Freyr

Årgang

Freyr - 15.07.1998, Side 10

Freyr - 15.07.1998, Side 10
1. tafla. Efniskostnaður við tankinn, krónur Ómálaður tankur, rými 422 m3 982.207 Mykjuhræra 229.400 Drenbarki með tilheyrandi 25.565 Áfyllingar- og tæmingarrör (kranar o.fl.) 207.241 Steypa undir hræra og þakfót 35.335 Alls kr. (án vsk) 1.479.748 Epoxihúðun á tankplötur 215.433 Alls kr. (án vsk) 1.695.181 Efniskostnaður, kr. á rúmmetra 4.017 Mikill áhugi er nú víða fyrir ídreifingu búfjáráburðar, en ein for- sendan er sú að áburðurinn sé í fljót- andi formi og þá ber aftur að sama brunni varðandi geymslurými. Idreif- ingin hefur ýmsa augljósa kosti í för með sér og má þar nefna að reikna má með eins og áður var getið stór- bættri nýtingu köfnunarefnisins, loftun jarðvegsins og minni meng- un. Þá er einnig reiknað með að ill- gresisfræ séu að miklum hluta gerð óvirk og með þeim megi líka draga úr sníkjudýrasmiti. Ókostir ídreif- ingarinnar hafa hingað til fyrst og fremst verið bundnir ýmsum tækni- legum ástæðum. A síðasta ári var verið að kynna nýja tækni sem er mjög áhugaverð og byggir á því að nota háþrýstar dælur til að fella mykjuna niður. Með því móti má losna við ýmsa ókosti eldri aðferða og hún gefur sennilega meiri sveigj- anleika varðandi dreifingartíma. Stefnt er að því að fá þannig tæki til reynslu á þessu ári. Á fyrmefndri ráðstefnu voru kynntir útreikningar þar sem gerð var tilraun til þess að meta verðmæti N, P, K í búfjáráburði sem til fellur hér á landi. Þær niðurstöður sýndu að ætla má að verðmæti áburðarins á ári sé nálægt 290 milljónir kr. (Ema Bjarnadóttir og Stefán Öm Valdi- marsson 1992). Þá voru einnig kynntar athuganir (Pétur Diðriksson 1992) sem bentu til að með því að velja heppilegan dreifingartíma, miðað við yfirbreiðslu, má ætla að verðmæti áburðarins spöruðu um 2.400 kr. á hektara í tilbúnum áburði og gæti jafnvel numið allt að 18 þús. kr. á hektara á grænfóðurspildum. Af þessum tölum sem hér hafa lauslega verið reifaðar sést að geysileg verð- mæti eru bundin í búfjáráburðinum og því mikils um vert að geymslu- rými hindri ekki heppilega nýtingu hans og að beita megi tækni sem gefur góða nýtingu úti á velli. Útitankar - kostir - annmarkar Hér á landi hækkar meðalaldur úti- húsa sífellt og þar með geymsluað- staða fyrir búfjáráburð. Menn hafa því leitað leiða til þess að endurbæta og einfalda byggingamar almennt og einnig hvemig einfalda má með- ferð búfjáráburðar. Erlendis er kom- in löng reynsla á að geyma búfjár- áburðinn í útitönkum og því þótti tímabært að gera athugun hér á landi á því hvernig að slík aðferð myndi reynast. Þeir kostir sem hvað helst er teflt fram er að verð á rúmmáls- einingu í slíkum útitönkum sé lægra heldur en í hefðbundnum geymslum og erlendis er oftast rætt um veru- legan mun. Efniskostnaður við tank- inn sem reistur var á Hvanneyri er sýndur í 1. töflu. Öll vinna við uppsetningu á tanknum og frágangur lagna reynd- ist vera 255 vinnustundir og þá er ótalin jöfnun á undirlagi sem er að sjálfsögðu mjög breytileg eftir að- stæðum en var í þessu tilviki tvær vinnustundir með jarðýtu og fimm með dráttarvélagröfu. Vert er að árétta að frá sjónarhóli framleiðanda er hér um lítinn tank að ræða og | stærðaráhrifanna til lækkunar á rúmmetraverði lítt farið að gæta. Til samanburðar er rétt að geta þess að samkvæmt áætlun frá Bygginga- þjónustu bændasamtakanna (Magn- ús Sigsteinsson 1996) og Lánastofn- un landbúnaðarins (Gunnar Jónas- son 1998) er áætlað rúmmetraverð í haughúsi um 5.955 kr. sé það um 350 m’ en um 5.000 kr. ef um 800 m’ geymslu er að ræða. I þessum tölum eru ekki með dælubrunnar eða önn- ur aðstaða til blöndunar og losunar úr húsunum. Frávikin geta að sönnu verið mjög mikil eftir því um hvers konar geymslu er að ræða. Utitankar eru því að öllum líkindum mun ódýrari í uppsetningu, en að auki geta þeir hentað afar vel við eldri gripahús sem verið er að breyta og þar sem þarf að bæta við geymslu- rými. Utitankamir eru nokkuð stórir að flatarmáli og þarf að koma þeim fyrir á stað þar sem að hægt er að útbúa slétt svæði eða slétt plan og þar sé auðvelt að koma við búnaði og tengja við búfjárhúsin. Kostir við útitankanna eru ennfremur fólgnir í því að þeir eru ákaflega einfaldir í uppsetningu og með tiltölulega litl- um tilkostnaði má auka rými þeirra. Á hinn bóginn er fljótlegt að fjar- lægja þá eða flytja til þar sem að þeir eru einfaldlega skrúfaðir saman úr einingum. Með nýjustu dælu- tækni eru engin vandamál bundin því að tengja útitankana við gripa- húsin og það eru heldur engin vand- kvæði á að losa geymslumar með sömu dælum. Helstu annmarkar sem menn sjá við notkun þessara tanka er að þeir þurfa tiltölulega mikið flatarmál og geta þá að sumra mati verið til óprýði við gripahúsin. Æskilegt er að ekki þurfi að byggja yfir þá því að það eykur kostnaðinn töluvert þó að framleiðendur bjóði upp á tiltölulegar ódýrar lausnir í þeim efnum. Einnig er nokkur upp- gufun frá mykjunni en hún er þó verulega háð því hvemig fyllingin fer fram. Með þeirri tækni sem nú er ráðlögð þá virðist uppgufun, t.d. af köfnunarefni, vera alveg hverfandi lítil ef marka má erlendar niðurstöð- ur. Einnig sjá menn ókosti sem em bundnir því að öll úrkoma lendir í 10 - Freyr 9/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.