Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1999, Qupperneq 2

Freyr - 01.03.1999, Qupperneq 2
Heitar umrœður um erfðabreytt matvæli í Bretlandi Að undanförnu hefur umræða um erfðatækni aukist mjög í Bretlandi. Vísindamenn og stjórnarandstæð- ingar hafa ásakað ríkisstjórnina um að ganga erinda erfðatækniiðnaðar- ins á kostnað heilsu og öryggis fólks. Á árinu 1997 birti erfðavísinda- maður tilraunaniðurstöður senr sýndu að rottur, sem fóðraðar höfðu verið með erfðabreyttum kartöfl- um, höfðu sýnt meiri merki um sjúkdóma en samanburðarhópur senr hafði fengið venjulegar kart- öflur. Þessar niðurstöður voru gagnrýndar af hálfu hins opinbera, m.a. var því haldið fram að þessi tilraun hefði aldrei verið gerð. Málinu lauk með því að vísinda- maðurinn var neyddur til að segja upp starfi sínu. Fyrr á þessu ári birtu 20 sam- starfsmenn hans yfirlýsingu þar sem þeir fullyrða að félagi þeirra hafi haft rétt fyrir sér og yfirmenn hans og ríkisstjórnin hafi haft á röngu að standa. Auk þess lágu fyrir upplýsingar unr að hið opin- bera, sem í raun rak manninn, hafði þegið fjárstuðning frá fyrirtækinu Monsanto. Orð stendur gegn orði og enn er óljóst hver kemst næst sannleikanum. Almenningsálitinu er órótt Þessari umræðu hefur skotið upp nú þegar staðan er sú að skoðana- kannanir sýna að 57% aðspurðra í Bretlandi eru uggandi yfir erfða- breyttum matvælum. Almenningsálitið er sérstaklega viðkvæmt eftir kúariðumálið. Vís- indamenn fullyrtu árum saman að ekkert samband væri milli riðu í kúm o» bess afbrigðis af Craut/.- 2- FREYR 2/99 feldt-Jakobs sjúkdómnum sem skaut upp í fólki. Vísindamennirnir endurskoðuðu síðar þetta álit og margir Bretar spyrja sig núna hvort vísindamennirnir eigi einnig eftir að skipta um skoðun á erfðabreytt- um matvælum. Hague, leiðtogi íhaldsflokksins, sem vantar pólitískt mál til að lumbra á ríkisstjórninni með, hefur tekið málið upp. Hann krefst þess að stjórnin fresti málinu þangað til frekari niðurstöður fást um hugs- anlega áhættu af neyslu erfða- breyttra matvæla. Þar hefur þessi leiðtogi íhaldsmanna tekið stefnu sem leiðtogar annarra hægri flokka í ESB deila ekki með honum. Ráðgjafanefnd ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum hefur lagt til frestun sem felur í sér að jurtir sem annað hvort eru ónæmar gegn skordýrum eða þolnar gegn varnar- efnum fái ekki ræktunarleyfi næstu þrjú árin. Á þeim tíma á að rann- saka um kosti og ókosti á þessum afbrigðum. Ríkisstjórnin fellst ekki á þetta en hefur náð samkomulagi við erfðafyrirtækin um að þessi afbrigði verði ekki ræktuð til sölu fyrr en að ári liðnu. Stjórn Verkamannaflokksins er í góðu sainbandi við erfðatækni- fyrirtækin, of góðu sambandi, að áliti gagnrýnenda, sem benda á að háttsettir embættismenn stjórnar- innar liafi flutt sig yfir til þessara fyrirtækja eða kynningaraðila þeirra. Þá hafa komið fram kærur um að ríkisstjórn Verkamanna- flokksins hafi þegið fjármuni frá erfðafyrirtækjunum. Samkvæmt öðrum heimildum hefur Clinton forseti sannfært Blair, vin sinn, um að leggjast ekki gegn erfðatækni. Af hálfu stjórnarinnar er bent á það að gagnrýnendur beiti hræðslu- áróðri. Stjórnin vísar á bug gagn- rýni vísindamanna og bendir á að þeir vísindamenn, sem gagnrýni, gagnrýni yfirleitt flest sem gert er á þessu sviði. Nokkrar verslunarkeðjur hafa brugðist við almenningsálitinu með því að merkja sérstaklega erfða- breytt matvæli og aðrar með því að hafa þessar vörur ekki á boðstólum. Verslanakeðjurnar eru á varðbergi gagnvart þessari þróun og halda því fram að mikið sé í húfi fyrir þær ef neytendur tapa trúnni á hina nýju tækni. (Internationella Perspektiv, nr. 7/1999) Lífrænt brennivín í Svíþjóð Sænska fyrirtækið Vin & Sprit AB býður nú fram "lífrænt" brenninvín, Láckö Slottsakevitt, fyrsta lífrænt vottaða vínið, hefur slegið í gegn í sölu. Takmark fyrirtækisins er að árið 2006 hafi notkun plöntuvarnarefna og tilbúins áburðar við ræktun á hveiti til vínframleiðslu verið helminguð. Vin & Sprit framleiða 65 milljón lítra af áfengi á ári og notar til þess 85 þúsund tonn af hveiti sem er 4% af hveitiframleiðslu í Svíþjóð. (Bondebladet nr. 9/1999).

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.