Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1997, Síða 27

Freyr - 01.01.1997, Síða 27
Ráðstefnan fór fram á Hótel Arkipelag íMariehamn. (Ljósm. Jóh. Toifason). Frá höfninni í Mariehamn. (Ljósm. Jóh. Torfason). ur allra leiða til að styrkja og treysta fjárhagsstöðu sína, en ekki síður og um leið að skapa jákvæða ímynd framleiðslunnar í augum neytenda og gera framleiðsluumhverfið að- laðandi. Krafa neytenda um allan heim um ódýrari matvörur frá landbúnaði er hávær. Ýmsum úr hópi framleið- enda finnst að þama sé komið að ákveðnum þáttaskilum og að ekki verði gengið öllu lengra án þess að vegið sé nærri lífrænum grundvelli framleiðslunnar, eðlilegu jafnvægi í umhverfinu verði ógnað og rót- grónu framleiðsluskipulagi koll- varpað. Fram kom á fundinum, að í ýmsum löndum (Danmörku) er haf- inn undirbúningur að víðtæku, sam- eiginlegu átaki til að kynna almenn- ingi aðstæður og umhverfi til sveita, sem mikilvægra þátta í ímynd fram- leiðslunnar. Ef til vill má ætla að neytendur kunni almennt að gera óvægnari kröfur um verðlag á land- búnaðarvörum en efni standa til, sér í lagi á búfjárafurðum, vegna ónógrar vitneskju á því hvernig framleiðsluvörurnar verða til. Framleiðendur spyrja því: * Getur aukin þekking neytenda og kynning á högum framleiðend- anna og staðháttum við fram- leiðsluna breytt viðhorfi þeirra til varanna í jákvæða átt, þar með talið til verðlagningar? * Gera neytendur sér nægilega góða grein fyrir því að gæði og umfram allt örugg gæði framleiðsluvar- anna hljóta alltaf að kosta eitt- hvað aukalega? Gæðastýring í framleiðslunni Á fundum samtakanna hefur á und- anfömum ámm verið fjallað um gæðastýringu í frumframleiðslu nautgripaafurða. Á því sviði eru Norðurlöndin komin mislangt, en þó einna lengst í heiminum. Flest- um ber saman um að jákvæður árangur þess starfs sé sýnilegur og að áfram skuli keppt að því marki 1. ‘97 -FREYR 23

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.