Freyr

Årgang

Freyr - 15.10.1998, Side 12

Freyr - 15.10.1998, Side 12
bændur færðu pörunartímann enn meira fram og fóru að að para mink- inn strax upp úr mánaðamótunum febrúar/mars, með góðum árangri. Pörunartími minka á ísienskum minkabúum I skýrsluhaldi Bændasamtaka Is- lands sem nær yfir sl. 10 ár og inni- heldur upplýsingar um 380.000 læð- ur, sést að flestir bændur byrja pörun á minkum 5.-8. mars. Mun færri byrja dagana 1.-4. mars og tiltölu- lega fáir eftir 9. mars og næstum enginn byrjar fyrir mánaðamótin febrúar/mars. Kynnt var úr skýrslu- haldi loðdýrabænda á ráðunauta- þingi BÍ og Rala 1997 (S.B. 1997) og kom þar fram að frjósemi ís- lenskra minka er mest ef pörun hefst strax um mánaðamótin febrúar/mars og fer eftir það hratt minnkandi. I sömu átt bendir kandidatsverkefni Einars E. Einarssonar (E.E.E.1997) við Búvísindadeildina á Hvanneyri, sem unnið var á 7 loðdýrabúum í Skagafirði. Þar kom í ljós að geld- prósenta dýranna jókst og einparað- ar læður urðu fleiri eftir því sem seinna var byrjað að para eftir 28. febrúar á hlaupári. Hjá dönskum og sænskum minkabúum er þessu öfugt farið, þar er talið að ekki eigi að para minkana fyrir 8.-10. mars (Allan Olaufsson 1979). Mynd 1 sýnir línurit yfir frjósemi (hvolpafjölda á paraða læðu) hjá ís- lenskum svartminkalæðum sl. 10 ár. Af línuritinu má sjá að frjósemi dýr- anna minnkar um 0,6 hvolp/læðu á fyrstu 10 dögunum eftir 1. mars. Þegar um villiminkalæður er að ræða minnkar frjósemi þeirra um heilan hvolp á sömu dögum ( S. Bláfeld 1997). Birtuskilyrði hér á landi Hér á norðurhveli jarðar er almennt talið að um leið og daginn tekur að lengja, eftir vetrarsólstöður, fari minkurinn að undirbúa sig fyrir pör- unartímann. Aðrir telja að undirbún- ingur þeirra byrji miklu fyrr (Steen Möller 1996), jafnvel strax við sól- stöður eða um 21. júní. Allir fræði- menn, bæði lærðir og leikir, eru þó sammála um að lífsstarfsemi minks- ins hvað varðar feldskipti, pörun og got er tengt breytilegri daglengd í yfir árið. Þannig hafa margar til- raunir sýnt að með því að breyta birtutími í minkahúsunum má hafa veruleg áhrif á feldskipti og pörun- arvilja dýranna. Samt sem áður hef- ur ekki tekist að finna nákvæm áhrif daglengdar á þessi atriði (S.M. 1996), en hún virðist skipta höfuð- máli. Margoft hefur komið fyrir að við það eitt að breyta venjulegri daglengd í minkahúsunum, hafa skapast alvarleg vandamál á pörun- artímanum. Við það eitt að nota ljós við fóðr- un á kvöldin, eða lýst er upp næsta umhverfi húsanna, eru þess mörg dæmi að pörum dýranna hefur farið út um þúfur. Þannig kemur oftar fyr- ir í dimmum húsum að pörunartími minksins færist fram eða aftur og pörunarviljinn verður lítill á venju- legum tíma (Bowness, 1957). Efni og aðstæður Tilraunin var gerð á loðdýrabúi Bændaskólans á Hvanneyri og hófst fyrsta tímabil hennar 16. febrúar 1997 og eru hér birtar tveggja ára niðurstöður hennar. Áætlað er að tilraunin standi yfir fimm pörunar- og gottímabil til að fá örugga vitn- eskju um gangmáls- og frjósemis- kúrfu íslenskra aliminka, miðað við pörunardaga og dagsbirtu. Birtu- mælingar Veðurstofu Islands verða notaðar til að ákveða birtulengd og birtumagn mánuðina fyrir og yfir pörun. Á þann hátt á að kanna hvort samband er á milli mældrar dags- birtu og bestu pörunardaganna, að tilrauninni lokinni. Komi fram fylgni þar á milli má í framtíðinni nota birtumælingar Veðurstofunnar til að benda minkabændum á þá daga sem dýrin eru frjósömust og viljugust til pörunar. I tilraunina voru notaðar 110 minkalæður og högnar frá Bænda- skólanum á Hvanneyri sem eru úr og út af innfluttum dýrum frá Dan- mörku vorið 1995. Var helmingur þeirra svartur (scanblack) og hinn helmingurinn brúnn (scanbrown). Læðunum var skipt upp í 5 hópa með 22 læður í hvorum hópi og var aldur og litur dýranna hafður jafn í öllum flokkunum. Á tilraunatímanum voru læðum- ar paraðar og látnar gjóta í svoköll- uðum „dönskum" gotkössum. Til að finna bestu pörunardagana og hvenær dýrin eru frjósömust hófst pömn hópanna með 5 daga millibili, eins og sést hér að neðan: I. hópur hóf pörun II. hópurhófpömn III. hópur hóf pömn IV. hópur hóf pörun V. hópur hóf pömn 16. febrúar 21. febrúar 26. febrúar 3. mars 8. mars 12-Freyr 13/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.