Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 37

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 37
ÚREFNIí SYRUR: - EDIJ(SYRA - PROPIONSÝRA - SMJÖRSÝRA Mynd 1. Feríll köfnunarejhissambanda um efnaskipti jóríurdýra. Myndin sýnir okkur í grófum dráttum hvernig feríll prótein- sambandanna úr fóðrínu er um fremri hluta meltingarvegar hjá jórturdýri. Til viðbótar þessu virðist flest benda til þess að þær kjarnfóðurblöndur sem mest hafa verið notaðar undanfarin ár séu PBV jákvæðar eða liggi mjög nærri núllinu. Mikilvægasta viðfangsefni í kjölfar nýju aðferðanna er að bregðast rétt við þessum kringumstæðum. Til þess að lækka PB V í heildarfóðrinu eru einkum um þrjár leiðir að velja: • Lækka PBV í gróðffóðri. • Velja nýjar gróffóðurtegundir í fóðurskammtinn. • Velja kjamfóður með lágu (neikvæðu) PBV gildi. Lækka PBV í gróffóðri. Ef við skoðum nánar á hvern hátt er unnt að lækka PBV í gróffóðri er það fyrst og fremst á tvennan hátt. Annars vegar með því að draga úr notkun á köfnunarefnisáburði og hins vegar með því að slá seinna. í fljótu bragði eru þessar leiðir báðar í hrópandi mótsögn við þær almennu leiðbeiningar sem mörg undanfarin ára hefur verið haldið að bændum um mikilvægi þess að slá snemma og bera vel á. Þær eru því tæpast raunhæfar. Að draga úr notkun köfnunar- efnisáburðar gæti haft neikvæð áhrif á uppskeru, bæði í orku og próteini, og seinkun á slætti gæti einnig haft áhrif á gróffóðurgæði og gróffóðurát. Ljóst er að hér verður að vega og meta kosti og galla beggja þáttanna. Nýjar gróffóðurtegundir. Af nýjum gróffóðurtegundum sem bændum standa til boða til þess að lækka PBV í heildarfóðrinu koma einkum til greina mysa, bygg (malað eða valsað) og maís. Við okkar aðstæður er því tæpast árangurs að vænta með þessari leið einni saman. Val á kjarnfóðurblöndum. Langmikilvægasta og skjótvirkasta aðgerðin sem grípa má til til að lækka PBV er að velja fóðurblöndur sem hafa lágt PBV gildi. Einn þáttur þessara breytinga í fóðurmati er einmitt sá að kjamfóðuriðnaðurinn komi ákveðið inn í breytingamar og taki þátt í að aðlaga fóðurblöndur að þeim gróffóðurgæðum sem fyrir hendi eru á hverjum tíma. það veltur mikið á honum hvemig til tekst. Ekki er raunhæft að ætla að sú breyting sem gera þarf á samsetningu kjamfóðurblandna verði snögg. Ætla verður eðlilegan tíma til aðlögunar og varast snöggar breytingar á samsetningu þess. Forsvarsmenn kjarnfóðuriðnaðarins hafa tekið þeirri málaleitan vel að gefa úr hið fyrsta bráðabirgðatölur fyrir nýju gildin (FEm, AAT og PBV) til viðmiðunar fyrir bændur svo að þeir geti þegar farið að leggja gróft mat á fóðmn gripa sinna út frá hinum nýju fóður- matsþáttum. Helstu heimildir. Tryggve Skjevdal og fl. 1992. Ny energi og proteinvurdering for drövtyggere. STIL. Bragi L. Ólafsson 1990 og 1995. Erindi á Ráðunautafundum BÍ og RaLa. Gunnar Guðmundsson 1987. Ársrit Ræktunarfélags Norður- lands. 1987. 12 '95 - FREYR 509

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.