Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1996, Blaðsíða 8

Freyr - 01.06.1996, Blaðsíða 8
Mér fannst alltaf aö hér œtti ég heima Viðtal við Magnús Sigurðsson bónda á Gilsbakka í Hvítársíðu, síðari hluti. / fyrri hluta viðtalsins rakti Magnús m.a. œsku sína og uppvöxt, gaf greinargóða lýsingu á Gilsbakka og lýsti baráttunni við mœðiveikina. Magnús Sigurðsson. (Freysmynd). Allt er þetta spurning um hvaða jafnvœgi menn kjósa milli skilvirkni valdsins og dreifingar þess. Þú hefur líka tekið þátt í félags- málum hér í sveit og sýslu? Jú, eitthvað, maður byrjaði náttúrlega ungur í ungmennafélaginu og síðar ung- mennasambandinu, ég var dálítið í stjóm þeirra beggja. Ég hef svo verið í hrepps- nefnd um tíma, ætli ég sé ekki á tíunda kjörtímabilinu. Finnst þér verkefni hreppsnefnd- arinnar hafa verið að breytast? Já, verkefnunum hefur fjölgað og þau eru mörg leyst í samvinnu við önnur sveitarfélög. Við höfum lengi verið í samstarfi við alla sveitahreppa í Mýra- sýslu um grunnskólann á Varmalandi og erum reyndar núna líka komin í aðild að Kleppjárnsreykjaskóla fyrir hálfa sveitina. Félagsheimili á hreppurinn með Hálsa- hreppi og ungmennafélaginu og fleiri félögum í báðum sveitum. Við erum í brunavamasamstarfi með nokkrum öðram sveitarfélögum, fjallskilafélagi með enn öðrum, stöndum að sparisjóðnum og héraðsnefnd með enn öðmm hópi, dvalarheimili aldraðra o.s.frv. Margháttuð samvinna, en breytilegt mynstur. Margir fella sig vel við þá tilhögun við lausn á sveitarstjórnarverkefnum, en allt er þetta auðvitað spuming um hvaða jafnvægi menn kjósa milli skilvirkni valdsins og dreifingar þess. Ert þú áhugamaður um sameiningu sveitarfélaga? Nei, ég hef ekki verið neinn áhuga- maður um að sameina þennan hrepp neinum öðrum sérstaklega. Mér er hins vegar ljóst að sameining hreppa getur víða átt rétt á sér, en ég held að misráðið hafi verið að ætla að keyra það í gegn allt að því í einu vetfangi nánast ofan frá. Jafnvel þó að sú umræða hafi upphaflega komið upp í samtökum sveitarfélaga, þá finnst okkur almenningi það koma ofan frá. Það fer ekki heldur hjá því að þeir, sem eru á jöðrum á stóru svæði, sem lagt er til að sameina, óttist að verða þar útkjálkamenn. Það var lagt til að sameina hér alla Mýrasýslu, Borgarnes með um 1800 manns og sjö hreppa með um 900 manns alls. Mörgum hér leist ekki á þá tilhugsun að vakna einn morguninn sem jaðar- byggjar í þéttbýlissveitarfélagi, og hugs- uðu sem svo að best væri að bíða og sjá hverju fram yndi. Samstarf okkar við önnur sveitarfélög beinist líka að hluta til suður fyrir ána, svo að hér var að mörgu að hyggja. Samstarf við Borgames er nauðsynlegt og ágætt og ekkert undan því að kvarta. Án þess að mér detti andartak í hug að það yrði vísvitandi stefna þéttbýlisins að vanrækja dreifbýlið innan slíks sveitarfélags, þá verður ekki fram hjá því litið að áherslur eru eðlilega mis- munandi. Mér fínnst það hafa verið fljótræði að fara út í þá sameiningu, sem gerð var og heitir Borgarbyggð, því að mér finnst hún hvorki vera fugl né fiskur, en vonandi verður hún til góðs þeim, sem þar eiga í hlut. Ég tel hins vegar, að ef ætti að sameina stórt þá kæmi ekkert til greina nema allt héraðið, a.m.k. frá Hafnarfjalli að Hítará, þess vegna lengra bæði suður og vestur, ef svo vildi. Ég vildi gjaman ræða það. Ég get hins vegar aldrei sætt mig við hversu ómarkviss og klúðursleg vinnu- brögð Alþingis hafa verið í þessum málum á undanförnum árum. Að leggja af sýsl- urnar, sem voru alveg kjömar til að gera að eins konar yfir-sveitarfélögum með auknu valdi í ýmsum málum, og vaxandi samstarfi, en þó vissu sjálfstæði hinna 224 FREYR - 6. '96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.