Freyr - 15.07.1998, Side 8
Ég kynntist störfum Árna í veiði-
málanefnd hin síðari ár hans þar og
fann hve vel honum fórust þau úr
hendi, hve víðtæka þekkingu hann
hafði á veiðivötnum landsins og að-
stæðum hjá hverju veiðifélagi og
hve farsællega honum tókst að leiða
viðkvæm mál til lykta. Nokkru síðar
tók Árni sæti í yfirmatsnefnd veiði-
mála og er mér kunnugt um að þar
nýttist vel þekking hans og réttsýni.
Enn var leitað til Áma laust fyrir
1970 og hann skipaður í nefnd til að
semja frumvarp til jarðalaga, sem
voru nýmæli í landbúnaðarlöggjöf-
inni. Sömu mönnum var falið að
endurskoða eldri ábúðarlög og unnu
þeir frumvörp sem urðu stofninn í
núverandi lögum um þessi efni, þó
að nokkrar breytingar hafi verið
gerðar á þeim. Jarðalagafrumvarpið
var á sínum tíma all umdeilt, enda
varðaði það miklu, en góð sátt náð-
ist um þau grundvallaratriði sem
nefndin lagði til.
Störf Áma urðu í tímans rás mjög
fjölbreytt þó að í upphafi væri ætl-
unin að erindrekinn sinnti einkum
því að mæta á fundum með bænd-
um. Reyndin varð sú að Gunnar
Guðbjartsson annaðist það verkefni
meira framan af en Árna voru falin
nær óteljandi mál, stærri eða
smærri, til könnunar eða undirbún-
ings fyrir afgreiðslu og stöðugt
meira var til hans leitað af bændum
eða öðrum til að afla upplýsinga eða
greiða úr álitamálum.
Stéttarsambandið var á fyrstu
árum Árna mjög fáliðað á skrifstofu,
aðeins Sæmundur Friðriksson fram-
kvæmdastjóri í hluta úr starfi og
formaðurinn, Gunnar Guðbjartsson,
í hálfu starfi. Fyrir vikið var sam-
starfið náið og gagnkvæmt traust
ríkti. Ámi mætti síðar á fjölda funda
víða um landið. Af öllu þessu uxu
kunnugleikar þeirra, ekki aðeins á
öllum málum landbúnaðarins, á að-
stæðum og búskap í öllum héruðum,
heldur og á kjörum og málum ein-
stakra bænda svo að við lá að þeir
þekktu meira eða minna til allra
bæja og bænda á landinu. Það var
líkt með Gunnari Guðbjartssyni og
Árna Jónassyni, að báðir höfðu ein-
stætt og trútt minni og báðir voru
glöggir á allar tölur og hagrænar
stærðir.
Þetta allt kom sér einstaklega vel
þegar Stéttarsambandið og Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins tóku að
skipuleggja stjórn á framleiðslunni
eftir lagabreytinguna árið 1979.
Ákveða þurfti hverjum og einum
bónda framleiðslurétt í hlutfalli við
framleiðslu undanfarinna ára, að
teknu tilliti til allra aðstæðna sem
réttlætt gátu ýmis frávik. Þetta var
bæði flóknara og vandasamara við-
fangsefni en menn höfðu áður staðið
frammi fyrir.
Nú varð sú breyting að Gunnar
lét af formennsku hjá Stéttarsam-
bandinu og tók við framkvæmda-
stjórn Framleiðsluráðs landbúnaðar-
ins, en á því hvíldi framkvæmd lag-
anna. Það kom þá eins og af sjálfu
sér að Gunnar fékk Áma með sér
lánaðan frá Stéttarsambandinu til að
vinna að þessum málum. Árni mót-
aði hugmyndir að þeim aðferðum,
sem beitt var við að ákvarða mönn-
um búmark í samræmi við ákvæði
laganna um framleiðslutakmarkanir
og vann í framhaldi af því mikið af
þeim útreikningum sem til þurftu.
Allt voru þetta afar viðkvæm mál
og varðaði miklu að rétt væri með
farið, tillit tekið til allra aðstæðna og
fyllstu réttsýni gætt. Að sjálfsögðu
komu fleiri að þessum málum, bæði
búmarksnefndir í héruðum og á
landsvísu, og mörg álitamál komu
til úrskurðar svonefndrar yfimefnd-
ar en ekki er að efa að sá grunnur
sem lagður var með störfum þeirra
Gunnars og Árna réð miklu um það
hve vel þessi erfiðu mál vom leyst
þrátt fyrir allt.
Ámi fluttist síðan til Fram-
leiðsluráðs 1985 og var þar í fullu
starfi næstu tvö árin en síðan í hálfu
starfi til 1991.
Ekki eru tök á að gera skil ýms-
um öðrum störfum sem Áma voru
falin en hann var t.d. um 12 ára
skeið yfirkjötmatsmaður á Suður-
og Vesturlandi. Einnig var mjög oft
leitað til hans í ýmsar matsnefndir
og sem dómkvadds úttektarmanns í
ýmsum málum.
í öllum þessum störfum sínum
leit Ámi á sig sem þjónustumann
bænda og þeir urðu stöðugt fleiri
sem til hans leituðu með málefni sín
stór eða smá. Ámi vildi hvers manns
vanda leysa og mörgum var hann
ekki síður persónulegur en faglegur
ráðgjafi. Margir munu minnast Árna
með þakklæti af þessum sökum.
Árni var einstaklega prúður í fasi
og hógvær í framkomu. Ekkert var
fjær honum en að trana sér fram.
Mál sitt flutti hann með festu og
rökum, hvort sem var í ræðu eða
samtölum. Hann var einkar vinsæll
meðal samstarfsfólks síns og til
hans var gott að leita - og það gerð-
um við oft, svo fjölfróður og minn-
ugur sem hann var. Oft var sagt þeg-
ar leita þurfti upplýsinga um eitt eða
annað - hefur þú spurt Árna Jónas-
son? Svo gagnfróður var hann, vel
lesinn og þekkti hvarvetna til um
landið. Prúðmannlegri framkomu
hans fylgdi einnig rík gamansemi,
og hann hafði góða frásagnargáfu,
sem við nutum jafnt yfir kaffibolla
eða þegar gripið var í spil á kaffi-
stofunni.
Á hátíðlegri stundum, þegar
komið var saman, fundum við hvað
þau Ámi og Jóhanna voru samrýmd
og hve vel þau féllu inn í þann hóp
sem átti það m.a. sameiginlegt að
vinna fyrir og vilja vel íslenskum
bændum og íslenskum landbúnaði.
Þó að við þekktum Jóhönnu
minna en Árna fundum við vel að
með þeim var jafnræði. Jóhanna var
greind kona og skynsöm og hafði til
að bera einstakan myndarskap í
framkomu og til allra verka.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
allra þeirra sem unnu hér í Bænda-
höllinni og höfðu meiri eða minni
kynni af Áma og Jóhönnu þegar ég
þakka þeim hjónum fyrir ómetanleg
og góð kynni - þau kynni gáfu okk-
ur mikið. Störf Áma fyrir íslenska
bændur, bæði samtök þeirra og ótal
marga einstaklinga, oft á erfiðum
tímum, ættum við lengi að rnuna.
Þeir munu og margir bændumir sem
minnast hans með þakklæti.
Jónas Jónsson.
8 - Freyr 9/98