Freyr

Årgang

Freyr - 15.07.1998, Side 30

Freyr - 15.07.1998, Side 30
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða, með síðari breytingum 7. gr. 17. gr. reglugerðarinnar, sem ber heitið: „Kindakjöt," orðast svo: l. Sauðfjárskrokkum er skipt í eftir- farandi grunnflokka eftir aldri og kynferði: a. Skrokkar af gimbrarlömbum að tólf mánaða aldri og skrokkar af hrútlömbum sem slátrað er fyrir 20. október og eftir l.mars, svo og skrokkar af geltum hrútlömb- um, að 12 mánaða aldri, enda hafi þau verið gelt í síðasta lagi tveimur mánuðum fyrir slátrun. Þeir skulu auðkenndir með bók- stafnum D. b. Skrokkar af veturgömlum gimbr- um og geldingum, 12-18 mán- aða. Þeir skulu auðkenndir með bókstafnum V. c. Skrokkar af veturgömlum hrút- um sem slátrað er fyrir 10. októ- ber. Þeir skulu auðkenndir með bókstöfunum VH. d. Skrokkar af fullorðum ám og sauðum, eldri en 18 mánaða. Þeir skulu auðkenndir með bókstafn- um F. e. Skrokkar af fullorðnum og vetur- Viðauki I. Holdfylling og byggingarlag skrokka Stafur Holdfylling Lýsing E Ágæt Allar útlínur mjög kúptar Læri: Ágætlega fyllt Hryggur: Ágætlega breiður og fylltur Frampartur: Ágætlega fyllur U Mjög góð Útlínur að mestu kúptar Læri: Vel fyllt Hryggur: Vel fylltur Frampartur: Vel fylltur R Góð Útlínur að mestu beinar Læri: Jafnfyllt eða góð Hryggur: Jafnfylltur Frampartur: Jafnfylltur O Sæmileg Útlínur nokkuð íhvolfar Læri: Lítillega innfallin Hryggur: Skortir breidd og fyllingu Frampartur: Smár. Skortir fyllingu P Rýr Útlínur allar íhvolfar eða mjög íhvolfar Læri: Innfallin eða mjög innfallin Hryggur: Smár, innfallinn með útistandandi beinum Frampartur: Smár, flatur og með útistandandi beinum gömlum hrútum sem slátrað er eftir 10. október og lambhrútum sem slátrað er frá 20. október-l. mars. Þeir skulu auðkenndir með bókstafnum H. 2. Dilkakjöt í heilbrigðisflokki l skal flokkað eftir vaxtarlagi og holdfyllingu annars vegar og eftir fitustigi hins vegar. Heimilt er að skipta flokkunum í mesta lagi í þrjá undirflokka. Yfirkjötmat ríkisins ákveður fjölda undirflokka í sam- ráði við hagsmunaðila. í viðauka I og II með reglugerð þessari eru lýs- ingar á holdfyllingar- og fituflokk- um dilkaskrokka. Við fituflokkun er stuðst við mælingar á fituþykkt á síðu við næstaftasta rif u.þ.b. II cm frá miðlínu hryggjar. 3. Til viðbótar skal meta sérstak- lega þá skrokka sem vegna verkun- argalla, marbletta eða annarra áverka teljast gölluð vara. Slíkir skrokkar skulu merktir með X eða XX eins og að neðan greinir: X Skrokkar með minniháttar mar eða verkunargalla. XX Skrokkar mikið marðir, lim- höggnir eða með meiri háttar verkunargalla. Einnig skrokkar með blóðlitaða fitu eða fitu sem ekki storknar. 4. Heimilt er að merkja skrokka í þyngdarflokka eftir óskum slátur- leyfishafa eða kaupenda hveiju sinni. 5. Skrokka af veturgömlum gimbrum, fullorðnum ám og sauð- um svo og hrútum í heilbrigðis- l'lokki l skal meta eftir holdfyllingu og fitustigi eins og gefið er upp í töflu III. Stuðst skal við mælingar á fituþykkt á síðu við næstaftasta rif 30 - Freyr 9/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.