Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 7

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 7
þágu bænda hér í Bændahöllinni. Hann var í öllu trúr yfir litlu sem stóru og honum voru falin hin erfið- ustu og vandasömustu viðfangsefni, ekki vegna þess að hann sæktist eftir þeim - eða eftir veraldlegum frama yfirleitt - heldur var hann til þeirra kallaður. Ami ólst upp í fjölbýli á Græna- vatni í Mývatnssveit í gróinni bændamenningu og góðum búskap- arhefðum. Þá mun félagslíf af öllu tagi hafa verið með hvað mestum blóma í Mývatnssveit af öllum sveitum landsins, m.a. var sönglíf mikið og faðir hans með þeim fyrstu til að stjóma karlakór. Hann fór með yngri bróður sín- um, Þóroddi, til náms undir skóla á Akureyri og tóku þeir próf upp í annan bekk Menntaskólans. Þar luku þeir gagnfræðaprófi vorið 1936. En svo sem oft var raunin á þessum tíma leyfðu efni og aðstæð- ur ekki að báðir héldu áfram í skóla og Ami hvarf heim og varð stoð for- eldra og yngri systkina næstu árin. Þau Ami og Jóhanna hófu bú- skap í félagi við foreldra Áma, sem þó höfðu ekki nema 1/4 jarðarinnar til afnota. Þau fóru því fljótlega að svipast um eftir jarðnæði, sem þá reyndist ekki mikið framboð af í heimahögunum. Þá gerist það haustið 1944 að fal- ast er eftir því að ungu hjónin tækju að sér að reka svonefnt sýslubú á Eystri-Skógum undir Eyjafjöllum. Skólinn var þá í byggingu sem hér- aðsskóli í samvinnu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslna og ríkisins, en sýslunum tveimur hafði verið gefin jörðin til skólahalds þar og ráðamenn hennar vildu að þar yrði rekið myndarlegt bú, m.a. skólanum til styrktar. Það var frændi Áma, séra Erlendur Þórðarson í Odda, einn af þeim sem vom í undirbún- ingsnefnd skólans, sem skrifaði honum og bauð að þau tækju við bú- inu. Ámi lýsti þessu og för sinni suð- ur til að kanna aðstæður í ágætu við- tali er birtist í Frey árið 1992 og um margt er stuðst við hér. Eftir að hafa skoðað aðstæður og hitt nefndar- menn var það bundið fastmælum að Ámi tæki við búinu. Segist þá Ámi hafa spurt hvort ekki ætti að gera um það bindandi samning. Því svaraði Gísli Sveinsson, þá sýslumaður og alþingismaður, neitandi; þeir treystu honum og hann yrði að treysta þeim. Á þessu gagnkvæma trausti var byggt og Ámi og Jóhanna ráku sýslubúið á Skógum í 23 ár, alltaf með hagnaði, og allt var það byggt upp af eigin aflafé búsins, fyrir utan það að venjuleg stofnlán voru tekin. Ámi vakti strax athygli á sér sem mikill fjárræktarmaður með gjör- breyttu búskaparlagi frá því sem þar hafði tíðkast. Um kynbótastarfið í sveitinni eftir fjárskipti 1952 segir Hjalti Gestsson fyrrv. ráðunautur í bók sinni Sauðfjárrækt á Suður- landi: „Ræktunarstarfið var rækt af miklum áhuga og fagmennsku, en þar bar hæst frábær ræktunarstörf Áma Jónassonar bústjóra sýslubús- ins á Ytri-Skógum. Hann var for- maður fjárræktarfélagsins og var mjög mikið í ráðum um lambhrúta- val í sveitinni. Undir handarjaðri Áma Jónassonar þroskuðu ungir bændur fjármannshæfileika sína og á þessum ámm var það mikið merki- legt ræktunarátak". En Ámi markaði fleiri spor í ræktunarmálum Austur-Eyfellinga. Hann var í forystu um félagsræktun þeirra á Skógasandi, sem hafin var árið 1953 með tilstyrk Landgræðsl- unnar. Sú félagsræktun var fyrst sinnar tegundar, bæði það að rækta upp úr svörtum sandi samfelld tún og að að því stæði hópur bænda, en þama áttu allar jarðir sveitarinnar hlut að. Ræktaðir voru um 300 ha í samfellu, og gerbreytd það búskap- araðstöðu í sveitinni og var ræktun- in raunar forsenda breyttra búskap- arhátta. Ámi var formaður félagsins sem stofnað var um ræktunina allt þar til hann fluttist frá Skógum. Ámi var fljótlega kvaddur til fjölmargra félagsstarfa; í sveitar- stjóm, skólanefnd og á fundi búnað- arsambands og árið 1963 var hann kosinn annar af fulltrúum Rangæ- inga á aðalfund Stéttarsambands bænda og sat þá næstu árin. Heimili Jóhönnu og Árna á Skógum er öllum minnisstætt er þangað komu, slík var snyrti- mennskan og fagurt yfirbragð á öll- um hlutum. Jóhanna var víðþekkt fyrir snyrtimennsku sína og dugnað að hverju sem hún gekk. Er það spurðist veturinn 1967-68 að Ámi hygðist láta af bústjóm á Skógum stóð ekki á því að til hans væri leitað. Þá var ákaflega erfitt ár- ferði og sett hafði verið niður svo- nefnd „harðærisnefnd" á vegum landbúnaðarráðuneytis. Henni var síðan falið að gera víðtæka könnun á efnahag bænda, en til að vinna það verk þurfti nefndin glöggan og traustan starfsmann. Einn nefndar- manna var dr. Halldór Pálsson bún- aðarmálastjóri sem þekkti vel til Áma frá ráðunautarárum sínum og hann leitaði til Áma sem kom til starfans. I framhaldi af þeim um- fangsmiklu störfum og að fengnum niðurstöðum skipaði landbúnaðar- ráðherra aðra nefnd til að vinna að lausn á fjárhagsvanda þeirra bænda sem erfiðast áttu. Ámi var skipaður formaður þeirrar nefndar og fylgdu störfum hennar m.a. mikil ferðalög um landið og gaumgæfileg athugun á högum fjölmargra bænda. Fram- angreind störf Áma voru þau fyrstu sem hann vann í Bændahöllinni hér í Reykjavík en ekki þau síðustu því að hér átti hann eftir að starfa næstu 23 árin. Er Kristján Karlsson erind- reki Stéttarsambands bænda féll frá síðla árs 1968 var leitað til Áma og lagði Gunnar Guðbjartsson að hon- um að taka að sér starfið. Ami sagð- ist hafa verið tregur til og vantreyst sér til starfans. Forráðamenn Stétt- arsambands bænda vissu hins vegar betur. Þeir þekktu til fyrri starfa Áma. Á þessum ámm skipaði Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra Áma í nefnd sem vann að endurskoðun laga um lax- og silungsveiðar (veiðimálalög). Eftir að tókst að ná fram breytingum á þeirri viðkvæmu löggjöf skipaði ráðherra Áma for- mann nýrrar veiðimálanefndar og gegndi hann því starfi næstu 17 árin. Freyr 9/98 - 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.