Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 27

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 27
RITFRCGN Niðurstöður búreikninga 1994 Árleg skýrsla Hagþjónustu land- búnaðarins um niðurstöður búreikn- inga er komin út. Um er að ræða uppgjör ársins 1994 í hefðbundnum búgreinum, (þ.e. í sauðfjár- og nautgriparækt), auk yfirlits yftr afkomu loðdýrabúa, svínabúa, ferðaþjónustubúa, blandaðs rekst- urs og búgreina, sem ekki eru búgreinatengdar, en hafa sjálf- stæðan efnahags- og rekstrarreikn- ing. Hér á eftir er eingöngu fjallað um afkomuna í hefðbundnum búgreinum. Helstu niðurstöður eru þæ, að afkoma búreikningsbúa reyndist að meðaltali vera 3,14% lakari á árinu 1994 en á árinu 1993. Á kúabúum reyndist afkoman að meðaltali 6,75% lakari, á sauðfjárbúum að meðaltali 15,1% betri (sjá nánar skýringar á afkomu sauðfjárræktar- innar aftar í umfjöllun þessari) og á blönduðum búum að meðaltali 1,4% lakari. Á öllum gerðum búa drógust búgreinatekjur saman og aðeins á sauðfjárbúum tókst að auka tekjur utan bús og var sú hækkun um 5% að raungildi. Framlegð jókst um 1% á blönduðum búum, stóð í stað á sauðfjárbúum en dróst saman um 0,3% á kúabúum. Búunum tókst almennt að draga úr tilkostnaði á árinu 1994 og munar þar mestu um sauðfjárbúum féll hann t.d. um rúmlega 1/3 hluta, eða úr 7,3% í 4,8% (sem hlutfall af heildar- tekjum). Samanburður á afkomu eftir landshlutum birtist nú í fyrsta sinn sem sérstakur þáttur í úrvinnslu stofnunarinnar á búreikningum. Niðurstöður ársins 1994 sýna að best afkoma á kúabúum var hjá kúabændum í Eyjafjarðarsýslu, en þar var hagnaður fyrir laun eigenda að meðaltali kr. 1.668.000 á bú. Samsvarandi upplýsingar fyrir ! sauðfjárbændur sýna að best afkoma var á Austurlandi, eða að meðaltali kr. 943.000 á bú. Á blönduðum búum reyndist afkoman einnig best á Austurlandi, eða að meðaltali kr. 1.543.000 á bú. Afkoman í rekstri kúabúa Afkoma kúabúa1 á landinu reyndist að meðaltali 6,75% lakari á árinu 1994 samanborið við 1993. Samanburður á afkomu sömu kúabúa á milli ára (fært upp til verðlags) leiðir í ljós, að framlegð dróst saman um 0,3% og bæði búgreinatekjur og aðrar tekjur hafa minnkað, þær fyrrnefndu um 2,7% og þær síðarnefndu um 9,1%. í annan stað hafa fjármagnsliðir lækkað úr því að vera 5,9% (sem hlutfall af heildartekjum) í 5%. Lækkunin nemur 15,2%. Afkoman í rekstri sauð- fjárbúa Afkoma sauðfjárbúa2 á landinu reyndist að meðaltali 15,1% betri á árinu 1994 samanborið við árið 1993. (Þessa jákvæðu afkomu ber þó að meta í ljósi 48,2% tekjuhruns sem varð á árinu 1993 samanborið við árið 1992, m.a. vegna niður- færslu á greiðslumarki). Saman- burður á afkomu sömu sauðfjárbúa á milli ára (fært upp til verðlags) leiðir í ljós, að framlegð stendur í stað og að samhliða samdrætti í búgreinatekjum um 3,75% hefur nokkuð tekist að lækka tilkostnað við rekstur. Hér má nefna að fastur kostnaður lækkar um 6,2%, hálf- fastur kostnaður um 5,9% og breytilegur kostnaður um 4,7%. 1) Um er að ræða kúabú sem hafa að lágmarki 70% heildarbúgreinatekna af nautgripaafurðum. Fjöldi mjólkurkúa er að meðaltali 25,7 á búi og fjöldi vetrarfóðraðra kinda er að meðaltali 35. 2) Um er að ræða sauðfjárbú sem hafa að lágmarki 70% heildarbúgreinatekna af sauðfjárafurðum. Fjöldi vetrarfóðraðra kinda er að meðaltali 281 á búi og fjöldi mjólkurkúa er að meðaltali 0,4. leikinn sem Halldór átti, jafnframt hlýjunni, átti sinn þátt í því hvernig fór. í sigri Halldórs bjó ósigur hans. Þegar gleði Svövu hvarf, hvarf einnig gleði Halldórs, hlýjan mátti sín þá einskis og stutt varð til endalokanna. Þennan harmræna þátt í lífi Halldórs á Hvanneyri á hann með miklum fjölda manna og kvenna um aldir. Þorsteinn Erlingsson skáld túlkar þetta í kunnri vísu: Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum. Sá er löngum endir á Islendinga sögum. Saga Halldórs á Hvanneyri er vel sögð, hún er fram borin með fullum trúnaði við Halldór jafnt og les- endur. Myndefni eykur mjög gildi hennar og allar skrár sem fylgja henni sýna að hvergi hefur verið gefið eftir í vönduðum vinnu- brögðum. Hafi Bjami heila þökk fyrir listilega vel skrifaða bók. Utgefandi bókarinnar er Bænda- skólinn á Hvanneyri, sem jafnframt hefur hana á boðstólum. Bókin kostar kr. 3.980 og er sendingar- kostnaður innifalinn. Sími Bænda- skólans er 437 0000. M.E. 12 '95 - FREYR 499

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.