Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 29

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 29
ftfíéf TIL RLRDSINS Meðferð á sauðfé Ritstjóri Freys. Mig sem leikmanni langar til að koma með tvær fyrirspurnir til þín, eða þess sem þú telur færastan til að svara. Eg vil áður hafa örlítinn formála. Undanfarin ár hef ég oft farið með bömum mínum heim að sveitabæ í nágrenninu, til að sýna þeirn hús- dýrin og þá sérstaklega sauðburðinn. Höfum við þá verið þar nokkuð tíðir gestir. Mér otbýður hins vegar að sjá hversu erfitt er fyrir ærnarar að fæða hjálparlaust. Oftar en ekki er bóndinn með annan handlegg upp að olnboga inn í viðkomandi á til að ná lambinu eða lömbunum út. Verið er að snúa þeim, setja band á þau og fleira í þeim dúr, til ómældra kvala fyrir skepnuna. Þetta finnst mér mjög óeðlilegur gangur, ekki síst vegna þess að hér er um að ræða nýjan fjárstofn. Ég hef veitt því athygli að umrætt fé er nánast aldrei látið út úr húsi frá því það er sett inn að hausti þangað til sauðburði er lokið. Loftræsting er mjög léleg í húsunum, aðeins opnaðar dyr að hluta þegar gott er veður, þannig að iðulega er eins og að ganga á vegg, þegar komið er inn í fjárhúsin. Ég hef vitneskju um sams konar dænti og ég er búin að lýsa, aðeins lengra frá mér. Eru það þó mjög nýleg hús. Spuming mín er því þessi: Er hugsanlegt að innistaða, ásamt ónógri loftræstingu í fjárhúsum, eigi sök á erfiðleikum við sauðburð? Og í öðru lagi, eru ekki gerðar lágmarkskröfur um útbúnað húsa hvað varðar hreint loft, sem dýralæknir þarf að leggja blessun sína yfir? Með kveðjufrá einum úr þéttbýli. Svar: Freyr leitaði til Sigurðar Sig- urðarsonar, dýralæknis á Keldum, um að svara spurningum í þessu bréfi og fara svör hans hér á eftir: 1. spurning. Löng innistaða, þ.e. hreyfmgar- leysi mikinn hluta eða allan með- göngutímann, getur valdið erfið- leikum á sauðburði. Röng fóðrun hefur sín áhrif Vanfóðrun er slœm. Ojfóðrun er lítið skárri. Lömbin geta orðið ofstór og cemar átt erfitt með að bera hjálparlaust þess vegna. Eifðast er fyrir œrnar að bera stórhyrndum lambhrútum, sem eru einlembingai: Fóðra þarf vel en ekki er sama hvernig fóðrun er hagað. Eftir að menn fóru að rýja að vetrinum er innistaða meiri en áður og rúnar œr éta meira en órúnar. Meira reynir á að fóðrið og fóðrun sé eins og vera ber. Upp- lýsingar um fóður og hvernig best er að fóðra gefa ráðunautai: Slœm loftrœsting á varla þátt í burðarerfiðleikum nema óbeint, en hún getur stuðlað að sjúkdómum í öndunarfœrum og veikir mótstöðu gegn ýmsum kvillum öðrum. Oheppilegt er að þröngt sá á ám. Lömb undan ám sem hafa hœfilega hreyfingu og útivist eru oft hraust- ari en lömb undan innistöðufé, burður gengur betur og minni van- höld verða. 2. spurning. Ekki hefur ennþá verið sett reglu- gerð um útbúnað fjárhúsa og með- ferð á sauðfé eftir nýlegum lögum um búfjárhald. Þess vegna eru ekki í gildi sérstök ákvœði um sauðfé hvað varðar loftræstingu. Hins vegar eru almenn ákvœði í dýra- verndarlögunum um aðbúð dýra og eiga dýralœknar og reyndar hver maður sem verður var við illa eða ófullnœgjandi meðferð á dýrum að láta sig varða slíkt og gera ráð- stafanir til að það sé metið og stöðvað, ef ástœða er til. Best er þá að hafa samband við dýralœkni, Dýraverndarráð eða lögreglu, en þeim aðilum erskyltað bregðast við fyrirspurn eða ábendingu afþví tagi strax. Lög um dýravernd og lög um búfjárhald gefa góða leiðsögn um það, hvernig standa skal að verki. Þeir, sem bent er á, spyrja venju- lega strax: „Hver kœrði mig“? Fulls trúnaðar skal gœta við þá sem koma með slíkar ábendingar, en því er ekki að leyna að einsöku sinnum er klagað að ástœðulitlu og vegna þess að menn vilja koma illu orði á þann sem þeir kœra. Sem betur fer koma menn langoftast með ábend- ingar um illa meðferð á dýrum vegna einlœgrar umhyggju fyrir dýrum. Þeir sem verða fyrir ábend- ingu um illa meðferð á dýrum mega oft þakka fyrir að fá tœkifœri til að hreinsa sitt góða mannorð. Ef eitt- hvað lítið er að, fá menn leið- beiningar í vinsemd og frest til að lagfæra. Ef dýraníðsla á sér stað, eins og fyrir kemur stöku sinnum því miður, þá er tekið í taumana strax. Vissast er þó að láta slíkar kœrur ganga rétta boðleið í samræmi við lögin. Dýraníðingar eiga sér marga afsakendur og málsvara. Rétt er að bœta því við vegna lýsinga „eins úr þéttbýli“ hér að ofan, að menn sem eru með nýjan fjárstofn þekkja hann ekki eins vel og féð sem þeir höfðu áður. Þeir sem eru að byrja búskap hafa ekki 12 ’9S- FREYR 501

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.