Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 36

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 36
Próteinþarfir sauðfjár. Daglegar þarfir áa til viðhalds og á meðgöngutíma (samanlagðar þarfir) Þungi Vtð- Fjöldi Dagar af meðgöngutíma kg hald fóstra 60 74 88 102 116 130 144 55 65 1 67 68 70 74 78 87 120 55 65 2 68 70 74 49 87 101 153 60 68 1 70 71 73 77 81 90 122 60 68 2 71 73 77 82 90 104 156 65 71 1 73 74 76 80 84 93 125 65 71 2 74 76 80 85 93 107 159 70 73 1 75 77 79 82 87 96 128 70 73 2 77 79 82 88 96 110 162 Fæðingarþungi lamba er 4 kg, einlembingar, og 6,5 kg, tvílembingar. Daglegar þarfir mylkra áa til viðhalds og mjolkurframleiðslu fyrst eftir burð, g AAT /á Þungi Viðhald Einlemba Tvílemba kg g AAT g AAT g AAT 55 .......... 65 192 247 60 .......... 68 195 250 65 .......... 71 198 253 70 .......... 73 201 255 Samanlagðar daglegar þarfir lamba til viðhalds, ullar- og líkamsvaxtar, g AAT á grip Við- Vöxtur g á dag Þungi hald 50 kg g AAT HG H 100 G H 150 G H 200 G H 250 G 10 12 39 38 55 53 70 67 86 81 102 96 20 21 47 45 61 58 76 71 91 84 105 97 30 28 53 51 67 63 81 75 95 87 109 99 40 35 60 57 73 68 86 80 100 91 113 102 50 41 66 63 79 74 91 85 105 95 118 106 H=hrútur. G=gimbur. Viðhaldsþörf ún ullarvaxtar. Þarfir fyrir PBV. PBV er eins og áður hefur komið fram mælikvarði á jafnvægið í próteinbúskap vambarinnar og gefur vís- bendingu um hvort þar ríki jafnvægi á milli aðgengilegra köfnunarefnissambanda annars vegar og auðnýtanlegrar orku fyrir vambargerlana hins vegar. PBV gildi er reiknað út fyrir hverja einstaka fóðurtegund og verður gefið upp í fóðurtöflum. Æskilegt er að samanlögð PB V- gildi þeirra fóðurtegunda sem gripirnir fá í dags- skammtinum séu sem næst núlli. PBV- gildið er því umfram allt hentugur leiðarvísir við skipulagningu fóðrunar til þess að velja saman fóðurtegundir í dagsskammt gripsins sem hentar þeim markmiðum sem við setjum okkur í fóðruninni. Þar sem umframmagn af einföldum köfnunarefnis- samböndum (ammoníak) sem berast frá vömb skilst ekki allt saman út með þvaginu, heldur flæðir til baka aftur um munnvatn og beint inn í vömb þar sem það getur nýst örverunum til próteinuppbyggingar er talið ásættanlegt að PBV - gildið sveiflist eitthvað niður fyrir núllið. I þessu sambandi er miðað við eftirfarandi sveiflumörk; Mjólkurkýi; fyrst eftir burðinn: 0 gá dag Mjólkurkýr, á seinni hluta mjaltaskeiðs: 0 til -200 g á dag Ungneyti og kvígur: -30 til -150 g á dag Ær: -0 til -20 g á dag. Afleiðingar nýrrar aðferðar við próteinmat Hér að framan hafa verið rakin helstu grunnatriði og nýmæli nýju aðferðarinnar við próteinmat. Eins og nefnt er í upphafi eru markmið breytinganna að skapa skilyrði til að ná fram réttari og hagkvæmari fóðrun. Aðferðin skapar möguleika á betri nýtingu á próteini úr góffóðri til mjólkurframleiðslu og ennfremur að koma í veg fyrir offóðrun á próteini og óþarfa próteintap út í umhverfið og mengun því samfara. Það hefur lengi verið vitað að meltanlegt prótein gæfi ófullnægjandi mynd af því próteini sem stendur skepnunum til boða, einkum vegna þeirra umfangsmiklu breytinga sem fóðurpróteinið verður fyrir vegna örverustarfseminnar í vömb jórturdýra. Sérstaklega mátti reikna með að próteinfóðrun hámjólka kúa væri ófullnægjandi með þeirri mæliaðferð. Viðamesta nýmæli fóðurmatsaðferðanna beggja, þegar þær eru skoðaðar í samhengi, er að nú gefst tækifæri til að meta samspil orku og próteins í fóðrinu og betri grundvöllur skapast til þess að velja saman í fóðurskammt fóðurtegundir sem henta þörfum gripanna á hverjum tíma, einkum próteinþörfum þeirra. Mark- miðið er að velja saman í tiltækar fóðurtegundir sem ýmist hafa neikvætt eða jákvætt PBV gildi, þannig að fóðurskammturinn í heild komi út sem næst núlli eða innan þeirra sveiflumarka sem við setjum okkur og unnt er að mæla með. Hvaða þýðingu hefur PBV? Ef við skoðum niðurstöðudæmin í töflu 2 sjáum við að meirihluti þeirra gróffóðurtegunda sem þar eru reynast með jákvætt PBV gildi. Snemmslegin úrvalstaða og gott vothey hafa jákvætt PBV-gildi. Það sem þegar hefur birst af niðurstöðum heyefnagreininga frá bændum nú í haust sýnir jákvætt gildi í meirihluta sýnanna. Þess vegna er við því að búast að langstærstur hluti þess heyfóðurs sem mjólkurframleiðendur eiga (snemmslegið velverkað rúlluhey) sé með tiltölulega hátt PBV-gildi. 508 FREYR - 12 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.