Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1999, Side 23

Freyr - 01.03.1999, Side 23
við fræ af afbrigðinu Filippa og er verð samkvæmt gildandi verðskrá Mjólkurfélags Reykjavíkur í apríl 1998. * Álag (100%) er reiknað á virkan vinnutíma sem ætlað er vegna þess tíma sem tekur að tengja og stilla vélar og vegna ferða. Kornskurður og þresking Segja má að verkun korns hefjist með kornskurðinum. Hérlendis er algengast að kornbændur sái í til- tölulega fáa hektara lands sem ekki standa undir fjárfestingu í þreski- vél. Algengast er þvf að þreskivélar séu keyptar í hlutafélagi eða þres- king sé keypt af verktaka. Könnuð var verðlagning slíkrar þjónustu í maí 1998 og reyndist hún vera á bilinu 3.500-4.300 kr/klst. í þessari skýrslu er reiknað með að meðal- kostnaður vegna þreskingar sé 4.000 kr/ha. Miðað við korn- skurðarvél með vinnslubreiddina 2,7 metrar tekur um 2,0 klst. að slá og þreskja korn af einum hektara. Votverkun Algengast er að bændur votverki kornið, enda hefur það verið talin ódýr verkunaraðferð. Hún hefur hins vegar þann galla að gæði kornsins geta verið mismunandi og að meiri hætta er á skemmdum ef verkun er slök og ef mýs ná að naga göt á umbúðir. Dæmi eru um tölu- verðar skemmdir af þessum sökum hjá bændum. Með hliðsjón af þeirri reynslu var ákveðið að taka tillit til rýrnunar sem algengt er að fylgi þessari verkunaraðferð og eru afföll vegna þessa áætluð 5% að rneðal- tali. Miðað er við verkun í stór- sekkjum sem fóðraðir eru að innan með plasti. Endingartími sekkjanna er áætlaður 3 ár, en plastið verður að endurnýja árlega. Vélavinna er 2. tafla. Kostnaður við votverkun Verð kr/ein. Einingar Samt. kr/ha Samt. kr/kg Plastpokar 443 5,8 2.569 0,73 Stórsekkir 1.900 5,8/3 3.673 1,05 Vinnulaun 568 2,0 1.136 0,32 Vélavinna 1.159 - 1.159 0,33 Afföll (5%) 2.541 - 2.541 0,73 Völsun 4.725 - 4.725 1,35 Samtals 15.803 4,51 3. tafla. Heildarkostnaður á korni tilbúnu til gjafar Votverkun (stórsekkir) Þurrkun (aðkeypt) kr/ha kr/kg kr/ha kr/kg Jarðvinnsla og sáning 37.452 10,70 37.452 10,70 Kornskurður og þresking 8.000 2,29 8.000 2,29 Verkunarkostnaður 11.079 3,17 26.250 7,50 Völsun 4.725 1,35 5.390 1,54 Geymslukostnaður 319 0,09 319 0,09 Samtals 61.575 17,60 77.411 22,12 reiknuð sem hlutdeild í dráttarvéla- kostnaði meðalkúabús í búreikn- ingum, þ.e. breytilegur kostnaður og olía. Miðað er við að kornið sé valsað fyrir einn dag í senn, orku- notkun á valsi sé um 8 kWh/t og að valsinn afkasti um 500 kg/klst. Kornþurrkun Mismunandi aðferðir eru notaðar til þess að þurrka kornið. Sumir bændur hafa aðstöðu til að þurrka kornið sjálfir á meðan aðrir kaupa verksmiðjuþurrkun fyrir uppskeru sína. Kostnaður við að koma upp búnaði til þurrkunar og rekstrar- kostnaður þess búnaðar getur verið mjög mismunandi eftir aðstæðum og ræður miklu aðgengi að hag- kvæmri orku. Einnig er mikilvægt að hentugt húsnæði sé fyrir hendi ef súgþurrka á komið heima. Áður en út í slíka fjárfestingu er ráðist verður að reikna út hvort arðsemi he nnar er hærri en sá kostnaður sem til fellur ef þurrkun væri keypt af verktaka. Ákvörðun skýrslu- höfunda var að reikna ekki út sér- staklega kostnað við að koma upp þurrkunarbúnaði, vegna þess hversu aðstæður eru mismunandi á búunum hvað varðar aðstöðu og orkuverð. Algengt er að korn- bændur sem keyptu þurrkun sumarið 1997 hafi greitt 5 krónur fyrir hvert þurrkað kg af korni og er þá flutningur til og frá þurrkunar- stað ekki meðtalinn. Heildarkostnaður á korni tilbúnu til gjafar í 3. töflu er sýnd samantekt útreikninga fyrir heildarkostnað og kostnaðarskiptingu á korni sem til- búið er til gjafar. Miðað er við meðalkostnað, en í kaflanum um hagkvæmnimörk hér á eftir er gerð grein fyrir helstu forsendum sem breytilegar eru milli einstakra rækt- enda eða tímabila. *• Kostnaður við votverkun mið- ast við súrsun í 600 kg stórsekkjum. * Kostnaður við þurrkun miðast við að hún sé keypt af verktaka og FREYR 2/99 - 23

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.