsjón F.hrb. með útflutningi á 10.281 hrossi með innheimtu a 72.493.563 milljónum, þar af 33.403,867 milljónum til Stofnvemdarsjóðs B.I, frá verðlags- árinu 1987/1988 til 15. janúar 1995. III. Reiðhrossaverslunin 3.1. Útflutt hross verðlagsárið 1994/1995. Á verðlagsárinu 1994/1995 voru flutt út 2675 (2692) hross. Helstu útflytjendur voru: Gunnar Arnar- son: 601, Hinrik Bragason: 440, Edda-hestar: 377, V.T. hf & Jón Friðriksson: 209 og Sigurbjörn Bárðarson: 176. í lok september 1995 höfðu verið flutt út um 1977 (2058) hross á þessu ári. Sjá töflu 1. 3.2. Lög nr. 161/31.des. 1994 og reglugerð nr. 220/10. apríl 1995 um útflutning hrossa. Lögin tóku gildi 15. apríl 1995 með verulegum breytingum frá eldri lögum, m.a. í lækkun útflutningsgjalda. Nú er aðeins ein gjaldtaka, kr. 8.000 á útflutt hross, en þeirri gjaldtöku er ætlað að standa undir kostnaði við skoðun á útflutningshrossum, útgáfu upp- runavottorða, 5% af gjaldinu skal greiða í Stofnvemdarsjóð Islenska hestakynsins, sem starfar sam- kvæmt 15. gr. laga nr. 84/1989 um búfjárrækt og 15% af gjaldinu skal greiða í Búnaðarmálasjóð. Eftir- stöðvum hvers árs skal varið til útflutnings- og markaðsmála, að fengnum tillögum útflutnings- og markaðsnefndar. Samkvæmt 6. gr. laganna starfar 5 manna útflutnings- og mark- aðsnefnd en í henni eru: Sveinbjörn Eyjólfsson, tilnefndur af ráðherra, Bergur Pálsson, tilnefndur af F.hrb., Kristinn Hugason, tilnefndur af B.Í., Brynjólfur Sandholt yfir- dýralæknir og Ema Amardóttir, tilnefnd af hrossaútflytjendum. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðgefandi um málefni er snerta útflutning á hrossum og að gera tillögur um ráðstöfun á eftir- stöðvum útflutningsgjalds. 494 FREYR - 12 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.