Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1999, Blaðsíða 4

Freyr - 01.11.1999, Blaðsíða 4
Ritstjórnargrein Að vera og/eða gera Farsælt lífshlaup, jafnt í sveit og bæ, er fólgið í því að hafa annars vegar verk að vinna og hins vegar að sinna þörf- um líkama og sálar. Augljóst er að ekki má ofbjóða líkamanum til lengdar en við nánari athugun er jafn ljóst að sálræna þætti manns- ins má heldur ekki vanrækja ef ekki á illa að fara. Fólki er gefið mismikið þrek en til að það skili einstaklingnum sem mestu ævina út má ekki misbjóða því. Grein um þetta birtist nýlega í norska búnaðarblaðinu Bondevenn- en, (40. tbl. 1999) eftir Grete Gaard, hómó- pata og bóndakonu, og fer hér á eftir út- dráttur og endursögn úr henni: Hvað innifelur það „að vera“ gagnstætt því „að gera“. Eru það andstæður eða leiðir það hvað af öðru. Margir tengja án efa það „að vera“ við eitthvað óvirkt og leiðinlegt og það að kæra sig kollóttan. Sá sem sér nýfætt barn áttar sig hins vegar á gildi þess „að vera“. Barninu leiðist aldeilis ekki og eitt- hvað er á fullri ferð í því þó að það hafist ekkert að. Það tekur á móti og allir vita hvað það gerir öðru fólki, það bræðir hjörtu þess og það vill allt fyrir barnið gera. Fljótlega á æviskeiðinu verður manneskjan virkari og þá verða fólki oft á mistök. Virka lífið yfirgnæfir þá æ meira hina óvirku og móttakandi hlið þess og við töpum hæfileik- anum „að vera“. Við komumst á vald stjórn- lausrar virkni, e.t.v. á sama hátt og íþrótta- maður sem verður háður því að þjálfa sig og endar með því að líkaminn lætur undan. Þá fyrst sér hann að lífið hefur upp á margt fleira að bjóða en þjálfun. Margir komast jafnvel að því að lífið öðlast enn meiri til- gang og verður enn meira gefandi heldur en á meðan það snerist allt um þjálfunina. Það stoðar ekki að segja þetta neinum sem þjálfar á fullu, það nær ekki eyrum. Ef fólk á að ná árangri í að takast á við sjálft sig virðist vera nauðsynlegt að fórna einhverju til að öðlast það sem er eftirsókn- arverðara. Þessi fórn er mörgum slík ógn að þeir gefast upp áður en þeir byrja. Árangur- inn sést heldur ekki fyrr en eftir á og þó að unnt sé að ímynda sér hann þá verður að upplifa hann. Bóndinn stendur andspænis ennþá erfiðari þraut en íþróttamaðurinn. Hann á sér föður, afa og langafa sem unnu frá morgni til kvölds. Snemma á ævinni lærir sveitabarnið að þannig er líf hinna fullorðnu og ef enginn gefur því aðra fyrirmynd þá bíður þess sama hlutskipti og forfeðranna. Það lærir ekki að leika á aðra strengi en að vinna og vinna. Það verður óöruggt í uppákomum í lífinu þar sem það eitt gildir „að vera“, en handritið að því hlutverki þekkir það ekki. Táknræn til- felli í lífinu með það hlutverk eru samvera með börnum, fjölskyldusamkvæmi, frí, með maka sínum, vináttusambönd og veikindi. Virknin er í sjálfu sér af hinu góða ef henni er beitt rétt. Hún þarf að vera fólgin í því að vera bæði virkur og óvirkur í senn. Það á sér engan tilgang að liggja uppi í sófa og horfa upp í loft. Óvirknin þarf að vera meðvituð og stýrð, þar sem hið virka er eins konar innri leit. Eg vil fá að vita hvað gerist í mér þegar ég stoppa við, ég vil vera meðvituð um spennuna í líkamanum, ef hún er fyrir hendi, tilfinningalegar stíflur og andlegar hindranir. Og vera fær um að þiggja hjálp til að komast áfram. Það er heldur enginn tilgangur í því að vera virkur án þess að hafa jafnframt með sér óvirku hliðina, hlið sem getur „séð“, vakað 4 - FREYR 12/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.