Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1997, Qupperneq 21

Freyr - 01.01.1997, Qupperneq 21
skólans og tilraunir gerðar með þol þeirra og uppskerumagn. Reyndust tvær tegundir, Deutsche evem og Abundance, bera af hinum og var þeim fjölgað til dreifingar víðsvegar um landið." Það var Askell Löve sem sá um rannsóknirnar. Frá At- vinnudeildinni og ef til vill fleimm breiddist afbrigðið Abundance út. Það var um langt skeið útbreiddasta afbrigðið hér á landi og mun enn vera til á stöku stað. Oli Valur Hansson beitti sér fyrir að fá þá stofna af jarðarberjum, sem best reyndust í Noregi, í til- raunir á Islandi. Það vom afbrigðin, Senga Sengana, Glima, Jonsok og Zephyr. Hann gerði tilraunir með þau og sendi þrjú þau fyrstnefndu til athugunnar á Hvanneyri árið 1977. Þar hafa þau verið ræktuð síðan. A hundrað ára afmæli skólans á Hvanneyri, árið 1989, var vígt þar upphitað gróðurhús. Það varð til þess að árið 1991 voru fengin fjögur afbrigði af jarðarberjum, semnotuð hafa verið í upphituðum gróðurhús- um í Hollandi og víðar, þeirra á meðal voru Elsanta og Elvira. Helsti frumkvöðull jarðaberja- ræktar, sem búgreinar á Islandi, er Ami Magnús Hannesson á Flúðum, sem hóf framleiðslu á jarðarberjum árið 1985 og er enn að. Möguleikar jarðaberjaræktar, sem búgreinar á íslandi, byggist á að rækta ber undir gróðurhlífum, fyrir markað í júní- ágúst, eða rækta jarðarber í upphit- uðum og helst raflýstum gróðurhús- um. Ber ræktuð á íslandi em trú- lega dýr í framleiðslu, en ættu að vera góð, m.a. vegna þess að stuttur tími er frá tínslu til sölu og auðvelt ætti að vera að láta fara vel um þau í flutningum. Jarðarber em þeim mun betri, sem þau em ferskari og það er erfitt að flytja jarðarber um langa vegu. Jarðarberjaafbrigði I tuttugu ár hafa verið gerðar athug- anir og tilraunir með ræktun mis- munandi afbrigða og tegunda af jarðarberjum á Hvanneyri. Alls hafa verið reynd 20 afbrigði og tegundir. Ragna Hróbjarlsdóttir hlúir að jarðarberjaplöntum í tilran á Hvanneyri. Það em þrjú afbrigði, sem hafa reynst vel í þessi tuttugu ár, Glima, Jonsok og Senga Sengana. Þau hafa verið ræktuð við mismunandi að- stæður, í plastbúrum, undir trefja- dúk og í óupphituðu plastgróður- húsi. Afbrigðið Elsanta hefur gefið mesta uppskeru í heitu gróðurhúsi. Glima jarðarber em ljúffeng og fljótsprottin. í upphaflegum heim- kynnum þeirra í Noregi, þykja berin heldur smá fyrir sölumarkað. Þetta em fljótvöxnustu berin, sem reynd hafa verið á Hvanneyri. Við erfiðar aðstæður, t.d. þegar berin voru ræktuð í plastbúrum eða undir trefjadúk í slæmu árferði, gaf af- brigðið tiltölulega góða uppskem. (Ljósm. M.Ó.) Glima hentar vel til ræktunar í heimilisgörðum. Jonsok gaf mesta uppskeru í óupphituðu plastgróðurhúsi, af þeim afbrigðum sem reynd voru. Jonsok er norskt afbrigði, sem þroskar ber lítið eitt seinna en Glima, ef ræktunin fer fram í óupp- hituðu plastgróðurhúsi. Þegar jarð- arberin voru ræktuð í plastbúrum þroskuðust ber af Jonsok viku seinna en ber af Glima. Á Hvann- eyri var ekki talinn munur á gæðum berja af þessum afbrigðum. Senga Sengana er þýskur stofn, sem á Hvanneyri gaf góða uppskeru í góðum ámm, en litla í erfiðu ár- ferði. Berin þykja góð. Þegar berin 7. ‘97-FREYR17

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.