Freyr - 01.07.2000, Side 31
þess að mega framleiða eða versla
með þessar vörur þurfa þeir sem
þess óska að uppfylla viss skilyrði
og sækja um skráningu til Að-
fangaeftirlitsins. Áður en skráning
fer fram mun Aðfangaeftirlitið
taka út starfsemi umsækjanda og
ganga úr skugga um að hann fari
eftir þeim reglum sem í gildi eru á
hverjum tíma og uppfylli þau skil-
yrði sem sett eru í reglugerðinni.
Til dæmis má nefna að innflytj-
endur og fóðurframleiðendur
munu ekki geta selt forblöndur
sem innihalda ýmis steinefni, víta-
mín og óæskileg efni yfir ákveðn-
um mörkum beint til bænda, nema
bændurnir hafi verið skráðir og
fengið leyfi hjá Aðfangaeftirlitinu
til fóðurblöndunar.
Ýmis hráefni eru bönnuð í fóðri,
s.s. mykja og hland, eðja frá skólpi
og klóaki, fastur úrgangur frá bæj-
arfélögum og ómeðhöndlaður úr-
gangur frá veitingastöðum að und-
anskildu grænmeti (sem ekki er
nægilega ferskt til manneldis),
matvælaumbúðir, verkaðar húðir
og hráefni sem meðhöndlað hefur
verið með fúa- eða plöntuvamar-
efnum. Hráefni úr jurtaríkinu sem
notuð eru í fóðurblöndur mega
ekki hafa lægri grasafræðilegan
hreinleiki en 95%. Þá eru sett
mörk á hámark leyfilegs magns
ýmissa óæskilegra efna í fóð-
urvömm og má þar nefna eiturefni
ýmiss konar sem notuð eru í land-
búnaði og ýmsa þungmálma. Til
dæmis er leyfilegt hámarksmagn
af kadmíum í flestu fóðri miðað
við 88% þurrefni 0,5-2 mg/kg, í
steinefnafóðurblöndum 5 mg/kg
og í fosfötum 10 mg/kg. Þá skulu
þau fyrirtæki eða einstaklingar
sem í tengslum við atvinnu-
starfsemi sína hafa eða hafa haft
undir höndum hráefni sem ekki
stenst kröfur um óæskileg efni í
fóðurvörum eða geta á annan hátt
haft í för með sér hættu fyrir heilsu
manna og dýra tafarlaust tilkynna
það Aðfangaeftirlitinu. Allir þeir
sem höndla með fóður á einhvem
hátt, t.d. fóðursalar og bændur,
ættu að hafa þetta í huga.
Strangar reglur eru um
merkingar á fóðri. Því miður hefur
gengið erfiðlega að fá suma
innflytjendur, framleiðendur og
fóðursala að fara eftir þessum
reglum. Væntanlega tekst ekki að
ná fullkomlega tökum á þessu fyrr
en bændur og samtök þeirra taka
undir með Aðfangaeftirlitinu og
styðja það í viðleitni sinni til að
koma þessum málum í lag. Bænd-
ur gætu til dæmis neitað að kaupa
eða taka við illa-, ranglega- eða
ómerktu fóðri. Einnig gætu bænd-
ur og ráðunautar tilkynnt skriflega
til Aðfangaeftirlitsins brot á
merkingum. Best væri að þetta
væri vottað af fleiri en einum og
senda þarf afrit af þeim merking-
um sem fylgja fóðrinu ef einhverj-
ar eru. Ef samstaða næst um þetta
ættu merkingavandamál að heyra
sögunni til innan tíðar.
Niðurlag
I nútímaþjóðfélagi verða kröfur
um gæði matvöru og annarra þátta
í daglegu lífí okkar sífellt meiri.
Þetta kallar á stöðugt aukið og
betra eftirlit og strangari kröfur
hins opinbera. Eftirlitið þarf að
hefjast strax á frumþáttum hverrar
atvinnugreinar og haldast stöðugt
þar til varan er komin í hendur
hins endanlega neytanda. Þetta á
ekki síst við um framleiðslu land-
búnaðarafurða, sem er undirstaða
matvælaframleiðslu og velsældar
hverrar þjóðar. Það er því
mikilvægt að vel takist til á þessu
sviði, en því miður verður að
viðurkennast að við íslendingar
erum langt á eftir flestum ná-
grannaþjóðum okkar varðandi
þessi mál. Það er ljóst að umfang
eftirlitsins er ekki í samræmi við
þörfina. Afkastageta Aðfangaeft-
irlitsins miðast að við þau gjöld
sem tekin eru af eftirlitsskyldum
aðföngum á markaðnum hverju
sinni og eiga þau að standa undir
kostnaði við eftirlitið. Eins og er
eru gjöldin alltof lág og verði ekki
bætt úr þessu er hætt við að erfitt
verði að framfylgja þeim reglum
sem í gildi eru varðandi opinbert
eftirlit með aðföngum landbún-
aðarins og hætt við að lítil sem
engin þróun verði á þessu sviði í
framtíðinni. Þetta býður heim
þeirri hættu að upp komi hér á
landi mál svipuð þeim sem upp
hafa komið í aðildarlöndum
Evrópusambandsins á undanförn-
um árum, s.s. kúariða í Bretlandi11,
díoxínmengun í Belgíu21 og klóak
í fóðri í Frakklandi31, en öll þessi
mál tengjast aðföngum til land-
búnaðar, þ.e.a.s. fóðrinu. Það er
því mjög brýnt að auknar fjárveit-
ingar fáist til þessara mála og er
hér með kallað á stuðning land-
búnaðarins við það.
Gera þarf verulegar breytingar á
eftirliti með aðföngum landbúnað-
arins á þessu síðasta ári aldarinnar
og fyrir liggur að reglugerð um eft-
irlit með fóðri verður breytt veru-
lega, sem mun breyta starfsemi Að-
fangaeftirlitsins á sviði fóðureftir-
lits og strax í upphafi nýrrar aldar
verður reglugerð um áburð endur-
skoðuð. Það er því von á umtals-
verðum breytingum á þessu sviði á
næstu mánuðum, sem vonandi
stuðlar allt að betri aðföngum og
þar með betri framleiðslu í þágu
okkar allra.
Aðfangaeftirlitið
http://www. rala. is/adfang
0 Kúariða kom upp í nautgripum sem gefið var kjötmjöl úr afurðum af riðusýktu
sauðfé og barst síðan í fólk sem neytti nautakjötsins.
21 Við endurvinnslu á fitu til notkunar í fóður blandaðist saman mótorolía og
matarolía sem orsakaði díoxín-mengun afurða þess búfjár sem fékk fituna í
fóðrinu.
3) Notað var í fóður frárennsli frá matvælavinnslu, t.d. sláturhúsum og í mörgum
tilfellum gor úr innyflum þeirra dýra sem slátrað var. Ekki var þó notað skólp
frá mönnum.
FREYR 7/2000 - 31