Freyr

Årgang

Freyr - 15.07.1998, Side 16

Freyr - 15.07.1998, Side 16
Vatnaveiðar með netbúrum Flestir sem fengist hafa við neta- veiðar á bleikju þekkja að slík vinna er tímafrek, sérstaklega ef fiskurinn er smár. Hægt er að veiða mikið af bleikju í smáriðin net en langan tíma tekur að greiða hana úr netunum. Veiðar með engdum net- búrum eru önnur aðferð til þess að veiða smábleikju. Sú veiðiaðferð að fanga smá- bleikju í egnd netbúr hefur verið að ryðja sér til rúms í Skandinavíu á undanfömum árum. A Islandi hefur þessi veiðiaðferð verið reynd með Netburum safnað saman í lok „sumarvertíðar“ í Löðmundarvatni. (Ljósm. Sverrir Kristinsson.) góðum árangri á Landmannaafrétti og í heiðarvötnum á Austurlandi. Til skamms tíma var því haldið fram að þessi veiðiaðferð ætti aðeins við í djúpum vötnum en reynslan hefur sýnt að hún getur gagnast eins vel í grunnum vötnum og þannig verið kostur víða hérlendis. Hægt er að búa til netbúr úr margs konar vírneti og er minkanet algengast. Vírinn þarf að vera það stífur að búrin falli ekki saman og ekki þannig að fiskur geti skaðast. Hægt er að fá minkanet af margs konar möskvavídd og tangir og klippur til þess að útbúa búrin. Netbúr sem nota á í vötnum þar sem mikið er af smábleikju ættu að hafa 1/2-3/4 tommu möskvavídd (12 til 18 mm). A mynd 1 er vinnuteikn- ing af um 60 cm víðu netbúri. Hægt er að hafa netbúrin minni en þetta en 60 cm 70 cm 60 cm 135 cm Mynd 1. Dæmi um samsetningu netbúrs úr minkaneti -------- eftir Bjarna Jónsson fiskifræðing, Hólaskóla _____ 16 - Freyr 9/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.