Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1997, Qupperneq 26

Freyr - 01.01.1997, Qupperneq 26
Ráðstefna NÖK eyjum sumarið á fllands- 1996 Norrænn félagsskapur nautgripa- ræktarmanna, NÖK - nordisk ökonomisk kvægavl, kemur saman annað hvert ár til skiptis á Norður- löndunum. A fundum samtakanna eru rædd sameiginleg áhugamál þeirra sem stunda nautgriparækt, rýnt í stöðu greinarinnar, reynt að skyggnast um framtíðarþróun og, síðast en ekki síst, tíma varið til að kynnast aðstæðum starfsbræðra í hverju landi og njóta félagslegra samskipta. Algengt er að fjölskyld- ur, makar og böm, félagsmanna sæki fundina. Aðild að samtökunum er tak- mörkuð við 40 þátttakendur frá hverju landi og skylt er félögum að sitja tvær af hverjum þremur ráð- stefnum samtakanna. Þessu ákvæði hefur ekki verið beitt af fullum þunga gagnvart Islendingum, eink- um vegna þess hve umtalsvert meiri kostnað þeir hljóta að bera vegna ferðalaga. Félagsskapurinn NÖK var stofn- aður í Falkenberg í Svíþjóð árið 1948. Hann verður því fimmtíu ára 1998. Þá er ráðgert að halda ráð- stefnu á stofnstaðnum. Árið 2000 er svo fyrirhugað að halda fund samtakanna hér á landi. Einu sinni hefur ísland staðið fyrir ráðstefnu- haldi af þessu tagi en það var árið 1984. Þá var hún haldin á Laugar- vatni. Fundurinn á Álandseyjum 1996 Fundurinn sl. sumar var haldinn í lok júlí og stóð finnska deildin að undirbúningi hans og framkvæmd. Þátttakendur voru vel á þriðja hundrað frá öllum Norðurlöndunum og þar af fimm frá Islandi. Dagskrá þessara funda er jafnan Eftir Gunnar Guðmundsson, nautgriparæktarráðunaut hjá BÍ fjölbreytt að efni og helgast nokkuð af málefnum sem fulltrúar frá þeirri landsdeild sem stendur fyrir ráð- stefnunni hverju sinni leggja áherslu á. Helstu efnisþættir sem fjallað var um á Álandseyjafundin- um má segja að hafi verið þessir: * Aðlaðandi framleiðsluumhverfi er jafnframt nýtur velvilja neytenda. * Væntingar mjólkurframleiðenda um þróun á nýrri öld. * Gæðastýring í framleiðslunni og ræktun hraustari gripa. Fjölmörg fróðleg erindi um ofan- greinda málaflokka voru flutt á fundinum, sem vert væri að gera ít- arleg skil hér á síðum blaðsins. Hér verður þó aðeins stiklað á stóru og dregnir fram fáeinir markverðir þættir úr umfjöllun fundarins. ímynd framleiðslunnar - væntingar framleiðenda Fjárhagsleg afkoma mjólkurfram- leiðenda á Norðurlöndum hefur ver- ið til umfjöllunar á mörgum undan- gengnum árum á fundum samtak- anna. I þessu efni Ieita framleiðend- Fjórir af íslensku þátttakendunum á tröppum elsta kaffihúss í Mariehamn, Bager- stugan 7, hantverkare, f.v. Jóhannes Torfason og Elín Sigurðardóttir, kona hans, á Totfalœk og Gunnar Guðmundsson og Gíslína Lóa Kristinsdóttir, kona hans. 22 FREYR -1. ‘97

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.