Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Síða 5

Freyr - 01.03.2001, Síða 5
Sameinuðu þjóðanna - til lífræns landbúnaðar en þar hefur orðið við- horfs- og stefnubreyting síðan 1998. Sviss í fararbroddi Því fylgdi sérstök tilfinning að vera staddur í Sviss, bæði á ráð- stefnunni og í kynnisferðum tengd- um henni. Allt frá því um 1930, þegar áhrifa frá Rudolf Steiner var farið að gæta, hefur lífrænum bú- skaparháttum verið að vaxa þar fiskur um hrygg. Bændur með líf- ræna vottun voru orðnir 800 að tölu árið 1990 en um nýliðin aldamót voru þeir um 5.400. Fjölgunin á síðasta áratug aldarinnar byggðist einkum á þrennu; neytendur voru famir að láta sig meira varða heil- næmi og gæði matvæla, opinber framlög til aðlögunarstyrkja og faglegar starfsemi hafa verið stór- aukin og stærstu verslanakeðjurnar, „Coop“ og „Migros", fóru að hafa lífrænar vörur á boðstólum í stór- mörkuðum sínum. Nú er svo komið að um 8% búvara í Sviss eru lífrænt vottaðar, þ.e. grænmeti, kommeti, ávextir, mjólk og fleiri drykkjar- vörur, kjöt og egg. Aðeins Austur- ríki og Svíþjóð hafa náð lengra og Danmörk fylgir fast á eftir. Athygli vekur að allur opinber stuðningur við landbúnað í Sviss er umhverfis- tengdur, þ.e. hann rennur annað hvort til lífræns eða vistvæns bú- skapar. Þá vekur athygli að til fjalla og þar með í Ölpunum sem svipar til íslenskra aðstæðna, er lífrænn búskapur algengari en á láglendi en aukningin er stöðug, um 25% á ári, í samræmi við kröfur markaðarins. Svisslendingar eru þekktir fyrir að leggja áherslu á gæði við hvers konar framleiðslu og þeir sýna það vissulega í verki við þróun lífrænna búskaparhátta, eins og nánar verður vikið að. Með mannspekingum í Dornach Sporvagnasamgöngur eru með ágætum í Basel og við eina enda- stöðina, um 40 mínútna akstur í suður frá miðborginni, er Domach, Verið er að þróa nýja aðstöðu, einskonar „opið fjós“ fyrir kýrnar á búi mið- stöðvarinnar í Frick. Þetta eru blendingskýr, Simmental (3/4) x rauðar Holstein Friesian(1/4), mun stærri en fslenskar kýr, og mjólka um 7000 kg. á ári. Und- irstöðufóður er beit á sumrin og vothey á veturna, allt lífrænt vottað. Skýli með legubásum sjást bak við kýrnar. (Ljósm. höfundur). fallegt þorp sem teygir sig upp í skógi vaxnar hæðir. í Dornach gerði Austurríkismaðurinn Rudolf Stein- er (1861-1925) garðinn frægan á öndverðri 20. öldinni en hann var bæði vísindamaður og heimspek- ingur. Lífefldur (biodynamic) land- búnaður, lífrænt landbúnaðarkerfi með andleg tengsl við mannspeki (anthroposophy), þróaðist þar út frá kenningum Steiners. Þar nam Sess- elja Sigmundsdóttir fræði Steiners og þannig bárust áhrif frá honum að Sólheimum í Grímsnesi um 1930 og síðar víðar um landið. Þá ber að geta þess að um 20 ára skeið hefur verið rekinn lífefldur búskapur í Skaftholti í Gnúpverjahreppi og Waldorfskólarnir eru byggðir á uppeldiskenningum Steiners. Hér sjást legubásarnir í skýlunum betur (t.h.) en fþá erborinn hálmur. Flórsköfur hreinsa flórinn þrisvar á sólarhring. Til vinstri eru mjólkurhús og fóðurbætis- geymar. Þetta „opna fjós“ er talið henta kúnum vel, jafnvel þótt hitinn fari í 30°C á sumrin og niður í -15°C á veturna. Heilsufar kúnna hefur batnað eftir lífræna aðlögun og í kynbótaeinkunninni vega heislufarsþættir meira en nyt. Hefðbundin lyfjanotkun er orðin lítil og þá helst vegna júgurbólgu. (Ljósm. höfundur). pR€VR 2/2001 - 5

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.