Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 34

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 34
Helstu forsendur fyrir því að taka upp nýja matsaðferð eru að hún tekur tillit til þeirra umbreytinga sem örverustarfsemin í vömb hefur í för með sér á fóður- próteinið sérstaklega. I annan stað skapar aðferðin möguleika á réttari próteinfóðrun og betri nýtingu á próteininu í fóðrinu og minni hættu á að prótein tapist út með þvagi. Hagnýt notkun hennar ætti þar af leiðandi að geta minnkað líkur á köfnunarefnismengun Táknin AAT og PBV eru skammstafanir úr dönsku sem við höfum ákveðið að nota óbreyttar. AAT stendur fyrir „ amínósýrur uppteknar í mjó- girni“ og PBV stendur fyrir „próteinjafnvœgið í vömbinni“. AAT - er myndað úr tveimur þáttum: a) Annars vegar amínósýrum sem koma beint úr fóðrinu og ná tii skeifugamar og smáþarma án þess að brotna niður í vömb og b) hins vegar amínósýrum sem örverumar í vömbinni mynda úr einfaöldum samböndum og sem berast til skeifugarnar og smáþarma og meltast þar. Út frá þessu getum við því sagt að AAT tákni summuna af þeim amínósýrum sem standa skepnunni til boða í efnaskiptum hennar á hverjum tíma. PBV - er mælikvarði á próteinjafnvægið í vömb- inni Til þess að stuðla að sem hagkvæmastri prótein- umsetningu í vömb og koma í veg fyrir að prótein tapist úr líkamanum með þvaginu er annar aðalþáttur nýju aðferðarinnar að meta próteinjafnvægið í vömb. Það gefur til kynna mismuninn á magni próteins úr fóðrinu sem brotnar niður í vömb og getur þar af leiðandi staðið örverunum til boða sem hráefni til próteinuppbyggingar og því magni próteins sem örverurnar í vömbinni framleiða. PBV = Niðurbrjótanlegt fóðurprótein - uppbyggt örveruprótein: PBV er neikvætt þegar vöntun er á niðurbrjótanlegu fóðurpróteini í hlutfalli við orku. PBV er jákvœtt þegar ofgnótt er af niðurbrjótanlegu fóðurpróteini í hlutfalli við orku. Til þess að stilla saman magn mikilvægustu aðfang- anna í próteinuppbyggingunni í vömb, - orku og upp- leysanlegt prótein, - og koma í veg fyrir próteintap í þvagi er markmið réttrar fóðrunar að samanlagt PBV gildi allra fóðurtegundanna í fóðurskammtinum verði því sem næst núll. Útreikningur á AAT og PBV Útreikningur á nýju próteingildunum er bæði gerður samkvæmt efnagreiningum á fóðrinu og einnig út frá föstum stuðlum eða matsstærðum sem fundnir hafa verið í fjöldamörgum nákvæmnistilraunum með nautgripi. Hér á eftir eru sýndar aðferðir til útreiknings á AAT og PBV. Aðferð til útreiknings á AAT og PBV: Mæliþáttur: AAT g í kg þurrefnis í fóðri = prótein í fóðri(1 x (1 - próteinniðurbrot í vömb).(2 x amínósýrur í óniðurbrotnu próteiniú x meltanleiki amínósýra úr óniðurbrotnu fóðurpróteini í smáþörmum.(4 + g prótein úr örverum á kg þe. í fóðriú x hlutfall amínósýra í örverupróteini.(6 x meltanleiki amínósýra í örverupróteini.17 Skýringar: 1. Efnagreining (N x 6,25). 2. Mælt með nylonpokaaðferð. 3. Gróffóður = 0,65. Kjamfóður = 0,85. 4. Efnagreining / Fastur stuðull. 5. 179 x kg meltanleg kolvetni í fóðri. 6. 0,70 (70 %). 1. 0,85 (85 %). PBV g í kg þurrefnis af fóðri. = prótein í kg fóðurs.(l - g prótein úr örverum á kg þe. í fóðri.(2 Skýringar. 1. Efnagreining (N x 6,25). 2. 179 x kg meltanleg kolvetni. Greining á köfnunarefni í fóðri er framkvæmd eins og verið hefur (N x 6,25) og mælingu á próteinniðurbroti hefur áður verið lýst. Á grundvelli mælinga í nákvæmnistilraunum er gengið út frá því að hlutfall amínósýra í gróffóðri sé 65% og kjamfóðri 85%. Meltanleiki í smáþörmum á amínósýrum úr óniður- brotnu próteini sé til jafnaðar 82%. Eins og áður segir er gengið út frá því að framleiðsla á örverupróteini sé að jafnaði 179 g fyrir hvert kg af meltanlegum kolvetnum í fóðrinu. Kolvetni í fóðri eru því nýr þáttur sem mæla þarf, a. m. k. til að fínna út meðalgildi fyrir einstaka fóðurflokka. Hlutfall amínósýra í örverupróteini er 70% og meltanleiki þeirra í smáþörmum 85%. Dœmi um útreikning á AAT og PBV í fiskimjöli (tilbúið dœmi); Mælingar/efnagreiningar. Prótein % í þurrefni ........................... 66 Niðurbrot á próteini í vömb, % ................ 40 Amínósýrur í óniðurbrotnu próteini, % ........ 85 Meltanleiki amínósýra í óniðurbrotu próteini, % 82 Meltanleg kolvetni, g í kg þurrefnis ......... 150 Amínósýrur í örverupróteini, % 70 Meltanleiki amínósýra í örverupróteini ......... 85 506 FREYR - 12 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.